Samningur Minjasafns Austurlands um geymslu muna í Tjarnarási 9

Málsnúmer 201506112

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 41. fundur - 24.02.2016

Erindi dagsett 06.01.2016 þar sem Elsa Guðný Björgvinsdóttir f.h. Minjasafns Austurlands fer þess á leit að gerðar verði nauðsynlegar úrbætur á húsnæðinu að Tjarnarási 9.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela starfsmanni að láta taka saman þær úrbætur sem þarf og gera kostnaðaráætlun fyrir þær.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 56. fundur - 12.10.2016

Lagt er fram erindi Elsu Guðnýu Björgvinsdóttur, safnstjóra Minjasafns Austurlands.
Í ljósi þess að rýmið að Tjarnarási hefur ekki nýst Minjasafninu sem skyldi er hér með óskað eftir því að safnið fái endurgreidda þá leigu sem greidd hefur verið fram að þessu og jafnframt að safnið þurfi ekki að greiða leigu af húsnæðinu fyrr en viðgerðum á því er lokið.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að ekki verði innheimt leiga af geymsluhúsnæðinu frá og með 12. október til þess dags sem viðgerðum verði lokið.
Skipulags- og byggingarfulltrúa og fjármálastjóra falin úrlausn þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 245. fundur - 19.10.2016

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 60. fundur - 14.12.2016

Lagt er fyrir nefndina staða á viðgerðum þak húsnæðis Tjarnarás 9.
Viðgerðum á þakhluta sem Minjasafn Austurlands leigir af Fljótsdalshéraði er lokið.

Í ljósi þess að viðgerðum á þakhluta Minjasafns Austurlands að Tjarnarási 9 er lokið samþykkir Umhverfis- og framkvæmdanefnd að fela fjármálastjóra að innheimta leigu samkvæmt samningi að nýju, leiga greiðist frá og með 1.janúar 2017.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 367. fundur - 19.12.2016

Lögð er fyrir nefndina staða á viðgerðum þaks húsnæðisins að Tjarnarás 9.
Viðgerðum á þakhluta sem Minjasafn Austurlands leigir af Fljótsdalshéraði er lokið.

Í ljósi þess að viðgerðum á þakhluta Minjasafns Austurlands að Tjarnarási 9 er lokið samþykkir bæjarráð að fela bæjarstjóra að ganga frá samkomulagi við Minjasafnið um leigugreiðslur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.