Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

214. fundur 01. apríl 2015 kl. 17:00 - 18:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Blöndal forseti
  • Anna Alexandersdóttir 1. varaforseti
  • Gunnar Jónsson forseti
  • Þórður Mar Þorsteinsson bæjarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson bæjarfulltrúi
  • Árni Kristinsson bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Kristjana Jónsdóttir varamaður
  • Eyrún Arnardóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.

Málsnúmer

1.1.Umsókn um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistingar í heimahúsi/umsagnarbeiðni

Málsnúmer 201502141

Erindi í tölvupósti dags.20.02.2015. þar sem Sýslumaðurinn á Austurlandi kt. 410914-0770, með vísan til fyrsta töluliðs 4. mgr. 10. gr.laga nr.85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, óskar eftir umsögn byggingarfulltrúa um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistingar í heimahúsi í fl.I. Umsækjandi er Jóna Björg Vilbergsdóttir kt.100860-4819. Starfsstöð er Árskógar 34, Egilsstöðum.

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir framangreinda afgreiðslu byggingarfulltrúa. Jafnframt staðfestir bæjarstjórn að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 214

Málsnúmer 1503017

Til máls tók: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókun.

Fundargerðin lögð fram:

2.1.Auglýsing um umferð á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201503075

Í vinnslu.

2.2.Umferðaröryggi í sveitarfélaginu

Málsnúmer 201503041

Í vinnslu.

2.3.Ranavað - Árskógar, ósk um gangstétt

Málsnúmer 201409038

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.

2.4.Beiðni um afnám einstefnu í Bláskógum

Málsnúmer 201411030

Erindi dagsett 03.11. 2014, þar sem Sigurbjörg Þórarinsdóttir, Bjarni Kristmundsson og Þórarinn Bjarnason óska eftir að einstefna í Bláskógum verði afnumin. Erindinu vísað frá umhverfis- og framkvæmdanefnd 12.11. 2014. Fyrir liggur minnisblað frá Verkfræðistofunni Eflu um málið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umferðaröryggishóps og umhverfis- og framkvæmdanefndar, og með tilliti til minnisblaðs Eflu, samþykkir bæjarstjórn að hafna erindinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.5.Hraðatakmörkun á Eiðum

Málsnúmer 201501051

Í vinnslu.

2.6.Vinnuhópur um umferðaröryggismál - 8

Málsnúmer 1503010

Fundargerðin lögð fram.

2.7.Umsókn um nýtt rekstrarleyfi fyrir heimagistingu /umsagnarbeiðni

Málsnúmer 201502149

Erindi í tölvupósti dags.23.02. 2015. þar sem Sýslumaðurinn á Austurlandi kt. 410914-0770, með vísan til fyrsta töluliðs 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, óskar eftir umsögn byggingarfulltrúa um nýtt rekstrarleyfi um heimagistingu í fl.I. Umsækjandi er Gunnþór Jónsson kt.280974-3319. Starfsstöð er Litla Bjarg.

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir framangreinda afgreiðslu byggingarfulltrúa. Jafnframt staðfestir bæjarstjórn að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.8.Umsókn um nýtt rekstrarleyfi v.sölu gistingar í sumarhúsi/Umsagnarbeiðni

Málsnúmer 201503046

Erindi í tölvupósti dags.09.03. 2015 þar sem Sýslumaðurinn á Austurlandi kt. 410914-0770, með vísan til fyrsta töluliðs 4. mgr.10. gr. laga nr.85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, óskar eftir umsögn byggingarfulltrúa um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistingar í sumarhúsi í fl.II. Umsækjandi er Guðrún Jónsdóttir kt.150761-3369. Starfsstöð er Ásgeirsstaðir.

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir framangreinda afgreiðslu byggingarfulltrúa. Jafnframt staðfestir bæjarstjórn að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.9.Framtíðarskipulag Hallormsstaðaskóla.

Málsnúmer 201312036

Lagt fram til kynningar.

2.10.Grímsárvirkjun, umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201409106

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

2.11.Reynishagi, umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201405073

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

2.12.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201502139

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

2.13.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201503032

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

2.14.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201503023

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

2.15.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 137

Málsnúmer 1503012

Fundargerðin lögð fram.

2.16.Miðbær Egilsstaða deiliskipulag 2014

Málsnúmer 201401135

Í vinnslu.

2.17.Félag verslunar- og þjónustuaðila, athugasemdir við afgreiðslu máls.

Málsnúmer 201409032

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu umhverfis- og mannvirkjanefndar.

2.18.Verkefni til að draga úr notkun á plastpokum

Málsnúmer 201410010

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.

2.19.Barnaverndarmál

Málsnúmer 0

Afgreitt af félagsmálanefnd.

2.20.Drög að breyttum reglum og gjaldskrá fyrir útleigu á Hlymsdölum.

Málsnúmer 201503147

Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.

2.21.Skipting fjármagns í málefnum fatlaðs fólks 2015

Málsnúmer 201503139

Lagt fram.

2.22.Skil á samtölueyðublaði barnaverndarnefnda 2015

Málsnúmer 201501066

Lagt fram.

2.23.Reglur um sérsakar húsaleigubætur 2015

Málsnúmer 201501242

Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.

2.24.Reglur um félagslegt húsnæði 2015

Málsnúmer 201501243

Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.

2.25.Reglur um daggæslu barna í heimahúsum 2015

Málsnúmer 201503134

Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.

2.26.Reglur um styrki til náms og tækjakaupa 2015

Málsnúmer 201503118

Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.

2.27.Yfirlit yfir stöðu fjármála hjá félagsþjónustu 2014

Málsnúmer 201503116

Lagt fram.

2.28.Barnaverndarmál

Málsnúmer 0

Afgreitt af félagsmálanefnd.

2.29.Íbúðarhúsnæði til skammtímaútleigu

Málsnúmer 201501228

Til umræðu er skammtímaleiga á íbúðarhúsnæði þ.e. gisting í flokki I og II. Skráning þess rýmis sem leigt er út, umsóknarferli og afgreiðsla. Málið var áður á dagskrá 11.03. 2015. Fyrir liggur tillaga að auglýsingu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu og felur starfsmanni að ljúka málinu í samráði við Sýslumanninn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Félagsmálanefnd - 134

Málsnúmer 1503016

Fundargerðin lögð fram.

3.1.Skýrsla fræðslufulltrúa

Málsnúmer 201108127

Lagt fram.

3.2.Starfsáætlun Fræðslusviðs 2015

Málsnúmer 201502132

Í vinnslu.

3.3.Launaþróun á fræðslusviði

Málsnúmer 201403032

Lagt fram.

3.4.Fræðslumál - frávikagreining 2014

Málsnúmer 201503115

Lagt fram.

3.5.Skjalavarsla í leik- og grunnskólum

Málsnúmer 201501053

Í vinnslu.

3.6.Umsókn um skólaakstur

Málsnúmer 201503114

Afgreiðsla fræðslunefndar staðfest.

3.7.Egilsstaðaskóli - nemendamál kynnt á fundinum

Málsnúmer 201411121

Lagt fram.

3.8.Milliloft í Grunnskólann á Egilsstöðum

Málsnúmer 201503039

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísað málinu til umhverfis - og framkvæmdanefndar til úrvinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.9.Fjarskiptasamband í dreifbýli

Málsnúmer 201302127

Fyrir liggur að mikill áhugi er að ráðast í ljósleiðaravæðingu á Fljótsdalshéraði, enda þörfin brýn á bættu fjarskiptasambandi á svæðinu. Fram kom að von er á nefndarmönnum úr starfshóp innanríkisráðherra um ljósleiðaravæðingu á landsbyggðinni ásamt fulltrúa frá Póst- og fjarskiptastofnun á fund bæjarráðs 8. apríl, til að fara yfir hugmyndir starfshópsins um aðkomu ríkisvaldsins að þessum málum. Fyrirhugaður fundur er haldinn að ósk heimamanna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og telur mikilvægt að afla sem fyrst frekari upplýsinga um aðkomu ríkisins að uppbyggingu ljósleiðarakerfis á svæðinu, áður en næstu skref eru tekin.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.10.Beiðni um frest vegna afhendingar Blómabæjar

Málsnúmer 201503136

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn, í samræmi við 9 gr. kaupsamnings dagsettan 9.04. 2008, að hafna erindinu.
Bæjarstjóra falið að kalla eftir fundi með núverandi leigjendum húsnæðisins að Miðvangi 31, til að ræða næstu skref.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.11.Vistvænar samgöngur

Málsnúmer 201503157

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa erindinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar til frekari umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.12.Ársfundur Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands

Málsnúmer 201503155

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að Sigrún Blöndal fari á ársfundinn 9. apríl, sem fulltrúi Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.13.Ársreikningur 2014

Málsnúmer 201501238

Sjá afgreiðslu undir lið 1.

4.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 290

Málsnúmer 1503022

Til máls tók: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

4.1.Viðtalstímar bæjarfulltrúa 2015

Málsnúmer 201502122

Erindunum vísað til vinnslu hjá starfsmönnum og nefndum sveitarfélagsins.

4.2.Sumarlokun bæjarskrifstofu

Málsnúmer 201303025

Í bæjarráði var rætt um að lokun bæjarskrifstofu vegna sumarleyfa starfsmanna 2015 verði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Afgreiðslan verður formlega lokuð, en svarað í síma á hefðbundnum opnunartíma skrifstofunnar og reynt að leysa úr brýnum erindum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að skrifstofunni verði lokað frá mánudeginum 27. júlí til og með föstudagsins 7. ágúst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.3.Boðun varamanna á nefndarfundi og afgreiðsluheimildir nefnda

Málsnúmer 201503077

Í vinnslu.

4.4.Upplýsingafundur með bændum á Jökuldal 19.03.15

Málsnúmer 201503121

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs telur að með gildistöku nýrrar gæðastýringareglugerðar nr. 1160/2013 séu kröfur komnar langt af leið frá upphaflegum hugmyndum um gæðastýringu, sem voru þær að beitanýting væri sjálfbær. Umrædd reglugerð gerir hins vegar beitarálag að aukaatriði, en snýst nú þess í stað mestmegnis um uppgræðsluverkefni. Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs telur eðlilegt að eldri landbótaáætlanir haldi gildi sínu enda gildistími þeirra ekki útrunninn sbr. (reglugerð nr. 175/2003 og reglugerð nr. 10/2008).
Jafnframt telur bæjarstjórn að taka verði nýja gæðastýringarreglugerð til endurskoðunar hið fyrsta.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.5.Fundur um þjóðlendumál 2015

Málsnúmer 201503158

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa erindinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar og náttúruverndarnefndar til upplýsinga og undirbúnings.
Gert er ráð fyrir því að fulltrúar í bæjarráði, ásamt formönnum og starfsmönnum framangreindra nefnda sitji umræddan fund.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.6.Ársfundur Austurbrúar ses. 2015

Málsnúmer 201503119

Lagt fram til kynningar.

4.7.Aðalfundur SSA 2015

Málsnúmer 201503113

Í tölvupósti frá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi kemur fram að aðalfundur sambandsins verði haldinn á Djúpavogi 2. og 3. október 2015.

Lagt fram til kynningar.

4.8.Fundargerðir stjórnar SSA starfsárið 2014-2015

Málsnúmer 201501234

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.9.Fundargerð byggingarnefndar hjúkrunarheimilis 17.mars 2015

Málsnúmer 201503092

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.10.Endurskoðun á reglum um sí- og endurmenntun

Málsnúmer 201311125

Í vinnslu.

4.11.Umsóknir í endurmenntunarsjóð 2015

Málsnúmer 201503078

Afgreiðsla sjóðsstjórnar staðfest.

4.12.Endurmenntunarsjóður Fljótsdalshéraðs - 18

Málsnúmer 1503011

Fundargerðin lögð fram.

4.13.Fjármál 2015

Málsnúmer 201501007

Lagt fram til kynningar.

5.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 289

Málsnúmer 1503014

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hann sérstaklega liði 2.7, 2.9 og 2.10. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 2.10 og Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 2.10.

Fundargerðin lögð fram.

5.1.Hundasvæði á Egilsstöðum

Málsnúmer 201412015

Í vinnslu.

5.2.Fjósakambur 6 b, nýting forkaupsréttar

Málsnúmer 201503008

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.

5.3.Fjósakambur 6 a, nýting forkaupsréttar

Málsnúmer 201503007

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.

5.4.Umhverfis- og framkvæmdanefnd, verkefni framundan

Málsnúmer 201501232

Í vinnslu.

5.5.Beiðni um að fá að setja upp vegvísi

Málsnúmer 201501193

Í vinnslu.

5.6.Hvammur II, aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 201408031

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 21.01. 2015 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028. Tillagan sem sett var fram á uppdrætti dags.09.01.2015 var auglýst skv. 31. gr. Skipulagslaga, frá 29.01. til 12.03. 2015. og frestur til að skila inn athugasemdum var til 12.03. 2015. Tillagan var auglýst samhliða auglýsingu um deiliskipulag svæðisins.

Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum:
1) Umhverfisstofnun dagsett 17.09.2014.
2) Vegagerðinni dagsett 12.09.2014.
3) Skipulagsstofnun dagsett 03.09.2014.
4) Heilbrigðiseftirlit Austurlands dagsett 14.11.2014.
5) Skipulagsstofnun dagsett 19.11.2014.

Brugðist hefur verið við athugasemdum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til meðferðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.7.Hvammur II, deiliskipulag

Málsnúmer 201401181

Í vinnslu.

5.8.Hátungur deiliskipulag

Málsnúmer 201411055

Í vinnslu.

5.9.Kuðungurinn 2014 /Umhverfisviðurkenning umhverfis- og auðlindaráðuneytisins

Málsnúmer 201503079

Erindi í tölvupósti dagsett 12.03. 2015 þar sem úthlutunarnefnd á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnun, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári , er þess verðugt að hljóta umhverfis-viðurkenninguna Kuðungurinn fyrir árið 2014. Óskað er eftir að stutt greinargerð fylgi tilkynningunni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að tilnefna leik- og grunnskóla á Fljótsdalshéraði og felur starfsmanni að semja greinargerð í samráði við forstöðumenn skólanna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.10.Umsókn um styrk úr styrkvegasjóði vegna vegar út í Fagradal

Málsnúmer 201503086

Erindi dagsett 16.03. 2015 þar sem Stefán Geirsson kt.040244-3609 óskar eftir að umhverfis- og framkvæmdanefnd úthluti fjármagni af því styrkvegafé, sem sveitarfélagið fær úthlutað á árinu 2015, í vegslóða sem liggur af veginum um Hellisheiði og út í Fagradal.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að vegslóði um Hellisheiði út í Fagradal verði settur á lista yfir styrkvegi. Verkefnið verði unnið í samráði við Vopnafjarðarhrepp.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Ársreikningur 2014

Málsnúmer 201501238

Björn Ingimarsson bæjarstjóri lagði fram til fyrri umræðu ársreikning Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2014, ásamt endurskoðunarskýrslu. Ársreikningurinn hefur þegar verið birtur Kauphöllinni, samkvæmt reglum þar um.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa ársreikningi og endurskoðunarskýrslunni til annarrar umræðu í bæjarráði og bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.1.Tjarnarland, urðunarstaður 2015

Málsnúmer 201501124

Lagt fram til kynningar.

6.2.Tillaga til þingsályktunar um að draga úr plastpokanotkun/til umsagnar

Málsnúmer 201503090

Erindi í tölvupósti dagsett 17.03. 2015 þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins um tillögu til þingsályktunar um að draga úr plastpokanotkun, 166. mál.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og gerir ekki athugasemd við tillöguna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 20

Málsnúmer 1503019

Til máls tóku: Árni Kristinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og Sigrún Blöndal, sem vakti athygli á vanhæfi sínu undir liðum 5.11 og 5.12 og úrskurðaði forseti hana vanhæfa.

Fundargerðin lögð fram.

7.1.Samstarfssamningur sveitarfélaga á Austurlandi um menningarmál

Málsnúmer 201503084

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og fagnar því að samningur um menningarmál milli sveitarfélaga á Austurlandi liggur nú fyrir, á grundvelli samnings um sóknaráætlun milli ríkis og SSA. Lögð er áhersla á að áfram, eins og hingað til, verði fyrst og fremst faglegt mat haft til hliðsjónar við úthlutun styrkja til menningarmála úr uppbyggingarsjóðnum.
Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.2.Fyrirkomulag úthlutunar menningarstyrkja

Málsnúmer 201502147

Í vinnslu.

7.3.Atvinnumálasjóður,umsóknir 2015

Málsnúmer 201503019

Fyrir lágu sjö umsóknir til Atvinnumálasjóðs Fljótsdalshéraðs, en umsóknarfrestur rann út 1. mars 2015. Samtals var sótt um styrki að upphæð kr. 11.945.000 en 2.200.000 voru til úthlutunar.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að eftirfarandi verkefni hljóti styrk úr Atvinnumálasjóði:

Ormurinn langi, leiðsögð gönguferð um gamla þorpið á Egilsstöðum. Umsækjandi Sigríður Lára Sigurjónsdóttir. Styrkupphæð kr. 200.000.

Ræktun hafþyrnis. Umsækjandi Jana Janickova. Styrkupphæð kr. 200.000.

Rekstrar- og markaðsrannsókn vegna stofnunar bruggverksmiðju. Umsækjandi Karl S. Lauritzson. Styrkupphæð kr. 800.000.

Viðarkurlari. Umsækjandi Félag skógarbænda á Héraði. Styrkupphæð kr. 300.000.

Gerð viðskipta- og kostnaðaráætlunar vegna Ylstrandar. Umsækjandi Ylströndin ehf. Styrkupphæð kr. 300.000.

Menningartengd ferðaþjónusta á Mjóanesi. Umsækjandi Elsa Björg Reynisdóttir. Styrkupphæð kr. 400.000.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir framangreinda tillögu atvinnu- og menningarnefndar að úthlutun styrkja úr Atvinnumálasjóði Fljótsdalshéraðs árið 2015.

Samþykkt með 8 atkvæðum, en 1 var fjarverandi (SBS)

7.4.Skógrækt á Héraði

Málsnúmer 201503112

Í vinnslu.

7.5.Tilhögun veiðitíma hreindýraveiða

Málsnúmer 201503102

Á fundi atvinnu- og menningarnefndar undir þessum lið mættu Jón Hávarður Jónsson og Þórhallur Borgarsson, frá Félagi hreindýraleiðsögumanna og fóru yfir ýmis mál tengd hreindýraveiðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd um að hreindýraveiðar eru mikilvægar fyrir ferðaþjónustu á Fljótsdalshéraði. Bæjarstjórn hvetur hlutaðeigandi aðila til að hafa samráð um skipulagningu og stýringu veiðanna með það að markmiði að draga úr álagi á hjarðir og land á afmörkuðum tímum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Atvinnu- og menningarnefnd - 16

Málsnúmer 1503015

Til máls tóku: Guðmundur Kröyer, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem vakti athygli á mögulegu vanhæfi sínu undir lið 4.3. og var það samþykkt samhljóða. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 4.1 og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 4.1.

Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 18:30.