Kuðungurinn 2014 /Umhverfisviðurkenning umhverfis- og auðlindaráðuneytisins

Málsnúmer 201503079

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 20. fundur - 25.03.2015

Erindi í tölvupósti dagsett 12.03.2015 þar sem úthlutunarnefnd á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnun, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári , er þess verðugt að hljóta umhverfis-viðurkenninguna Kuðungurinn fyrir árið 2014. Óskað er eftir að stutt greinargerð fylgi tilkynningunni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að tilnefna leik- og grunnskóla á Fljótsdalshéraði og felur starfsmanni að semja greinargerð í samráði við forstöðumenn skólanna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 214. fundur - 01.04.2015

Erindi í tölvupósti dagsett 12.03. 2015 þar sem úthlutunarnefnd á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnun, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári , er þess verðugt að hljóta umhverfis-viðurkenninguna Kuðungurinn fyrir árið 2014. Óskað er eftir að stutt greinargerð fylgi tilkynningunni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að tilnefna leik- og grunnskóla á Fljótsdalshéraði og felur starfsmanni að semja greinargerð í samráði við forstöðumenn skólanna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.