Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

245. fundur 19. október 2016 kl. 17:00 - 18:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir forseti
  • Sigrún Blöndal 1. varaforseti
  • Stefán Bogi Sveinsson 2. varaforseti
  • Gunnar Jónsson aðalmaður
  • Þórður Mar Þorsteinsson bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer bæjarfulltrúi
  • Árni Kristinsson bæjarfulltrúi
  • Páll Sigvaldason bæjarfulltrúi
  • Gunnar Þór Sigbjörnsson varamaður
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 358

Málsnúmer 1610002F

Til máls tók: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókun.

Fundargerðin staðfest.

1.1.Fjármál 2016

Málsnúmer 201601001

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

1.2.Fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201604089

Í vinnslu.

1.3.Fundargerð 214. fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201610009

Lagt fram til kynningar.

1.4.Fundargerðir framkvæmdastjórnar Skólaskrifstofu Austurlands 2016

Málsnúmer 201601120

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

1.5.Aðalfundur Heilbrigðisnefndar Austurlands 2016

Málsnúmer 201610015

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

1.6.Starfsmannamál

Málsnúmer 201610013

Í bæjarráði var lagt fram bréf frá Unnari Geir Unnarssyni forstöðumanni menningarmiðstöðvarinnar, þar sem hann segir upp starfi sínu miðað við næstu áramót.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að láta auglýsa starfið.
Jafnframt er Unnari Geir þökkuð góð störf hans fyrir sveitarfélagið og honum óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 359

Málsnúmer 1610011F

Til máls tók: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókun.
Einnig ræddi hann sérstaklega lið 2.8. Guðmundur S. Kröyer, sem ræddi lið 2.8. Sigrún Blöndal, sem ræddi lið 2.8. Gunnar Þór Sigbjörnsson, sem ræddi lið 2.8. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 2.8. og Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 2.8.

Fundargerðin staðfest.

2.1.Fjármál 2016

Málsnúmer 201601001

Lagt fram til kynningar.

2.2.Fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201604089

Fjárhagsáætlunin er áfram í vinnslu.

2.3.Brunavarnir á Héraði stjórnarfundargerð 10.10. 2016 og fjárhagsáætlun fyrir 2017

Málsnúmer 201610024

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.4.Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2016

Málsnúmer 201605076

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að senda fagnefndum sveitarfélagsins samþykktir aðalfundarins til kynningar og umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.5.Framkvæmd laga um almennar íbúðir

Málsnúmer 201610022

Málið er áfram í vinnslu hjá bæjarráði.

2.6.Fundir með nágrannasveitarfélögum

Málsnúmer 201610027

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

2.7.Starfsmannamál 2016

Málsnúmer 201603119

Til kynningar.

2.8.Menningarhús á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201103185

Lögð fram viljayfirlýsing Mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Fljótsdalshéraðs um uppbyggingu menningarhúss á Egilsstöðum, sem undirrituð var nýlega.
Um er að ræða uppbyggingu í sláturhúsinu og viðbyggingu við safnahúsið á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og fagnar þessum áfanga, en unnið hefur verið að undirbúningi þessa um langt skeið og byggir á samþykkt ríkisvaldsins um uppbyggingu menningarhúsa á landsbyggðinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 56

Málsnúmer 1610009F

Til máls tók: Árni Kristinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin staðfest.

3.1.Aðkoma og græn svæði á Egilsstöðum og Fellabæ

Málsnúmer 201609049

Í vinnslu.

3.2.Fundargerð 131. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands

Málsnúmer 201609097

Lagt fram til kynningar.

3.3.Hólshjáleiga - Lóðarblað

Málsnúmer 201605163

Lagt var fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd ákvörðun um stofnun lóðar úr landi Hólshjáleigu.
Meðfylgjandi var lóðarblað sem sýnir stærð, staðsetningu og hnit lóðarinnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.4.Svæðisskipulag Austurlands

Málsnúmer 201603137

Óskað hefur verið eftir tilnefningu varamanns í svæðisskipulagsnefnd.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að Esther Kjartansdóttir verði varamaður í svæðisskipulagsnefnd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.5.Umhverfis- og framkvæmdanefnd fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201605056

Í vinnslu.

3.6.Umsókn um byggingarleyfi / Selás 23

Málsnúmer 201604058

Lagt er fram erindi lóðarhafa Selás 23, tillögu að breytingum á húsnæði.
Nýja tillagan stækkar húsið úr 112 m2 upp í 225 m2, þar af er 80 m2 stækkun á grunnfleti og 33 m2 í risinu sunnan megin þar sem hæðin er yfir 180 cm.
Meðfylgjandi eru greinargerð og myndir lóðarhafa sem sýnir umrædda stækkun.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að senda erindið í grenndarkynningu skv.44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 þegar nánari gögn hafa borist.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.7.Eftirlitsskýrsla HAUST/opin leiksvæði í þéttbýli Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201609070

Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar var lögð fram eftirlitsskýrsla HAUST, dagsett 19.9. 2016. Reglubundið eftirlit Heilbrigðiseftirlits Austurlands á opnum leiksvæðum innan þéttbýlis á Fljótsdalshéraði sem fór fram 26. ágúst 2016.
Á fundi Umhverfis- og framkvæmdanefndar nr. 55 var Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að leggja til úrlausnir á þeim atriðum sem skýrslan vísar í og leggja fyrir næsta fund.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnastjóri umhverfismála framkvæmi a.m.k. fjórar úttektir á ári, í samvinnu við Þjónustumiðstöð Fljótsdalshéraðs, á leiksvæðum og leiktækjum í eigu Fljótsdalshéraðs. Úttektarblað og niðurstaða skulu skjalfærð og afhend HAUST til umsagna.
Einnig er samþykkt að fara í lagfæringar sem allra fyrst, með vísan í samantekt á athugasemdum sem unnin var af verkefnisstjóra umhverfismála.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.8.Samningur Minjasafns Austurlands um geymslu muna í Tjarnarási 9

Málsnúmer 201506112

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.

4.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 240

Málsnúmer 1610005F

Til máls tóku: Sigrún Blöndal, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin staðfest.

4.1.Skóladagatal Tónlistarskólans í Fellabæ 2016-2017

Málsnúmer 201606020

Lagt fram til kynningar.

4.2.Erindi frá foreldraráðum leikskóla Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201610016

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu til bæjarráðs til afgreiðslu fjárhagsáætlunar til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.3.Egilsstaðaskóli - nemendamál

Málsnúmer 201610017

Ruth Magnúsdóttir skólastjóri kynnti málið fyrir fræðslunefnd og lagði fram beiðni um heimild til ráðningar vegna aukinnar, ófyrirséðrar stuðningsþarfar. Um er að ræða u.þ.b. 65% stöðuhlutfall sem þyrfti að bregðast við sem fyrst.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu fræðslunefndar samþykkir bæjarstjórn framangreinda beiðni. Leitast verður við að viðbótarkostnaður rúmist innan fjárhagsáætlunar skólans.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.4.Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2017

Málsnúmer 201609035

Fyrirliggjandi eru drög að fjárhagsáætlun fræðslusviðs fyrir árið 2017 og er þeim vísað til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir tillögur fræðslunefndar um að áætlunin geri ráð fyrir 3% hækkun tónlistarskólagjalda, leikskólagjalda og gjalda fyrir frístund. Jafnframt er gert ráð fyrir 2,5% hækkun fæðiskostnaðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.5.Skólaakstur 2016-2017

Málsnúmer 201609036

Afgreiðsla fræðslunefndar staðfest.

4.6.Fræðslusvið - launaþróun 2016

Málsnúmer 201604040

Lagt fram til kynningar.

4.7.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 201108127

Til kynningar.

5.Íþrótta- og tómstundanefnd - 24

Málsnúmer 1609014F

Til máls tóku: Þórður Mar Þorsteinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 5.1.

Fundargerðin staðfest.

5.1.Fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201604089

Fjárhagaáætlun íþrótta- og tómstundanefndar vísað til endanlegrar gerðar fjárhagsáætlunar 2017.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögur íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að gjaldskrá íþróttamiðstöðvarinnar hækki um 3% frá 1. janúar 2017.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.2.Fundargerð samráðsnefndar um skíðasvæðið í Stafdal, frá 31. ágúst 2016

Málsnúmer 201608121

Afgreiðsla íþrótta- og tómstundanefndar staðfest.

5.3.Fundargerð vallaráðs frá 5. september 2016

Málsnúmer 201609013

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa fundargerðinni til umfjöllunar í umhverfis- og framkvæmdarnefnd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.4.Styrkbeiðni frá Körfuknattleiksdeild Hattar

Málsnúmer 201608002

Fyrir liggur beiðni um styrk, dagsett 30. júlí 2016, frá Körfuknattleiksdeild Hattar. Málið var áður á dagskrá íþrótta- og tómstundanefndar 24. ágúst 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar hafnar bæjarstjórn styrkbeiðninni, þar sem ekki er gert ráð fyrir að einstaka deildir innan Hattar séu styrkar til reksturs deilda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.5.Heilsueflandi samfélag

Málsnúmer 201609075

Í vinnslu.

6.Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 52

Málsnúmer 1610001F

Til máls tóku: Sigrún Blöndal, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi fundargerðina og skipan ráðsins og Sigrún Blöndal, sem ræddi skipan ráðsins.

Fundargerðin staðfest.

6.1.Kynning á hlutverki ungmennaráðs

Málsnúmer 201610001

Fram kemur í fundargerð ungmennaráðs að fastur fundartími ráðsins í vetur verði kl. 16.30 fyrsta fimmtudag í mánuði.

6.2.Kosning formanns og varaformanns ungmennaráðs 2016-2017

Málsnúmer 201610002

Fram kemur að Rebekka Karlsdóttir var kosin formaður ungmennaráðs og Aron Steinn Halldórsson varaformaður.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn óskar nýkjörnum formanni og varaformanni ungmennaráðs til hamingju og óskar þeim velfarnaðar í sínum störfum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.3.Ungmennaþing 2016

Málsnúmer 201511089

Lagt fram til kynningar.

6.4.Frítíminn er okkar fag - Stefnumótun í æskulýðsmálum 2014-2018

Málsnúmer 201509121

Á fundi ungmennaráðs 20. apríl 2016 var þess óskað að ráðið fengi að tilnefna fulltrúa í starfshóp um gerð æskulýðsstefnu fyrir sveitarfélagið.
Á fundi bæjarstjórnar 1. júní 2016 var tekið undir tillögu íþrótta og tómstundanefndar um að ungmennaráðið tilnefni á næsta fundi sínum fulltrúa í starfshópinn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir tillögu ungmennaráðs um að Rebekka Karlsdóttir verði fulltrúi ungmennaráðs í starfshópnum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:00.