Lögð er fram umsókn um byggingarlóð, Hamrar 2 til byggingar einbýlishúss, umsækjandi er Strandatindur ehf. kt. 640306-0170.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.
Lagt er fyrir erindi lóðarumsækjanda um skil á lóð. Umsækjandi fyrir hönd Strandatindar ehf. hefur óskað eftir að skila lóðinni Hamrar 2 sem honum var úthlutað á fundi Umhverfis- og framkvæmdanefndar nr. 52 þann 3.8.2016.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að setja lóðina á lista yfir lausar lóðir.
Lagt er fyrir erindi lóðarumsækjanda um skil á lóð. Umsækjandi fyrir hönd Strandatindar ehf. hefur óskað eftir að skila lóðinni Hamrar 2 sem honum var úthlutað á fundi Umhverfis- og framkvæmdanefndar nr. 52 þann 3.8.2016.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að setja lóðina á lista yfir lausar lóðir.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.