Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

246. fundur 02. nóvember 2016 kl. 17:00 - 19:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir forseti
  • Sigrún Blöndal 1. varaforseti
  • Stefán Bogi Sveinsson 2. varaforseti
  • Gunnar Jónsson aðalmaður
  • Þórður Mar Þorsteinsson bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer bæjarfulltrúi
  • Árni Kristinsson bæjarfulltrúi
  • Páll Sigvaldason bæjarfulltrúi
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.

Málsnúmer

1.1.Fjárhagsáætlun félagsþjónustu 2017

Málsnúmer 201610049

Afgreidd undir lið 1.

1.2.Ársskýrsla Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs fyrir 2015-2016

Málsnúmer 201610065

Lagt fram til kynningar.

1.3.Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga bs. 2016

Málsnúmer 201610064

Fyrir liggur fundarboð, ásamt ársskýrslu og ársreikningi, vegna aðalfundar Héraðsskjalasafns Austfirðinga sem haldinn verður í Safnahúsinu í Neskaupstað 3. nóvember 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi verði fulltrúi Fljótsdalshéraðs á aðalfundi Héraðsskjalasafns Austfirðinga og fari þar með umboð og atkvæði sveitarfélagsins. Varamaður hans verði Guðmundur Sveinsson Kröyer.


Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 57

Málsnúmer 1610016F

Til máls tóku: Árni Kristinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Sigrún Blöndal, sem ræddi liði 4.1 og 4.4. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 4.4 og 4.6. og bar fram spurningar. Guðmundur S. Kröyer, sem ræddi lið 4.4. Sigrún Blöndal, sem ræddi lið 4.6 og 4.4. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 4.4 og svaraði fyrirspurn. Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 4.6 og Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 4.6.

Fundargerðin lögð fram.

2.1.Aðkoma og græn svæði á Egilsstöðum og Fellabæ

Málsnúmer 201609049

Lagt var fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd, samantekt tilboða í aðgerðaráætlun fyrir opin svæði og aðkomu Egilsstaða og Fellabæjar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að ganga til samninga við Teiknistofuna AKS sf. sem átti lægsta tilboðið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.2.Umhverfis- og framkvæmdanefnd fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201605056

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að sorphirðu- og förgunargjald, ásamt gjaldskrá gámaplans, hækki um 4%.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.3.Umsókn um stöðuleyfi/torgsöluhús

Málsnúmer 201610045

Í vinnslu.

2.4.Áfangastaðir ferðamanna á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201506057

Lögð eru fram drög að umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða október 2016, unnin af Birni Jóhannssyni landslagsarkitekt FÍLA og Óðni Gunnari Óðinssyni atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúa Fljótsdalshéraðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að sótt verði um styrk til eftirfarandi verkefna:
- Stapavík
- Ysti-Rjúkandi
- Selskógur
- Laugarvalladalur
- Útsýnisstaður í Norðurbrún Fjarðarheiðar
- Héraðssandar

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.5.Auglýsing um umferð á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201503075

Lagt var fram erindið, Auglýsing um umferð á Fljótsdalshéraði fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd.

Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að eftirfarandi bætist við 1.gr. samþykktar um Auglýsingu um umferð á Fljótsdalshéraði:
Lagt er til að Útgarður njóti forgangs gagnvart hliðargötu og skal umferð frá henni víkja fyrir umferð um Útgarð með biðskyldu.
Lagt er til að Norðurtún njóti forgangs gagnvart hliðargötu og skal umferð frá henni víkja fyrir umferð um Norðurtún með biðskyldu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.6.Plastpokalaust sveitarfélag

Málsnúmer 201610056

Málið er í vinnslu.

3.Félagsmálanefnd - 148

Málsnúmer 1610012F

Til máls tók: Þórður Mar Þorsteinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

3.1.Áfangastaðir ferðamanna á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201506057

Fyrir liggja drög að umsóknum til Framkvæmdasjóðs ferðamanna, en umsóknarfrestur er til 25. október 2016. Einnig liggur fyrir bókun umhverfis- og framkvæmdanefndar um sama mál, sem atvinnu og menningarnefnd tekur undir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og leggur jafnframt til að send verði inn umsókn vegna Fardagafoss.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.2.Starfsáætlun Félagsþjónustu 2017

Málsnúmer 201610050

Í vinnslu.

3.3.Yfirlit yfir stöðu launa árið 2016

Málsnúmer

Lagt fram.

3.4.Reglur um félagslegt húsnæði 2016

Málsnúmer 201610048

Drög að reglum um félagslegt húsnæði lagðar fram. Einungis er um að ræða uppfærslu á fjárhæðum skv. reglugerð nr. 742/2016 frá Velferðarráðuneytinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu félagsmálanefndar samþykkir bæjarstjórn reglurnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Náttúruverndarnefnd - 6

Málsnúmer 1610021F

Til máls tók: Sigrún Blöndal, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

4.1.Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda 2016

Málsnúmer 201610043

Lagt fram til kynningar.

4.2.Virkjanakostir á Austurlandi

Málsnúmer 201610070

Lagt fram til kynningar.

4.3.Rannsóknarleyfi á vatnasviði Geitdalsár

Málsnúmer 201608064

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með náttúruverndarnefnd og telur mikilvægt að fundur verði haldinn þar sem fulltrúar Arctic Hydro kynna rannsóknarleyfi sitt, í samræmi við ósk þar um sem fram kom í bréfi frá Sókn lögmannsstofu dagsettu 15. ágúst sl.
Æskilegt er að fulltrúar í náttúruverndarnefnd geti setið þann kynningarfund.
Bæjarstjóra falið að koma slíkum fundi á.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.4.Náttúrustofa Austurlands/Ársskýrsla og ársreikningur 2015

Málsnúmer 201605140

Lagt fram til kynningar.

4.5.Ályktanir Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2016

Málsnúmer 201610077

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn er sammála náttúruverndarnefnd og tekur undir ályktanir Sambands sveitarfélaga á Austurlandi og hvetur ríkisvaldið til að:
1) Leggja mun meiri fjármuni til uppbyggingar á friðlýstum svæðum.
2) Taka upp viðræður um leiðir til að ljúka innleiðingu tilskipunar um fráveitur með fullnægjandi hætti.
3) Tryggja fjármagn til að hefja á ný vinnu við innleiðingu laga um stjórn vatnamála.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.6.Innviðagreining fyrir Fljótsdalshérað

Málsnúmer 201610008

Í vinnslu.

5.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 360

Málsnúmer 1610017F

Fundargerðin lögð fram.

5.1.Fjármál 2016

Málsnúmer 201601001

Lagt fram til kynningar.

5.2.Fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201604089

Afgreitt undi lið 1 í þessari fundargerð.

5.3.Endurmenntunarsjóður Fljótsdalshéraðs - 22

Málsnúmer 1610015F

Fundargerðin lögð fram.

5.4.Umsóknir í endurmenntunarsjóð 2016

Málsnúmer 201603088

Afgreiðsla stjórnar endurmenntunarsjóðs staðfest.

5.5.Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2016

Málsnúmer 201601231

Lagðar fram til kynningar, fundargerðir aðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga sem haldinn var 21. september 2016 og fundargerð stjórnar frá 4. október 2016.

5.6.Virkjanakostir á Austurlandi

Málsnúmer 201610070

Í vinnslu.

5.7.Kvennafrí 2016

Málsnúmer 201610069

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

6.Atvinnu- og menningarnefnd - 41

Málsnúmer 1610003F

Til máls tóku: Guðmundur Kröyer, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 3.1, 3.2 og 3.4, bar fram fyrirspurn og kynnti breytingatillögu. Guðmundur S. Kröyer, sem svaraði fyrirspurnum og ræddi lið 3.4. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 3.4. Sigrún Blöndal, sem ræddi lið 3.4. Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem ræddi lið 3.4. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 3.4. Gunnar Jónsson, sem ræddi liði 3.2 og 3.4 Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 3.1, 3.2 og 3.4. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 3.4. Anna Alexandersdóttir, sem ræddi 3.4. Guðmundur S. Kröyer, sem ræddi liði 3.1, 3.2 og 3.4 og Sigrún Blöndal, sem ræddi 3.4.

Fundargerðin lögð fram.

6.1.Hugvangur - frumkvöðlasetur

Málsnúmer 201609100

Í vinnslu.

7.Fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201604089

Til máls tóku: Björn Ingimarsson, sem kynnti áætlunina og lagði hana fram. Aðrir sem til máls tóku um fjárhagsáætlunina voru í þessari röð: Sigrún Blöndal, Stefán Bogi Sveinsson, Anna Alexandersdóttir og Stefán Bogi Sveinsson,

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Vegna erindis um gjaldskrá leikskóla, sem vísað var til bæjarráðs af síðasta bæjarstjórnarfundi, samþykkir bæjarstjórn að við endurskoðun gjaldskrár fyrir árið 2017 verði gert ráð fyrir því að systkinaafsláttur fyrir þriðja barn á leikskóla (leikskólagjald) verði 100%. Systkinaafsláttur verði að öðru leyti óbreyttur.
Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að við endurskoðun gjaldskrár íþróttamiðstöðvar verði stakt gjald í sundlaug skoðað sérstaklega.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2017, ásamt þriggja ára áætlun áranna 2018 til 2020, til síðari umræðu í bæjarráði og bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að boða til kynningarfundar um fjárhagsáætlunina þriðjudaginn 08. nóvember kl. 20.00.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.1.Reglur um úthlutun styrkja til menningarmála

Málsnúmer 201510016

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að samþykktir um úthlutun styrkja til menningarmála verði óbreyttar frá því sem nú er.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.2.Sjötíu ára afmæli Egilsstaðakauptúns

Málsnúmer 201602100

Fyrir liggja tillögur frá atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúa og forstöðumanni Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs, sem þeim var falið að gera, um gerð útilistaverks og alþýðulistagarðs, í tilefni þess að á næsta ári eru 70 ár liðin frá því Egilsstaðakauptún var stofnað með lögum.
Málið var síðast á dagskrá nefndarinnar 26. september 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að mótuð verði stefna um hlutverk opinna svæða á Egilsstöðum, svo sem Lómatjarnargarðs og Skjólgarðs auk annarra svæða sem ástæða þykir að falli undir slíka vinnu. Litið verði til uppbyggingar á sérstökum alþýðulistagarði. Atvinnu- og menningarnefnd er falið að halda utan um verkefnið í samstarfi við umhverfis- og framkvæmdanefnd.

Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að stofnaður verði sérstakur sjóður sem hafi það hlutverk að fjármagna kaup á útilistaverki á 75 ára afmæli Egilsstaða.

Samþykkt með 8 atkv. en 1 sat hjá (Þ.M.Þ.)

7.3.Egilsstaðastofa

Málsnúmer 201501023

Í vinnslu.

7.4.Starfsmannamál

Málsnúmer 201610013

Erindið var tekið fyrir í bæjarstjórn 19.10.

7.5.Landsáætlun um uppbyggingu innviða ferðaþjónustu - drög að áætlun 2017

Málsnúmer 201610019

Fyrir liggja til umsagnar, frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, drög að landsáætlun um uppbyggingu innviða ferðaþjónustu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að Stapavík verði bætt inn á þennan lista.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.6.Umsókn um styrk vegna strengjamóts

Málsnúmer 201610026

Fyrir liggur styrkumsókn frá Tónlistarskólanum á Egilsstöðum, dagsett 11. október 2016, vegna strengjamóts í umsjón skólans.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt um kr. 100.000 sem tekið verði af lið 0574.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.7.Snorraverkefni, beiðni um stuðning vegna 2017

Málsnúmer 201610021

Fyrir liggur tölvupóstur frá Snorraverkefninu dagsettur 10. október þar sem óskað er eftir áframhaldandi stuðningi við verkefnið sem felur m.a. í sér móttöku ungmenna af íslenskum ættum frá Kanada og Bandaríkjunum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt um kr. 75.000 sem tekið verði af lið 0589 á árinu 2017.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.8.Fundargerð Héraðsskjalasafns Austfirðinga frá 26. september 2016

Málsnúmer 201610041

Lagt fram til kynningar.

7.9.Kór Egilsstaðakirkju/umsókn um styrk

Málsnúmer 201610044

Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.

Fundi slitið - kl. 19:30.