Auglýsing um umferð á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201503075

Vinnuhópur um umferðaröryggismál - 8. fundur - 26.03.2015

Til umræðu er Auglýsing um umferð á Fljótsdalshéraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Vinnuhópurinn samþykkir að lesin verði saman Auglýsingu um umferð á Fljótsdalshéraði nr.512/2010 og Lögreglusamþyktina nr.590/2009, vegna misræmis í texta.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 57. fundur - 20.10.2016

Lagt er fyrir erindið Auglýsing um umferð á Fljótsdalshéraði fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að eftirfarandi bætist við 1.gr. samþykktar um Auglýsingu um umferð á Fljótsdalshéraði.
Lagt er til að Útgarður njóti forgangs gagnvart hliðargötu og skal umferð frá henni víkja fyrir umferð um hana með biðskyldu.
Lagt er til að Norðurtún njóti forgangs gagnvart hliðargötu og skal umferð frá henni víkja fyrir umferð um hana með biðskyldu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 246. fundur - 02.11.2016

Lagt var fram erindið, Auglýsing um umferð á Fljótsdalshéraði fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd.

Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að eftirfarandi bætist við 1.gr. samþykktar um Auglýsingu um umferð á Fljótsdalshéraði:
Lagt er til að Útgarður njóti forgangs gagnvart hliðargötu og skal umferð frá henni víkja fyrir umferð um Útgarð með biðskyldu.
Lagt er til að Norðurtún njóti forgangs gagnvart hliðargötu og skal umferð frá henni víkja fyrir umferð um Norðurtún með biðskyldu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.