Aðalskipulagsbreyting, Uppsalir í Eiðaþinghá

Málsnúmer 201411045

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 11. fundur - 12.11.2014

Erindi dagsett 06.11.2014 þar sem Þórhallur Pálsson fyrir hönd landeigenda jarðarinnar Uppsala, fer þess á leit að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, á þann hátt að reitur merktur F57 verði felldur út og að reitur B15 verði stækkaður til austurs og nái einnig yfir það svæði sem F57 er nú á.
Ágústa Björnsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fresta afgreiðslu til næsta reglulega fundar

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 12. fundur - 26.11.2014

Erindi dagsett 06.11.2014 þar sem Þórhallur Pálsson fyrir hönd landeigenda jarðarinnar Uppsala, fer þess á leit að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, á þann hátt að reitur merktur F57 verði felldur út og að reitur B15 verði stækkaður til austurs og nái einnig yfir það svæði sem F57 er nú á.
Málið var áður á dagskrá 12.11.2014


Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir ofangreinda breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að hefja vinnu við aðalskipulagsbreytinguna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 208. fundur - 03.12.2014

Erindi dagsett 06.11. 2014 þar sem Þórhallur Pálsson fyrir hönd landeigenda jarðarinnar Uppsala, fer þess á leit að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, á þann hátt að reitur merktur F57 verði felldur út og að reitur B15 verði stækkaður til austurs og nái einnig yfir það svæði sem F57 er nú á.
Málið var áður á dagskrá 12.11. 2014


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn ofangreinda breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að hefja vinnu við aðalskipulagsbreytinguna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Náttúruverndarnefnd - 2. fundur - 12.01.2015

Óskað er eftir umsögn náttúruverndarnefndar um erindi dagsett 06.11.2014 þar sem Þórhallur Pálsson fyrir hönd landeigenda jarðarinnar Uppsala, fer þess á leit að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, á þann hátt að reitur merktur F57 verði felldur út og að reitur B15 verði stækkaður til austurs og nái einnig yfir það svæði sem F57 er nú á.

Náttúruverndarnefnd gerir ekki athugasemdir við aðalskipulagsbreytinguna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 21. fundur - 08.04.2015

Lögð er fram skipulagslýsing fyrir Uppsali, Fljótsdalshéraði vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og gerð deiliskipulags fyrir sama svæði, samkvæmt 30.gr.skipulagslaga nr.123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða skipulagslýsingu og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að kynna hana samkvæmt 30.gr.Skipulagslaga nr.123/2010

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 215. fundur - 15.04.2015

Lögð er fram skipulagslýsing fyrir Uppsali, Fljótsdalshéraði vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og gerð deiliskipulags fyrir sama svæði, samkvæmt 30.gr.skipulagslaga nr.123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða skipulagslýsingu og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að kynna hana samkvæmt 30. gr. Skipulagslaga nr.123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Náttúruverndarnefnd - 3. fundur - 22.04.2015

Lögð er fram skipulagslýsing fyrir Uppsali, Fljótsdalshéraði vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og gerð deiliskipulags fyrir sama svæði.

Náttúruverndarnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða breytingu á Aðalskipulagi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 41. fundur - 24.02.2016

Lögð er fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, Sveitarfélagsuppdráttur A. Tillagan er sett fram á uppdrætti ásamt greinargerð dags. 12. febrúar 2016 og felur m.a. í sér að íbúðabyggð kemur í stað frístundabyggðar en jafnframt er heildarumfang byggðar minnkað. Tillagan hefur verið kynnt samkvæmt 30.gr.Skipulagslaga nr.123/2010.
Brugðist hefur verið við þeim athugasemdum sem bárust.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til við bæjarstjórn að hún verði auglýst skv.31.gr. skipulagslaga nr.123/2010, geri Skipulagsstofnun ekki athugasemd við tillöguna skv.30.gr.Skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 233. fundur - 02.03.2016

Lögð er fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, Sveitarfélagsuppdráttur A. Tillagan er sett fram á uppdrætti ásamt greinargerð dags. 12. febrúar 2016 og felur m.a. í sér að íbúðabyggð kemur í stað frístundabyggðar en jafnframt er heildarumfang byggðar minnkað. Tillagan hefur verið kynnt samkvæmt 30.gr. Skipulagslaga nr.123/2010.
Brugðist hefur verið við þeim athugasemdum sem bárust.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu og að hún verði auglýst skv.31.gr. skipulagslaga nr.123/2010, geri Skipulagsstofnun ekki athugasemd við tillöguna skv.30.gr.Skipulagslaga.

Samþykkt með 8 atkv. en 1 sat hjá (SB)

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 48. fundur - 24.05.2016

Lögð er fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, Sveitarfélagsuppdráttur A. Tillagan er sett fram á uppdrætti ásamt greinargerð dags. 12. febrúar 2016 og felur m.a. í sér að íbúðabyggð kemur í stað frístundabyggðar en jafnframt er heildarumfang byggðar minnkað.
Tillagan var auglýst 6.apríl 2016 í lögbirting.
Frestur til athugasemda var til fimmtudagsins 19.maí 2016. Ein athugasemd barst á kynningartíma frá Philip Vogler, ódagsett en móttekin 23.mars 2016.


Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur fram eftirfarandi bókun við athugasemdum/ábendingum Philips Vogler:

Umhverfis og framkvæmdanefnd hefur móttekið athugasemdir/ábendingar þínar sem lagðar voru fram í tengslum við auglýsingu tillögu að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs vegna Uppsala í Eiðaþinghá. Nefndin tekur undir þau sjónarmið sem sett eru fram í bréfinu um að huga þurfi betur að aðgengi gangandi, hjólandi og ríðandi vegfarenda í nágrenni við þéttbýlið á Egilsstöðum og í Fellabæ. Nefndin telur þó ekki tímabært að færa leiðir meðfram þjóðvegum utan þéttbýlisins fyrir þessa vegfarendur inn í skipulag fyrr en kerfi slíkra leiða hefur verið skoðað í heild. Búast má við að innan fárra ára verði ráðist í endurskoðun aðalskipulagsins og gefst þá gott tækifæri til að taka þessi mál til skoðunar. Stofnaður hefur verið vinnuhópur um gerð þemakorts um gönguleiðir við og í þéttbýlinu við Fljótið. Nefndin væntir þess að niðurstöður hópsins verði mjög gagnlegar þegar kemur að endurskoðun aðalskipulagsins, deiliskipulagsgerð og framkvæmdaáætlunum og samþykkir að vísa athugasemdinni til vinnuhópsins til frekari skoðunar og úrvinnslu. Nefndin þakkar þá brýningu sem í athugasemdinni felst og ítrekar að hún er sammála þeim meginsjónarmiðum sem þar koma fram.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 239. fundur - 01.06.2016

Lögð er fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, Sveitarfélagsuppdráttur A. Tillagan er sett fram á uppdrætti ásamt greinargerð dags. 12. febrúar 2016 og felur m.a. í sér að íbúðabyggð kemur í stað frístundabyggðar en jafnframt er heildarumfang byggðar minnkað.
Tillagan var auglýst 6. apríl 2016 í Lögbirtingi.
Frestur til athugasemda var til fimmtudagsins 19. maí 2016. Ein athugasemd barst á kynningartíma frá Philip Vogler, ódagsett en móttekin 23.mars 2016.


Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur fram eftirfarandi bókun við athugasemdum/ábendingum Philips Vogler:

Umhverfis og framkvæmdanefnd hefur móttekið athugasemdir/ábendingar þínar sem lagðar voru fram í tengslum við auglýsingu tillögu að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs vegna Uppsala í Eiðaþinghá. Nefndin tekur undir þau sjónarmið sem sett eru fram í bréfinu um að huga þurfi betur að aðgengi gangandi, hjólandi og ríðandi vegfarenda í nágrenni við þéttbýlið á Egilsstöðum og í Fellabæ. Nefndin telur þó ekki tímabært að færa leiðir meðfram þjóðvegum utan þéttbýlisins fyrir þessa vegfarendur inn í skipulag fyrr en kerfi slíkra leiða hefur verið skoðað í heild. Búast má við að innan fárra ára verði ráðist í endurskoðun aðalskipulagsins og gefst þá gott tækifæri til að taka þessi mál til skoðunar. Stofnaður hefur verið vinnuhópur um gerð þemakorts um gönguleiðir við og í þéttbýlinu við Fljótið. Nefndin væntir þess að niðurstöður hópsins verði mjög gagnlegar þegar kemur að endurskoðun aðalskipulagsins, deiliskipulagsgerð og framkvæmdaáætlunum og samþykkir að vísa athugasemdinni til vinnuhópsins til frekari skoðunar og úrvinnslu. Nefndin þakkar þá brýningu sem í athugasemdinni felst og ítrekar að hún er sammála þeim meginsjónarmiðum sem þar koma fram.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til meðferðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.