Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

244. fundur 05. október 2016 kl. 18:00 - 19:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
 • Anna Alexandersdóttir forseti
 • Sigrún Blöndal 1. varaforseti
 • Stefán Bogi Sveinsson 2. varaforseti
 • Gunnar Jónsson aðalmaður
 • Þórður Mar Þorsteinsson bæjarfulltrúi
 • Guðmundur Sveinsson Kröyer bæjarfulltrúi
 • Páll Sigvaldason bæjarfulltrúi
 • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
 • Ragnhildur Rós Indriðadóttir varamaður
 • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
 • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.

Málsnúmer Vakta málsnúmer

1.1.Alþingiskosningar 2016

Málsnúmer 201609048Vakta málsnúmer

Á fundi bæjarráðs var lagður fram stofn til kjörskrár, fyrir alþingiskosningarnar 29. október 2016.

Eftirfarandi tillaga lög fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að láta yfirfara kjörskrárstofninn og að því búnu undirrita hann og leggja fram kjörskrá, skv. lögum og reglum þar um. Kjörskrá skal leggja fram eigi síðar en 19. október.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Atvinnu- og menningarnefnd - 40

Málsnúmer 1609013Vakta málsnúmer

Til máls tóku: Guðmundur Kröyer, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 3.4 og 3.6. og bar fram fyrirspurnir. Guðmundur Kröyer, sem ræddi liði 3.4 og 3.6 og svaraði fyrirspurnum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 3.4 og 3.6 og bar fram fyrirspurn. Guðmundur Kröyer, sem ræddi lið 3.6 og svaraði fyrirspurn. Ragnhildur Rós Indriðadóttir, sem ræddi lið 3.4 og Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 3.6.

Fundargerðin lögð fram.

2.1.Fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201604089Vakta málsnúmer

Afgreiðslu atvinnu- og menningarnefndar vísað til vinnslu fjárhagsáætlunar 2017.

2.2.Egilsstaðastofa

Málsnúmer 201501023Vakta málsnúmer

Fyrir liggur samkomulag um Egilsstaðastofu frá 11. febrúar 2015. Samkomulag þetta gildir til ársloka 2016. Það skal tekið til endurskoðunar fyrir 1. október 2016 m.a. með mögulega framlengingu í huga.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að samningur um Egilsstaðastofu verði endurskoðaður með framlengingu í huga. Samþykkt að Guðmundur Sveinsson Kröyer og Ásgrímur Ásgrímsson verði fulltrúar nefndarinnar í viðræðuhópi um málið. Lagt er til að aðrir aðilar að samningnum skipi einnig fulltrúa í hópinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.3.Sjötíu ára afmæli Egilsstaðakauptúns.

Málsnúmer 201602100Vakta málsnúmer

Málið er í vinnslu.

2.4.Fagráð Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201609073Vakta málsnúmer

Fyrir liggja tilnefningar frá Listaháskóla Íslands, Listfræðafélagi Íslands og Sviðslistasambandi Íslands um fulltrúa í fagráð Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs.

Eftirfarandi tillaga lög fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að eftirfarandi verði fulltrúar í fagráði Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs til tveggja ára skv. samþykktum fyrir miðstöðina:

- Fyrir Listaháskóla Íslands, Una Þorleifsdóttir aðalmaður og Alexander Graham Roberts varamaður.
- Fyrir Listfræðafélag Íslands, Baldvina S. Sverrisdóttir aðalmaður og Magnús Gestsson varamaður.
- Fyrir Sviðslistasamband Íslands, Marta Nordal aðalmaður og Orri Huginn Ágústsson varamaður.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.5.Húsafriðunarsjóður 2016/umsókn um styrk

Málsnúmer 201607001Vakta málsnúmer

Fyrir liggur svarbréf frá Minjastofnun Íslands, dagsett 15. september 2016, við umsókn Fljótsdalshéraðs, þar sem fram kemur að sveitarfélaginu er veittur styrkur til að kanna og meta svæði sem geta komið til greina sem verndarsvæði í byggð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og fagnar styrknum og felur starfsmanni nefndarinnar að leita leiða til að koma verkefninu í framkvæmd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.6.Áfangastaðir ferðamanna á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201506057Vakta málsnúmer

Fyrir liggja tillögur starfshóps um forgangsröðun uppbyggingar áfangastaða á Fljótsdalshéraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og fagnar þeirri forgangsröðun sem birtist í tillögunum og samþykkir hana fyrir sitt leyti.

Samþykkt með handauppréttingu með 8 atkv. en 1 sat hjá (SBS).

Stefán Bogi Sveinsson gerði grein fyrir atkvæði sínu.

3.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 55

Málsnúmer 1609017Vakta málsnúmer

Til máls tók: Ragnhildur Rós Indriðadóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

3.1.Áfangastaðir ferðamanna á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201506057Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga vinnuhóps um forgangsröðun uppbyggingu áhugaverðra áfangastaða á Fljótsdalshéraði.
Nú fer að líða að því að auglýst verður eftir umsóknum um styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.
Tillaga vinnuhóps er því lögð fram til grundvallar þeirri ákvörðun er snýr að styrktarumsókn.
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og þakkar hópnum fyrir vel unnin störf.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn þá forgangsröðun sem kemur fram í skjali vinnuhópsins.
Lagt er til að sami háttur verði hafður við gerð umsóknar til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða eins og fyrir yfirstandandi ár.

Samþykkt með handauppréttingu með 8 atkv. en 1 sat hjá (SBS).

3.2.Áskorun um tiltekt

Málsnúmer 201609083Vakta málsnúmer

Lögð er fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefndina tillaga að auglýsingu, Áskorun um að fjarlægja númerslausa bíla, kerrur og fleira af almennum bílastæðum, götum og óbyggðum lóðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess í samstarfi við HAUST.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.3.Eftirlitsskýrsla HAUST/opin leiksvæði í þéttbýli Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201609070Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

3.4.Tilkynning um friðlýsingu Hússtjórnarskólans á Hallormsstað

Málsnúmer 201609072Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Sjá einnig bókun undir lið 1.4.

3.5.Tjarnarland urðunarstaður 2016

Málsnúmer 201604184Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

3.6.Umhverfis- og framkvæmdanefnd fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201605056Vakta málsnúmer

Málið er í vinnslu.

3.7.Umsókn um lóð/Hamrar 2

Málsnúmer 201607044Vakta málsnúmer

Lagt er fyrir erindi lóðarumsækjanda um skil á lóð.
Umsækjandi fyrir hönd Strandatindar ehf. hefur óskað eftir að skila lóðinni Hamrar 2 sem honum var úthlutað á fundi Umhverfis- og framkvæmdanefndar nr. 52 þann 3.8.2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að setja lóðina á lista yfir lausar lóðir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 239

Málsnúmer 1609018Vakta málsnúmer

Til máls tóku:

Fundargerðin lögð fram.

4.1.Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2017

Málsnúmer 201609035Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

4.2.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 201108127Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

5.Félagsmálanefnd - 147

Málsnúmer 1609012Vakta málsnúmer

Til máls tóku: Þórður Mar Þorsteinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 6.10 og Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 6.10.

Fundargerðin lögð fram.

5.1.Yfirlit yfir umfang og eðli barnaverndartilkynninga 2016

Málsnúmer 201605137Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

5.2.Niðurgreiðslur Fljótsdalshéraðs vegna daggæslu í heimahúsum.

Málsnúmer 201609053Vakta málsnúmer

Erindi um hækkun á niðurgreiðslu Fljótsdalshéraðs til starfandi dagmæðra var tekið til umfjöllunar í félagsmálanefnd. Niðurgreiðslur til dagmæðra hafa ekki hækkað síðan 1. janúar 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu félagsmálanefndar samþykkir bæjarstjórn 12% hækkun sem tekur gildi frá 1. október 2016. Upphæðin rúmast innan fjárhagsramma um dagvist í heimahúsum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.3.Samstarf félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs við félag eldri borgara.

Málsnúmer 201609054Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

5.4.Umsókn um leyfi sem vistforeldri

Málsnúmer 0Vakta málsnúmer

Lagt fram.

5.5.Barnaverndarmál

Málsnúmer 0Vakta málsnúmer

Lagt fram.

5.6.Barnaverndarmál

Málsnúmer 0Vakta málsnúmer

Lagt fram.

5.7.Barnaverndarmál

Málsnúmer 0Vakta málsnúmer

Lagt fram.

5.8.Barnaverndarmál

Málsnúmer 0Vakta málsnúmer

Lagt fram.

5.9.Fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201604089Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

5.10.Bakvaktir

Málsnúmer 201609078Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

6.Jafnréttisnefnd Fljótsdalshéraðs - 59

Málsnúmer 1609024Vakta málsnúmer

Til máls tók: Sigrún Blöndal, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

6.1.Landsfundur Jafnréttisnefnda 2016

Málsnúmer 201609106Vakta málsnúmer

Á fundi jafnréttisnefndar fór formaður yfir það helsta sem kom fram á landsfundi jafnréttisnefnda sem haldinn var á Akureyri 16. september.
Þar var meðal annars nokkuð fjallað um kynjaða áætlunargerð hjá sveitarfélögum, en það er hlutur sem sveitarstjórnum ber að hafa í huga við gerð fjárhagsáætlana.

Einnig var rætt um kynjafræðikennslu í skólum og nauðsyn þess að styðja við kennara í þeirra umfjöllun og kennslu um jafnréttismál.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarstjórn tekur undir með jafnréttisnefnd og beinir því til fræðslunefndar að á sameiginlegum fræðsludegi skólanna verði fenginn fyrirlesari sem fjalli um kynjafræði og kennslu í henni á leik- og grunnskólastigi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.2.Framkvæmdaáætlun jafnréttisáætlunar 2015 - 2019

Málsnúmer 201606004Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með jafnréttisnefnd og leggur til að fyrirhugaður fræðsludagur fyrir stjórnendur og kjörna fulltrúa verði haldinn nú í október. Þangað verði fengnir starfsmenn Jafnréttisstofu til að fara yfir ýmis mál sem tengjast þeirra starfsemi og snerta jafnréttismál sveitarfélaga. Mögulega mætti skipuleggja slíkan fund í tengslum við forstöðumannafund sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.3.Starfið framundan.

Málsnúmer 201501006Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

7.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 356

Málsnúmer 1609015Vakta málsnúmer

Til máls tók: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókun. Einnig ræddi hann sérstaklega liði 1.2 og 1.4.

Fundargerðin lögð fram.

7.1.Fjármál 2016

Málsnúmer 201601001Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

7.2.Fundargerð 213. fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201609085Vakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.3.Verndar- og orkunýtingaráætlun Austurlandi

Málsnúmer 201609063Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

7.4.Tilkynning um friðlýsingu Hússtjórnarskólans á Hallormsstað

Málsnúmer 201609072Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Minjastofnun Íslands, dagsett 15. september 2016 þar sem tilkynnt er um friðlýsingu Handverks- og hússtjórnarskólans á Hallormsstað. Friðlýsingin nær til ytra borðs skólahússins, ásamt upprunalegum innréttinum í vefstofu, skrifstofu skólastjóra, anddyri og svokallaðri Höll. Undanþegnar friðlýsingu eru seinni tíma viðbyggingar og múrklæðning á útveggjum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og fagnar ákvörðun um friðlýsingu þessarar merkilegu byggingar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.5.Uppbygging á innviðum fyrir rafmagnsbíla á Austurlandi

Málsnúmer 201609080Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn staðfestir bókun bæjarráðs, en að öðru leyti er málið í vinnslu.

8.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 357

Málsnúmer 1609022Vakta málsnúmer

Til máls tók: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

8.1.Fjármál 2016

Málsnúmer 201601001Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

8.2.Fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201604089Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

8.3.EBÍ Ágóðahlutagreiðsla 2016

Málsnúmer 201609110Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:00.