Umhverfis- og framkvæmdanefnd

20. fundur 25. mars 2015 kl. 07:00 - 19:55 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Ágústa Björnsdóttir varaformaður
  • Skúli Björnsson varamaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson varamaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson varamaður
  • Karl Sigfús Lauritzson varamaður
  • Ómar Þröstur Björgólfsson
Fundargerð ritaði: Ómar Þröstur Björgólfsson
Í upphafi fundar óskaði varaformaður eftir því að bæta tveimur liðum við dagskrána, sem eru afgreiðslufundur byggingarfulltrúa og fundur Vinnuhóps um umferðaröryggismál og verða þeir liðir númer 17 og 18 í dagskránni.

1.Tillaga til þingsályktunar um að draga úr plastpokanotkun/til umsagnar

Málsnúmer 201503090

Erindi í tölvupósti dagsett 17.03.2015 þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins um tillögu til þingsályktunar um að draga úr plastpokanotkun, 166. mál. Óskað er eftir að umsögnin berist eigi síðar en 30. mars nk. á netfangið nefndarsvid@althingi.is.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Tjarnarland, urðunarstaður 2015

Málsnúmer 201501124

Lagt er fram afrit af umsögn HAUST um tillögu að starfsleyfi fyrir urðun úrgangs í Tjarnarlandi á Fljótsdalshéraði.

Lagt fram til kynningar.

3.Hundasvæði á Egilsstöðum

Málsnúmer 201412015

Erindi í tölvupósti dagsett 04.12.2014 þar sem Sara Ósk Halldórsdóttir kt.120687-2209 óskar eftir fyrir hundaeigendur á Egilsstöðum, góðu afmörkuðu svæði, sem hægt er að nota fyrir lausahlaup, göngutúra auk íþrótta sem gætu komið upp eins og hundafimi, hlýðnikeppnir og próf.
Fyrir liggur tölvupóstur dags.16.03.2015 ásamt skissu af fyrirkomulagi.
Málið var áður á dagskrá 10.12.2015.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að boðað verði til fundar með hundaeigendum til að ræða málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Umsókn um styrk úr styrkvegasjóði vegna vegar út í Fagradal

Málsnúmer 201503086

Erindi dagsett 16.03.2015 þar sem Stefán Geirsson kt.040244-3609 óskar eftir að umhverfis- og framkvæmdanefnd úthluti fjármagni af því styrkvegafé, sem sveitarfélagið fær úthlutað á árinu 2015, í vegslóða sem liggur af veginum um Hellisheiði og út í Fagradal.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að vegslóði um Hellisheiði út í Fagradal verði settur á lista yfir styrkvegi. Verkefnið verði unnið í samráði við Vopnafjarðarhrepp.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Kuðungurinn 2014 /Umhverfisviðurkenning umhverfis- og auðlindaráðuneytisins

Málsnúmer 201503079

Erindi í tölvupósti dagsett 12.03.2015 þar sem úthlutunarnefnd á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnun, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári , er þess verðugt að hljóta umhverfis-viðurkenninguna Kuðungurinn fyrir árið 2014. Óskað er eftir að stutt greinargerð fylgi tilkynningunni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að tilnefna leik- og grunnskóla á Fljótsdalshéraði og felur starfsmanni að semja greinargerð í samráði við forstöðumenn skólanna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Hátungur deiliskipulag

Málsnúmer 201411055

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 21.01.2015 að auglýsa tillögu að skipulagi fyrir Hátungur Vatnajökulsþjóðgarði á Fljótsdalshéraði. Tillagan sem sett var fram á uppdrætti dags. 02.01.2015 og í greinargerð og umhverfisskýrslu útgáfa 4.08 var auglýst skv. 41. gr. Skipulagslaga, frá 29.01. til 12.03.2015 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 12.03.2015.

Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum:
1) Minjastofnun dagsett 06.02.2015.
2) Heilbrigðiseftirliti Austurlands dagsett 09.02.2015.
3) Umhverfisstofnun dagsett 19.02.2015.
4) Vegagerðinni dagsett 04.03.2015.
5) Skipulagsstofnun dagsett 05.03.2015.
6) Veðurstofu Íslands, athugasemd við skipulagslýsingu dagsett 29.01.2015.

Í vinnslu

7.Hvammur II, deiliskipulag

Málsnúmer 201401181

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 05.11.2014 að auglýsa tillögu að skipulagi fyrir Hvamm 2, á Fljótsdalshéraði. Tillagan ásamt greinargerð dags.22.01.2014 var auglýst skv. 41. gr. Skipulagslaga, frá 29.01. til 12.03.2015 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 12.03.2015.

Umsagnir bárust frá eftirtöldum aðilum:
1) Umhverfisstofnun dagsett 10.02.2015.
2) Heilbrigðiseftirliti Austurlands dagsett 16.02.2015.
3) Vegagerðinni dagsett 04.03.2015.
4) Minjastofnun dagsett 06.03.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Athugasemdir:
1) Athugasemd er gerð við að rotþró vanti inn á uppdrátt.
2) Athugasemd er gerð við að rotþró vanti inn á uppdrátt.
3) Engin athugasemd.
4) Engin athugasemd, en bent á að óheimilt sé að halda framkvæmdum áfram nema með skriflegu leyfi Minjastofnunar Íslands.

Eftirarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir athugsemd við að ekki sé nægjanlega ljóst hvernig vatnsöflun verði háttað fyrir svæðið í ljósi þeirra erinda, sem borist hafa sveitarfélaginu frá landeigendum. Málinu frestað að öðru leyti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Hvammur II, aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 201408031

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 21.01.2015 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028. Tillagan sem sett var fram á uppdrætti dags.09.01.2015 var auglýst skv. 31. gr. Skipulagslaga, frá 29.01. til 12.03.2015. og frestur til að skila inn athugasemdum var til 12.03.2015. Tillagan var auglýst samhliða auglýsingu um deiliskipulag svæðisins.

Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum:
1) Umhverfisstofnun dagsett 17.09.2014.
2) Vegagerðinni dagsett 12.09.2014.
3) Skipulagsstofnun dagsett 03.09.2014.
4) Heilbrigðiseftirlit Austurlands dagsett 14.11.2014.
5) Skipulagsstofnun dagsett 19.11.2014.

Brugðist hefur verið við athugasemdum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og hún send Skipulagsstofnun til meðferðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Beiðni um að fá að setja upp vegvísi

Málsnúmer 201501193

Erindi dagsett 19.12.2014 þar sem Sigurbjörg I. Flosadóttir kt.040353-3139, f.h. Hótel Eyvindará kt.450307-1570, óskar eftir leyfi til að setja upp vegvísi að Hótel Eyvindará við vegamót þjóðvega 92 og 93. Málið var áður á dagskrá 28.01.2015.

Málið er í vinnslu.

10.Umhverfis- og framkvæmdanefnd, verkefni framundan

Málsnúmer 201501232

Til umræðu eru verkefni umhverfis- og framkvæmdanefndar framundan. Fyrir liggja nokkur verkefni. Málið var áður á dagskrá 28.01.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela starfsmanni að gera tillögu um forgangsröðun og tímasetningu og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Fjósakambur 6 a, nýting forkaupsréttar

Málsnúmer 201503007

Erindi dagsett 27.02.2015 þar sem Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir kt.050963-3659, óskar eftir að nýta forkaupsrétt á Fjósakambi 6a, Hallormsstað. Málið var áður á dagskrá 11.03.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að vísa málinu til starfshóps Fljótsdalshéraðs og Fljótsdalshrepps um samstarf í skólamálum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Fjósakambur 6 b, nýting forkaupsréttar

Málsnúmer 201503008

Erindi dagsett 27.02.2015 þar sem Benedikt Blöndal kt.110855-2229, óskar eftir að nýta forkaupsrétt á Fjósakambi 6b, Hallormsstað.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að vísa málinu til starfshóps Fljótsdalshéraðs og Fljótsdalshrepps um samstarf í skólamálum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Íbúðarhúsnæði til skammtímaútleigu

Málsnúmer 201501228

Til umræðu er skammtímaleiga á íbúðarhúsnæði þ.e. gisting í flokki I og II. Skráning þess rýmis sem leigt er út, umsóknarferli og afgreiðsla. Málið var áður á dagskrá 11.03.2015. Fyrir liggur tillaga að auglýsingu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögu og felur starfsmanni að ljúka málinu í samráði við Sýslumanninn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Verkefni til að draga úr notkun á plastpokum

Málsnúmer 201410010

Fyrir liggur bréf dagsett 15.09.2014 frá Pétri Sigurgunnarssyni þar sem vakin er athygli á söfnun til aðstoðar hjólastólanotendum, sem þurfa vegna aðstöðuleysis á sínum heimilum, að búa annarsstaðar.
Verkefnið gengur út á að seldar verða umhverfisvænar innkaupatöskur ásamt ruslapokum sem eyðast upp í náttúrunni á tveimur árum. Óskað er eftir samstarfi með þetta mál. Málið var áður á dagskrá 08.10.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Í ljósi þess að notkun umhverfisvænna innkaupapoka hefur verið í gangi í sveitarfélaginu, þá hafnar umhverfis- og framkvæmdanefnd erindinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Félag verslunar- og þjónustuaðila, athugasemdir við afgreiðslu máls.

Málsnúmer 201409032

Erindi dagsett 01.09.2014 þar sem stjórn Þjónustusamfélagsins á Héraði gerir alvarlegar athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar á tillögu um frágang á planinu við Kapvang 2 og 6 sem samþykkt var 02.06.2014. Málið var áður á dagskrá 10.09.2014.
Fyrir liggur tölvupóstur dags. 05.02.2015 frá Gunnari Agli Sigurðssyni þar sem óskað er eftir upplýsingum um stöðu málsins.
Fyrir liggur Bréf rrá hönnurnarteymi MAKE. Málið var áður á dagskrá 11.02.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fresta afgreiðslu og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að upplýsa Gunnar Egil um stöðu mála.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Miðbær Egilsstaða deiliskipulag 2014

Málsnúmer 201401135

Til umræðu er breyting á deiliskipulagi fyri miðbæ Egilsstaða.

Í vinnslu.

17.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 137

Málsnúmer 1503012

Lögð er fram 137. fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa 20.03.2015.

Lagt fram til kynningar.

17.1.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201503023

Lagt fram til kynningar.

17.2.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201503032

Lagt fram til kynningar.

17.3.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201502139

Lagt fram til kynningar.

17.4.Reynishagi, umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201405073

Lagt fram til kynningar.

17.5.Grímsárvirkjun, umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201409106

Lagt fram til kynningar.

17.6.Umsókn um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistingar í heimahúsi/umsagnarbeiðni

Málsnúmer 201502141

Lagt fram til kynningar.

17.7.Umsókn um nýtt rekstrarleyfi v.sölu gistingar í sumarhúsi/Umsagnarbeiðni

Málsnúmer 201503046

Lagt fram til kynningar.

17.8.Umsókn um nýtt rekstrarleyfi fyrir heimagistingu /umsagnarbeiðni

Málsnúmer 201502149

Lagt fram til kynningar.

18.Vinnuhópur um umferðaröryggismál - 8

Málsnúmer 1503010

Lögð er fram fundargerð 8. fundar Vinnuhóps um umferðaröryggismál 26.03.2015.

Umhverfis-og framkvæmdanefnd staðfestir fundargerðina.

18.1.Hraðatakmörkun á Eiðum

Málsnúmer 201501051

Staðfest

18.2.Beiðni um afnám einstefnu í Bláskógum

Málsnúmer 201411030

Staðfest

18.3.Ranavað - Árskógar, ósk um gangstétt

Málsnúmer 201409038

Staðfest

18.4.Umferðaröryggi í sveitarfélaginu

Málsnúmer 201503041

Staðfest

18.5.Auglýsing um umferð á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201503075

Staðfest

Fundi slitið - kl. 19:55.