Umhverfis- og framkvæmdanefnd fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201605056

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 47. fundur - 11.05.2016

Lögð er fram rammaáætlun fyrir 2017, sem stillt hefur verið upp fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd vekur athygli á að undanfarin ár hefur viðhaldsfé í málaflokki Umhverfis- og framkvæmdanefndar verið allt of lítið. Nefndin leggur áherslu á að við svo búið verður ekki unað öllu lengur.
Að öðru leiti er málið í vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 55. fundur - 28.09.2016

Tekið er til umræðu fjárhagsáætlun Skipulags- og umhverfissviðs.

Málið er í vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 56. fundur - 12.10.2016

Lögð er fyrir nefndina rammaáætlun Umhverfis- og framkvæmda 2017.

Hreinn Halldórsson sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd frestar afgreiðslu fjárhagsáætlunar til næsta fundar sem verður haldinn 20. október 2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 57. fundur - 20.10.2016

Lögð er fyrir nefndina rammaáætlun Umhverfis- og framkvæmda 2017.

Guðlaugur Sæbjörnsson sat undir þessum lið.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða fjárhagsáætlun fyrir Umhverfis- og framkvæmdasvið og leggur til við bæjarstjórn að sorphirðu- og förgunargjald ásamt gjaldskrá gámaplans hækki um 4%.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 246. fundur - 02.11.2016

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að sorphirðu- og förgunargjald, ásamt gjaldskrá gámaplans, hækki um 4%.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.