Umhverfis- og framkvæmdanefnd

41. fundur 24. febrúar 2016 kl. 17:00 - 20:35 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ragna Einarsdóttir aðalmaður
  • Þórhallur Borgarson varamaður
  • Ómar Þröstur Björgólfsson
  • Freyr Ævarsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Ómar Þröstur Björgólfsson
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta einum lið við dagskrána "Loftlagsverkefni Landverndar" og verður sá liður númer 19 í dagskránni.

1.Ormahreinsun

Málsnúmer 201501269

Til umræðu er ormahreinsun hunda á Fljótsdalshéraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að í stað þess að auglýsa ormahreinsun gæludýra þá verði skráðum hunda- og kattaeigendum sent bréf með góðum fyrirvara þar sem gefnar eru upp tímasetningar ormahreinsunar. Nefndin samþykkir að listi yfir skráningarskyld dýr verði aðgengilegur á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Viðhaldsverkefni fasteigna 2016

Málsnúmer 201602117

Til umræðu eru viðhaldsverkefni fasteigna 2016.

Í vinnslu

3.Landbúnaðarmál 2016

Málsnúmer 201602119

Til umræðu eru ýmis mál sem snerta landbúnað, fjallskil, girðingamál o.fl.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela starfsmanni að boða alla fjallskilastjóra til fundar um fyrirkomulag fjallskilamála.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

4.Svæðisáætlun um meðferð úrgangs

Málsnúmer 201602120

Erindi dagsett 12.02.2016 þar sem Helga Hreinsdóttir f.h. Heilbrigðiseftirlits Austurlands óskar eftir upplýsingum um hvort hafin sé vinna við gerð svæðisáætlunar um meðferð úrgangs skv. ákvæðum laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs með áorðnum breytingum skv. lögum nr. 63/2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Þar sem ekki er hafin vinna við endurskoðun svæðisáætlunar um meðferð úrgangs, þá samþykkir umhverfis-og framkvæmdanefnd að hafin verði vinna við endurskoðunina í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Austurlands.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

5.Fundargerð 127. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands

Málsnúmer 201602094

Lögð er fram 127. fundargerð Heilbrigðisnefndar Austurlands dagsett 10. febrúar 2016.

Lagt fram til kynningar.

6.Uppsalir í Eiðaþinghá Aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 201411045

Lögð er fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, Sveitarfélagsuppdráttur A. Tillagan er sett fram á uppdrætti ásamt greinargerð dags. 12. febrúar 2016 og felur m.a. í sér að íbúðabyggð kemur í stað frístundabyggðar en jafnframt er heildarumfang byggðar minnkað. Tillagan hefur verið kynnt samkvæmt 30.gr.Skipulagslaga nr.123/2010.
Brugðist hefur verið við þeim athugasemdum sem bárust.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til við bæjarstjórn að hún verði auglýst skv.31.gr. skipulagslaga nr.123/2010, geri Skipulagsstofnun ekki athugasemd við tillöguna skv.30.gr.Skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Uppsalir deiliskipulag 2015

Málsnúmer 201502061

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Uppsali Fljótsdalshéraði, deiliskipulagsmörkin eru eins og sýnt er á tillögunni. Tillagan er sett fram á uppdrætti dags. 08.11.2014 og í greinargerð dags. 18.02.2015 og felur m.a. í sér skipulag fyrir 16 íbúðahúsalóðir. Tillagan hefur verið kynnt samkvæmt 40. gr. Skipulagslaga nr.123/2010.
Brugðist hefur verið við þeim athugasemdum sem bárust.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis-og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til við bæjarstjórn að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan verði auglýst samhliða auglýsingu á aðalskipulagsbreytingu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Tillaga til þingsályktunar um notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttavöllum 328. mál.

Málsnúmer 201602105

Erindi í tölvupósti dagsett 16. febrúar 2016 þar sem Sigrún Helga Sigurjónsdóttir f.h. nefndasviðs Alþingis óskar eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttavöllum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

9.Húsfélagið Hömrum 7, vegna vatnsveðurs 28.12.2015

Málsnúmer 201602114

Erindi í tölvupósti dagsett 15.02.2016 þar sem Guðlaug Ólafsdóttir f.h. stjórnar Húsfélagsins Hömrum 7 óskar eftir að skoðað verði hvort áformað sé að gera einhverjar ráðstafanir vegna vatns sem flæddi inn í kjallara hússins í vatnsveðrinu 28. og 29. desember 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að vísa erindinu til vinnu um úrbætur á lögnum og afvötnun svæða. Tekin verður ákvörðun um úrbætur þegar þeirri vinnu líkur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

10.Fundargerðir Náttúrustofu Austurlands 2016

Málsnúmer 201602087

Lögð er fram fundargerð 1. fundar Náttúrustofu Austurlands dagsett 5. janúar 2016.

Lagt fram til kynningar.

11.Landbótasjóður 2016

Málsnúmer 201602085

Lögð er fram fundargerð 76. fundar Landbótasjóðs Norðurhéraðs dagsett 21.01.2016 og 77. fundar dagsett 03.02.2016 ásamt ársreikningi 2015.

Lagt fram til kynningar.

12.Gatnagerðargjöld tímabundinn afsláttur

Málsnúmer 201601068

Til umræðu er sá möguleiki að gefa tímabundinn afslátt af gatnagerðargjöldum á óbyggðum lóðum á tilteknum svæðum. Bæjarstjórn samþykkti að fela umhverfis- og framkvæmdanefnd að fara yfir málið og gera tillögu að mögulegri málsmeðferð. málið var áður á dagskrá 10.02.2016. Fyrir liggja upplýsingar um óbyggðar lóðir í sveitarfélaginu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að nýtt verði ákvæði í lögum um gatnagerðargjöld, til lækkunar gatnagerðargjalda á öllum óbyggðum íbúðarhúsalóðum í þéttbýlinu við Fljótið og á Hallormsstað. Lækkunin verði 50% af reiknuðum gatnagerðargjöldum, heimildin gildi frá 5. mars til 31. desember 2016. Heimild þessi er ekki afturvirk.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

13.Dekkjakurl á knattspyrnuvöllum og sparkvöllum

Málsnúmer 201602118

Lögð er fram bókun stjórnar yngri flokka knattspyrnudeildar Hattar dagsett 17. febrúar 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd bendir á að endurnýjun á dekkjakurli í knattspyrnuvöllum og sparkvöllum er í athugun með tilliti til skaðsemi. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að málefni gervigrasvallanna verði tekið upp á vettvangi Sambands Íslenskra sveitarfélaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Samningur Minjasafns Austurlands um geymslu muna í Tjarnarási 9

Málsnúmer 201506112

Erindi dagsett 06.01.2016 þar sem Elsa Guðný Björgvinsdóttir f.h. Minjasafns Austurlands fer þess á leit að gerðar verði nauðsynlegar úrbætur á húsnæðinu að Tjarnarási 9.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela starfsmanni að láta taka saman þær úrbætur sem þarf og gera kostnaðaráætlun fyrir þær.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

15.Miðás 17 skil á lóð

Málsnúmer 201602129

Erindi dagsett 18.02.2016 þar sem Þuríður Ingólfsdóttir f.h. Héraðsverks ehf. kt. 680388-1489 óskar eftir að skila inn lóðinni Miðás 17.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að afgreiða málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

16.Miðás 39 skil á lóð

Málsnúmer 201602130

Erindi dagsett 19.02.2016 þar sem Þröstur Stefánsson f.h. Þ.S. Verktaka ehf. kt. 410200-3250 óskar eftir að skila inn lóðinni Miðás 39.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að afgreiða málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

17.Umsókn um lóð

Málsnúmer 201602131

Erindi dagsett 19.02.2016 þar sem Þuríður Ingólfsdóttir f.h. Héraðsverks ehf. kt. 680388-1489 sækir um lóðina Miðás 39 sem geymslulóð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að úthluta lóðinni til Héraðsverks ehf.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

18.Umsókn um lóð

Málsnúmer 201602132

Erindi dagsett 19.02.2016 þar sem Þröstur Stefánsson f.h. Kraftís ehf. kt. 690606-2320 sækir um lóðina Miðás 17 til byggingar sandgeymslu eða samsvarandi byggingu. Einnig er fyrirhugað að nýta hluta lóðarinnar sem geymslulóð samkvæmt skilgreiningu í gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að úthluta lóðinni til Kraftís ehf.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

19.Loftslagsverkefni Landverndar

Málsnúmer 201411111

Erindi frá Landvernd dagsett 20.11.2014 þar sem sveitarfélaginu er boðin þátttaka í loftslagsverkefni Landverndar. Málið var áður á dagskrá 26.11.2014.
Fyrirhugað er að halda kynningarfund um málið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að haldinn verði íbúafundur þar sem loftslagsverkefnið verði kynnt. Stefnt skal á að halda fundinn fimmtudaginn 17. mars 2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 20:35.