Eftirlitsskýrsla HAUST/opin leiksvæði í þéttbýli Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201609070

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 55. fundur - 28.09.2016

Lögð er fram eftirlitsskýrsla HAUST, dagsett 19.9.2016. Reglubundið eftirlit Heilbrigðiseftirlits Austurlands á opnum leiksvæðum innan þéttbýlis á Fljótsdalshéraði sem fór fram 26.ágúst 2016.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að leggja til úrlausnir á þeim atriðum sem skýrslan vísar í og leggja fyrir næsta fund Umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 56. fundur - 12.10.2016

Lögð er fram eftirlitsskýrsla HAUST, dagsett 19.9.2016. Reglubundið eftirlit Heilbrigðiseftirlits Austurlands á opnum leiksvæðum innan þéttbýlis á Fljótsdalshéraði sem fór fram 26.ágúst 2016.
Á fundi Umhverfis- og framkvæmdanefndar nr. 55 var Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að leggja til úrlausnir á þeim atriðum sem skýrslan vísar í og leggja fyrir næsta fund.

Lagt er til að verkefnastjóri umhverfismála framkvæmi a.m.k. fjórar úttektir á ári í samvinnu við Þjónustumiðstöð Fljótsdalshéraðs á leiksvæðum og leiktækjum í eigu Fljótsdalshéraðs, úttektarblað og niðurstaða skulu skjalfærð og afhend HAUST til umsagna.
Meðfylgjandi er samantekt á athugasemdum unnin af verkefnisstjóra umhverfismála.
Einnig er samþykkt að fara í lagfæringar sem allra fyrst með vísan í samantekt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 245. fundur - 19.10.2016

Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar var lögð fram eftirlitsskýrsla HAUST, dagsett 19.9. 2016. Reglubundið eftirlit Heilbrigðiseftirlits Austurlands á opnum leiksvæðum innan þéttbýlis á Fljótsdalshéraði sem fór fram 26. ágúst 2016.
Á fundi Umhverfis- og framkvæmdanefndar nr. 55 var Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að leggja til úrlausnir á þeim atriðum sem skýrslan vísar í og leggja fyrir næsta fund.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnastjóri umhverfismála framkvæmi a.m.k. fjórar úttektir á ári, í samvinnu við Þjónustumiðstöð Fljótsdalshéraðs, á leiksvæðum og leiktækjum í eigu Fljótsdalshéraðs. Úttektarblað og niðurstaða skulu skjalfærð og afhend HAUST til umsagna.
Einnig er samþykkt að fara í lagfæringar sem allra fyrst, með vísan í samantekt á athugasemdum sem unnin var af verkefnisstjóra umhverfismála.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.