Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

239. fundur 01. júní 2016 kl. 17:00 - 18:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Blöndal forseti
  • Anna Alexandersdóttir 1. varaforseti
  • Gunnar Jónsson forseti
  • Þórður Mar Þorsteinsson bæjarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson bæjarfulltrúi
  • Árni Kristinsson bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer bæjarfulltrúi
  • Páll Sigvaldason bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Kristjana Jónsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri
Klukkan 16:00 tók bæjarstjórn á móti keppendum í Útsvarsliði Fljótsdalshéraðs. Voru þeim færðar þakkir fyrir frábæra frammistöðu í keppni vetrarins. Við sama tækifæri afhenti liðið bæjarstjóra Ómarsbjölluna til varðveislu, auk þess sem þau tilkynntu að verðlaunafé frá RÚV skuli renna til geðræktarmiðstöðvarinnar Ásheima.

1.

Málsnúmer

1.1.Klettasel 1 - 6, umsókn um lóð

Málsnúmer 201602153

Í vinnslu.

1.2.Beiðni um styrk vegna æskulýðsstarfsemi Freyfaxa

Málsnúmer 201604165

Fyrir liggur styrkumsókn frá Freyfaxa vegna æskulýðsstarfsemi félagsins. Einnig starfsskýrsla æskulýðsnefndar fyrir árið 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að Freyfaxi verði styrktur um kr. 120.000 vegna æskulýðsstarfsemi sem tekið verði af lið 0689.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.3.Beiðni um styrk vegna kjördæmamóts í bridge á Hallormsstað

Málsnúmer 201605116

Fyrir liggur tölvupóstur dagsettur 5. maí 2016, frá Guttormi Kristmannssyni, f.h. Bridgesambands Austurlands, þar sem óskað er eftir styrk vegna kjördæmamóts í bridge á Hallormsstað dagana 21. - 22. maí.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt um kr. 30.000 sem tekið verði af lið 0689.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.4.Fundargerð samráðsnefndar um skíðasvæðið í Stafdal 10. maí 2016

Málsnúmer 201605095

Lagt fram til kynningar.

1.5.Selskógur, útivistarsvæði

Málsnúmer 201604138

Til umræðu á fundi íþrótta- og tómstundanefndar voru hugmyndir um Selskóg sem útivistarsvæði, m.a. hugmyndir sem komið hafa fram á vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað. Málið var einnig á dagskrá síðasta fundi nefndarinnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn telur verkefni áhugavert og leggur til að málinu verði vísað til umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem fer með opin svæði í umsjón sveitarfélagsins, í tengslum við aðra vinnu við Selskóg.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.6.Frítíminn er okkar fag - Stefnumótun í æskulýðsmálum 2014-2018

Málsnúmer 201509121

Á fundi bæjarstjórnar 4. maí 2016 var eftirfarandi bókun ungmennaráðs, frá 20. apríl 2016, varðandi skipan í starfshóp um æskulýðsstefnu sveitarfélagsins, beint til íþrótta- og tómstundanefndar: "Þar sem ungmennaráðið telur sig hafa töluverða innsýn í málefni ungs fólks, óskar ráðið eftir að fá að tilnefna fulltrúa í starfshópinn og mun gera það á næsta fundi ráðsins ef beiðni kemur um slíkt."

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd, þakkar ungmennaráði ábendinguna og leggur til að á næsta fundi ráðsins verði fulltrúi þessi tilnefndur í starfshóp um æskulýðsstefnu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.7.Bókun frjálsíþróttadeildar Hattar vegna undirbúningsvinnu við byggingu fimleikahúss

Málsnúmer 201605009

Fyrir liggur bókun aðalfundar frjálsíþróttadeildar Hattar frá 14. mars 2016 þar sem fram koma óskir um að í tengslum við undirbúningsvinnu við byggingu fimleikahúss verði gert ráð fyrir að í nánustu framtíð komist einnig fyrir innan húsnæðisins æfingaaðstaða fyrir frjálsíþróttafólk, með tartanbrautum, langstökksgryfju og kastaðstöðu.

Lagt fram til kynningar.

2.Íþrótta- og tómstundanefnd - 21

Málsnúmer 1605012

Til máls tóku: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.
Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 6.1, 6.2 og 6.8 og Árni Kristinsson, sem ræddi lið 6.2.

Fundargerðin lögð fram.

2.1.Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2016

Málsnúmer 201605076

Í vinnslu.

2.2.Aðveitustöð við Grímsá

Málsnúmer 201605128

Lagt er fram erindi Rarik sent í tölvupósti þann 20. maí 2016.
Hugmynd Rarik er strenglögn við Grímsárvirkjun við nýja aðveitustöð. Gamlar loftlínur yfir Gilsárgilið verða lagðar niður, í staðinn verða strengdir stálvírar yfir gilið sem munu bera strengina sem koma í stað línanna. Sjá meðfylgjandi teikningu sem sýnir drög að staðsetningu strengjanna.
Að sögn Rarik gera landeigendur ekki athugasemdir við þessa framkvæmd.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar gerir bæjarstjórn ekki athugasemd við framlagða tillögu og gefur því heimild til framkvæmda þegar undirritað samþykki hagsmunaaðila berst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.3.Almenningssamgöngur 2016

Málsnúmer 201601057

Lagt fram til kynningar.

2.4.Umsókn um nýtt rekstrarleyfi /heimagisting að Stekkjartröð

Málsnúmer 201605048

Bókun afgreiðslufundar byggingafulltrúa er lögð fram til kynningar.

2.5.Urriðavatnssund /umsókn um styrk

Málsnúmer 201605093

Fyrir liggur styrkumsókn frá Urriðavatnssundi vegna sundkeppni í samnefndu vatni.

Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt um kr. 50.000 sem tekið verði af lið 0689.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.6.Tunguás

Málsnúmer 201605074

Lagt er fram erindi LEX lögmannsstofu Umsóknir um skiptingu Tunguáss, landnr. 156861 f.h. lóðarhafa Tunguáss 1,2,3,4,5,5a,6,11 og 12 dags. 4. maí 2016 þar sem óskað er eftir stofnun þeirra lóða með vísun í dóm Hæstaréttar nr.509/2015.
Meðfylgjandi erindi eru Umsóknir um stofnun fasteigna í fasteignaskrá - ný lóð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdarnefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og felur starfsmanni úrvinnslu umsókna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.7.Torfærubraut fyrir reiðhjól í Selskógi

Málsnúmer 201604011

Lagt er fram að nýju hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað dags. 31.03. 2016 um torfærubraut fyrir reiðhjól í Selskógi.
Óskað var á fundi Umhverfis- og framkvæmdarnefndar nr. 45 dags. 12.04. 2016 eftir áhugasömum aðilum til að ræða málin.
Erindi barst frá áhugamönnum um hjólreiðar þann 11.05. 2016, Hugmynd að Torfærubraut fyrir reiðhjól í Selskógi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögur umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið en áréttar við áhugamenn að samráð við forstöðumann þjónustumiðstöðvar skal haft á öllum stigum framkvæmdarinnar.
Deiliskipulag Selskógar verði lagt fyrir næsta fund Umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.8.Skýrsla um gróðurvöktun í Kringilsárrana, samanburður 2006 og 2015

Málsnúmer 201605106

Lagt fram til kynningar.

2.9.Samningur um refaveiðar 2014-2016/Umhverfisstofnun

Málsnúmer 201410034

Lagt er fram erindi Umhverfisstofnunar, Endurskoðun á samningi Umhverfisstofnunar og sveitarfélaga um refaveiðar 2014-2016, dags.5. apríl 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar gerir bæjarstjórn ekki athugasemdir við erindi Umhverfisstofnunar.
Bæjarstjórn óskar eftir samstarfi við aðliggjandi sveitarfélög um skipulag og framkvæmdir við refaveiðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.10.Malbikun og lagfæring gatna

Málsnúmer 201605115

Lögð er fram til kynningar tillaga um malbikun snúningsáss í enda götu Hörgsás.

2.11.Loftslagsverkefni Landverndar

Málsnúmer 201411111

Lögð er fram skýrsla Landverndar, Tækifærin liggja í loftinu, niðurstöður hugarflugsfundar um loftslagsverkefni Landverndar og sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs dags. 7. apríl 2016.

Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela verkefnisstjóra umhverfismála að kynna stofnunum og nefndum sveitarfélagsins skýrsluna. Nánari umræða verði tekin upp við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar.

Skýrslan að öðru leyti lögð fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.12.Kortlagning burðarsvæða hreindýra á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar vorið 2014

Málsnúmer 201605071

Lagt fram til kynningar.

2.13.Heiðargæs í varpi og felli á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar 2015

Málsnúmer 201605072

Lagt fram til kynningar.

2.14.Fundargerðir Náttúrustofu Austurlands 2016

Málsnúmer 201602087

Lögð fram til kynningar.

2.15.Beiðni um jarðvegsskipti við Lagarbraut 4

Málsnúmer 201605081

Lagt er fyrir erindi Stefáns Bjarnar Guðmundssonar fyrir hönd Haldar ehf. dags. 11.maí 2016.

Óskað er eftir því að lengt verði í gatnaframkvæmd Lagarbrautar sem nemur 30 metrum. Skipt verði um jarðveg og yfirlag verði malbikað.

Eftirfarandi tilaga lögð fram:
Að tillögur umhverfis- og framkvæmdanefndar felur bæjarstjórn forstöðumanni þjónustumiðstöðvar eftirliti á samskeytum bílastæðis Lagabrautar 4 og götu n.k. vetur og leggja fram skýrslu um niðurstöðu að vetri loknum ásamt tillögu um framhald.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.16.Menntastefna Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201101102

Mál í vinnslu.

3.Samþykkt um fráveitur í þéttbýlisstöðum á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201604103

Lögð fram drög að samþykkt um fráveitur í þéttbýlisstöðum á Fljótsdalshéraði, til síðari umræðu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu þessa máls og óskar eftir formlegri tillögu Heilbrigðisnefndar Austurlands, sbr. 2. mgr. 25 gr. laga nr. 7/1998.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.1.Forvarnadagurinn 2016

Málsnúmer 201603082

Á fundi ungmennaráðs undir þessum lið mætti Árni Pálsson, forstöðumaður Nýungar, sem fór yfir framkvæmd forvarnadagsins sem haldinn var nýlega í Egilsstaðaskóla.
Árni og Reynir frá Nýung munu taka saman niðurstöður forvarnadagsins og leggja fyrir nýtt ungmennaráð sem kosið verður í haust.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með ungmennaráði og leggur áherslu á að næsta haust verði starfsemi ungmennaráðs kynnt vel í öllum skólum sveitarfélagsins og að þeir sem veljist til starfa í ráðinu séu þar af heilum hug.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 51

Málsnúmer 1605015

Til máls tók: Björn Ingimarsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókun.

Fundargerðin lögð fram.

4.1.Yfirlit yfir umfang og eðli barnaverndartilkynninga 2016

Málsnúmer 201605137

Í vinnslu hjá félagsmálanefnd.

4.2.Talsmaður barna

Málsnúmer 201605077

Afgreitt af félagsmálanefnd.

4.3.Fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201604089

Ábendingu félagsmálanefndar vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlun ársins 2017.
Að öðru leyti í vinnslu.

5.Félagsmálanefnd - 144

Málsnúmer 1605009

Fundargerðin lögð fram.

5.1.Skýrsla fræðslufulltrúa

Málsnúmer 201108127

Til kynningar.

5.2.Fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201604089

Mál í vinnslu.

5.3.Tónlistarskólinn á Egilsstöðum - skóladagatal 2016-2017

Málsnúmer 201605125

Mál í vinnslu.

5.4.Beiðni um að setja upp skilti við Miðás 2

Málsnúmer 201605080

Lagt er fram erindi Markús Eyþórssonar fyrir hönd Bílaverkstæði Austurlands, dags. 11. maí 2016.
Óskað er eftir leyfi við uppsetningu á skilti við hlið núverandi skiltis Kia.
Meðfylgjandi er erindi og teikning af umræddu skilti móttekið 11.05. 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdarnefndar samþykkir bæjarstjórn framlagt erindi og vísar því á afgreiðslufund byggingarfulltrúa með tilvísun í 2.5.1.gr. Byggingarreglugerðar nr.112.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.5.Reglur leikskóla Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201605124

Mál í vinnslu.

5.6.Skipulag skólastarfs í Tjarnarskógi

Málsnúmer 201605122

Afgreiðsla fræðslunefndar staðfest.

5.7.Jafnt búsetuform barna

Málsnúmer 201605043

Afgreiðsla fræðslunefndar staðfest.

5.8.Fundargerð 838. stjórnarfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201605046

Fræðslunefnd mun fylgjast með vinnu sérfræðinga sambandsins hvað varðar stöðu og þróun sérkennslu og stuðnings í skólum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu fræðslunefndar samþykkir bæjarstjórn að fela fræðslufulltrúa að fylgjast með þeirri vinnu sem stendur yfir hjá Reykjavíkurborg vegna málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.9.Samstarf félagsmálasviðs og fræðslusviðs um nemendamál

Málsnúmer 201605120

Í vinnslu.

5.10.Kynning á doktorsverkefni dr. Sigrúnar Harðardóttur

Málsnúmer 201605119

Til kynningar.

6.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 235

Málsnúmer 1605013

Til máls tók: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókun.

Fundargerðin lögð fram.

6.1.Fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201604089

Í vinnslu.

6.2.Fundargerð vallaráðs frá 18. maí 2016

Málsnúmer 201605133

Lagt fram til kynningar.

6.3.Umsókn um ferðastyrk til Runavíkur

Málsnúmer 201605012

Auglýstur var í apríl til umsóknar styrkur sem ætlaður er til að aðstoða íþróttafélög á Fljótsdalshéraði til að ferðast til Runavíkur í Færeyjum, með það að markmiði m.a. að efla samstarf á milli íþróttafélaga í báðum sveitarfélögum. Umsóknarfrestur rann út 2. maí. Ein umsókn barst, frá fimleikadeild Hattar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að fimleikadeild Hattar verði styrkt um kr. 100.000, sem tekið verður af lið 2151 og notaðar verði í ferðakostnað til Runavíkur. Óskað er eftir því að íþrótta- og tómstundanefnd fái kynningu eða greinargerð um heimsóknina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 343

Málsnúmer 1605019

Til máls tók: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

7.1.Fjarvarmaveitan á Eiðum

Málsnúmer 201504091

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að ganga frá samningum vegna lokunar fjarvarmaveitunnar, á grundvelli fyrirliggjandi draga að samkomulagi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.2.Ylströnd við Urriðavatn

Málsnúmer 201605132

Í vinnslu.

7.3.Skráning og mat vatnsréttinda

Málsnúmer 200811060

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

7.4.Upplýsingar frá Heilbrigðisstofnun Austurlands

Málsnúmer 201605134

Í vinnslu.

7.5.Lyngás 12, neðri hæð.

Málsnúmer 201501009

Í bæjarráði var lagt fram kauptilboð Fljótsdalshéraðs í kjallara hússins að Lyngási 12, fastanúmer 217-5934. Kaupverð nemur kr. 4.400.000.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn kaupin og felur bæjarstjóra að ganga frá þeim. Fjármögnun vísað til viðauka 2.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.6.Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2016

Málsnúmer 201605076

Lögð fram til kynningar drög að dagskrá aðalfundar SSA 7.- 8. október 2016.

7.7.Fundargerðir starfshóps um endurskoðun starfsmannastefnu Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201605138

Fundargerðir starfshóps um endurskoðun starfsmannastefnu Fljótsdalshéraðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn tillögu starfshópsins að útfærslu og fyrirkomulagi stuðnings sveitarfélagsins við fastráðna starfsmenn þess til hreyfingar og líkamsræktar. Til að öðlast rétt á styrk, þarf viðkomandi starfsmaður að vera í a.m.k. 25% föstu starfi.
Samkvæmt tillögunum verður styrkhlutfallið tengt við starfshlutfall starfsmannsins og verður hámarks styrkur á árinu 2017 kr. 25.000 fyrir fullt starf.

Samþykkt með 8 atkv. en 1 sat hjá (ÞMÞ)

7.8.Fundargerðir stjórnar SSA.

Málsnúmer 201507008

Lagt fram til kynningar.

7.9.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201604102

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn viðauka 2 við fjárhagsáætlun ársins 2016.
Þar er gert ráð fyrir kaupum á húsnæði upp á 4,4 milljónir og að því verði mætt með handbæru fé.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.10.Fjármál 2016

Málsnúmer 201601001

Lagt fram til kynningar.

7.11.Almenningssamgöngur fyrir nemendur Hússtjórnarskólans á Hallormsstað

Málsnúmer 201508080

Í vinnslu.

7.12.Ylströnd við Urriðavatn

Málsnúmer 201605132

Lagt fram til kynningar.

7.13.Fjarvarmaveitan á Eiðum

Málsnúmer 201504091

Lagt fram til kynningar.

7.14.Beiðni um afslátt/styrk vegna fasteignagjalda

Málsnúmer 201605062

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

7.15.Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2016

Málsnúmer 201605076

Lagður fram tölvupóstur frá SSA, þar sem óskað er eftir tillögum eða málefnum sem taka ætti til umræðu og afgreiðslu í nefndum aðalfundar SSA 2016, sem boðaður hefur verið á Seyðisfirði 7. - 8. október.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn óskar eftir því að nefndir sveitarfélagsins sendi bæjarráði fyrir sumarleyfi hugmyndir að umfjöllunarefnum, ef þær liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.16.Reykjavíkurflugvöllur - framtíðarstaðsetning

Málsnúmer 201011096

Lagt fram til kynningar.

7.17.Aðalfundur Vísindagarðsins ehf. 2016

Málsnúmer 201604177

Lagt fram til kynningar.

7.18.Fundargerð 207.fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201605107

Lagt fram til kynningar.

7.19.Fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201604089

Lagt fram til kynningar og vísað til gerðar fjárhagáætlunar 2017.

7.20.Fjármál 2016

Málsnúmer 201601001

Lagt fram til kynningar.

8.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 342

Málsnúmer 1605006

Til máls tók: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókun.

Fundargerðin lögð fram.

8.1.Ormsteiti 2016

Málsnúmer 201603134

Í vinnslu.

8.2.Átak í að fjarlægja ónýtar girðingar á Austurlandi

Málsnúmer 201605082

Lagt er fram erindi NAUST dags. 9. maí 2016, Átak í að fjarlægja ónýtar girðingar á Austurlandi.
Sóst er eftir samstarfi við sveitarfélagið sem felst í upplýsingagjöf og aðstoð við að fjarlægja ónýtar girðingar. Að landeigendum sé boðin aðstoð við verkið á tilteknum dögum eða tímabili yfir sumarið. Frekari útfærsla kemur fram í meðfylgjandi erindi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar tekur bæjarstjórn vel í erindi NAUST og felur verkefnisstjóra umhverfismála ásamt forstöðumanni þjónustumiðstöðvar erindið til úrvinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.3.Fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201604089

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir sjónarmið umhverfis- og framkvæmdanefndar sem bendir á að það er brýn þörf á auknu fjármagni til viðhalds gatna og inn í eignarsjóð til viðhalds og reksturs.
Að öðru leyti er staðfestur sá fjárhagsrammi fyrir árið 2017, sem liggur fyrir fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.4.Eyvindará II deiliskipulag

Málsnúmer 201601236

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 17.02.2016 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Eyvindará II á Fljótsdalshéraði. Tillagan sem sett var fram á uppdrætti dags. 27.01.2016 var auglýst skv. 41. gr. Skipulagslaga, frá 03.03. til 14.04.2016 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 14.04.2016. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum:
1) Athugasemd dagsett 14. apríl 2016 frá afkomendum Margrétar og Vilhjálms.
2) Athugasemdir, settar fram af JURALIS, dags. 14. apríl 2016.
3) Athugasemd ódagsett en innfærð 23.03.2016 frá Philip Vogler.
Fyrir liggja svör við athugasemdum.

Bæjarstjórn staðfestir svör umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem fram koma í fundargerð hennar frá 24.05. 2016, við framkomnum athugasemdum og andmælum.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt eins og hún liggur fyrir og hún send Skipulagsstofnun til athugunar skv. 42. gr. Skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.5.Eyvindará II, aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 201301254

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 10.02.2016 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028. Tillagan sem sett var fram á uppdrætti dags. 1. október 2014 felur í sér að skilmálum er breytt þannig að verslunar og þjónustusvæði V26, Eyvindará II: Ferðaþjónusta með gistingu í smáhýsum í gildandi aðalskipulagi verði V26, Eyvindará II: Ferðaþjónusta með gistingu. Tillagan var auglýst skv. 41. gr. Skipulagslaga, frá 03.03. til 14.04.2016 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 14.04.2016. Athugasemdir/ábendingar bárust:
1) Andmæli við tillögu um breytingu á aðalsskipulagi Fljótsdalshéraðs sem og tillögu að breytingu á deiliskipulagi Eyvindará II, dagsett 14. apríl 2016 frá afkomendum Margrétar og Vilhjálms fyrrum ábúenda að Eyvindará.
2) Athugasemdir við auglýsta tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna Eyvindarár II, settar fram af JURALIS, dags. 14. apríl 2016.
3) Athugasemd/ábending ódagsett en innfærð 23.03.2016 frá Philip Vogler.
Fyrir liggja svör við athugasemdum dagsett 09.05.2016.


Bæjarstjórn staðfestir svör umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem fram koma í fundargerð hennar frá 24.05. 2016,við framkomnum athugasemdum og andmælum.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til meðferðar.
Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að sveitarfélagið fari í viðræður við Vegagerðina um úrbætur á heimreiðinni að Eyvindará, eins og ábendingar komu fram um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.6.Uppsalir deiliskipulag 2015

Málsnúmer 201502061

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Uppsali Fljótsdalshéraði, deiliskipulagsmörkin eru eins og sýnt er á tillögunni. Tillagan er sett fram á uppdrætti dags. 08.11. 2014 og í greinargerð dags. 18.02. 2015 og felur m.a. í sér skipulag fyrir 16 íbúðahúsalóðir.

Frestur til athugasemda var til fimmtudagsins 19. maí 2016. Ein athugasemd barst á kynningartíma frá Philip Vogler, ódagsett en móttekin 23. mars 2016.
(sjá bókun í síðasta lið v. aðalskipulagsbreytingar)

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt óbreytt og hún send Skipulagsstofnun til athugunar skv. 42. gr. Skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.7.Uppsalir í Eiðaþinghá/Aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 201411045

Lögð er fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, Sveitarfélagsuppdráttur A. Tillagan er sett fram á uppdrætti ásamt greinargerð dags. 12. febrúar 2016 og felur m.a. í sér að íbúðabyggð kemur í stað frístundabyggðar en jafnframt er heildarumfang byggðar minnkað.
Tillagan var auglýst 6. apríl 2016 í Lögbirtingi.
Frestur til athugasemda var til fimmtudagsins 19. maí 2016. Ein athugasemd barst á kynningartíma frá Philip Vogler, ódagsett en móttekin 23.mars 2016.


Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur fram eftirfarandi bókun við athugasemdum/ábendingum Philips Vogler:

Umhverfis og framkvæmdanefnd hefur móttekið athugasemdir/ábendingar þínar sem lagðar voru fram í tengslum við auglýsingu tillögu að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs vegna Uppsala í Eiðaþinghá. Nefndin tekur undir þau sjónarmið sem sett eru fram í bréfinu um að huga þurfi betur að aðgengi gangandi, hjólandi og ríðandi vegfarenda í nágrenni við þéttbýlið á Egilsstöðum og í Fellabæ. Nefndin telur þó ekki tímabært að færa leiðir meðfram þjóðvegum utan þéttbýlisins fyrir þessa vegfarendur inn í skipulag fyrr en kerfi slíkra leiða hefur verið skoðað í heild. Búast má við að innan fárra ára verði ráðist í endurskoðun aðalskipulagsins og gefst þá gott tækifæri til að taka þessi mál til skoðunar. Stofnaður hefur verið vinnuhópur um gerð þemakorts um gönguleiðir við og í þéttbýlinu við Fljótið. Nefndin væntir þess að niðurstöður hópsins verði mjög gagnlegar þegar kemur að endurskoðun aðalskipulagsins, deiliskipulagsgerð og framkvæmdaáætlunum og samþykkir að vísa athugasemdinni til vinnuhópsins til frekari skoðunar og úrvinnslu. Nefndin þakkar þá brýningu sem í athugasemdinni felst og ítrekar að hún er sammála þeim meginsjónarmiðum sem þar koma fram.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til meðferðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.8.Samningur um þjónustu

Málsnúmer 201603011

Lagður er fram þjónustusamningur Öryggismiðstöðvarinnar um tilboð í vöktun öryggiskerfa dags. 19. maí 2016

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagðan samning til 5 ára við Öryggismiðstöðina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 48

Málsnúmer 1605014

Til máls tók: Árni Kristinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

9.1.Fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201604089

Í vinnslu.

9.2.Staða atvinnumála og ýmis verkefni

Málsnúmer 201112020

Lagt fram til kynningar.

10.Opnun nýrrar heimasíðu Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201605164

Í upphafi fundar opnaði Sigrún Blöndal forseti bæjarstjórnar nýja heimasíðu fyrir Fljótsdalshérað, en unnið hefur verið að gerð hennar frá því í lok síðasta árs. Nýja heimasíðan er smíðuð af fyrirtækinu Stefnu á Akureyri, en starfshópur undir forystu Hadds Áslaugssonar umsjónarmanns tölvumála Fljótsdalshéraðs, hefur séð um að skipuleggja síðuna og setja inn texta og myndir.

10.1.Reglur um farandsölu

Málsnúmer 201604063

Í vinnslu.

10.2.Aðalfundur Barra 11. maí 2016

Málsnúmer 201604099

Lagt fram til kynningar.

10.3.Auðlindagarður

Málsnúmer 201605028

Fyrir liggja tölvupóstar, dagsettir 2. og 4. maí 2016, frá Hilmari Gunnlaugssyni, þar sem reifaðar eru hugmyndir að klasasamstarfi um auðlindagarð. Jafnframt liggur fyrir tölvupóstur, dagsettur 9. maí 2016, frá framkvæmdastjóra Austurbrúar um skyld efni. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 9. maí 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og er áhugasöm um verkefnið og væntir frekari samvinnu við Austurbrú og fleiri aðila sem að því koma.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Atvinnu- og menningarnefnd - 36

Málsnúmer 1605011

Til máls tók: Guðmundur S. Kröyer, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókun.

Fundargerðin lögð fram.

11.1.Umsókn um nýtt rekstrarleyfi /heimagisting að Stekkjartröð

Málsnúmer 201605048

Erindi í tölvupósti dags. 4. maí 2016 þar sem sýslumaðurinn á Austurlandi kt. 410914-0770, með vísan til fyrsta töluliðs 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, óskar eftir umsögn byggingarfulltrúa um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistingar í fl. I. Umsækjandi er Jolanta Czech, kt. 240267-2929. Starfsstöð er Stekkjartröð 11B, 700 Egilsstaðir, fastanúmer: 217-6207, heiti Stekkjartröð 11B, gestafjöldi 6.
Meðfylgjandi umsókn er teikning frá umsækjanda með vísun í umfang leigusvæðis.

Athugasemdir bárust.
Byggingarfulltrúi gerir athugasemd við umsókn með vísun í uppdrátt frá umsækjanda er snýr að 10.gr. reglugerðar nr.585, reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.
Enn fremur vill byggingarfulltrúi bóka að það sé varhugavert að gefa jákvæða umsögn með vísun í athugasemdir nágranna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.
Bæjarstjórn hefur efasemdir um að sótt sé um fyrir réttan flokk gistingar, miðað við það húsnæði sem um ræðir. Jafnframt bendir bæjarstjórn leyfisveitenda á að athugasemdir hafa borist frá nágrönnum vegna umsóknarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.2.Umsókn um nýtt rekstraleyfi til sölu gistingar/Setberg

Málsnúmer 201605058

Erindi í tölvupósti dags. 3. maí 2016 þar sem sýslumaðurinn á Austurlandi kt. 410914-0770, með vísan til fyrsta töluliðs 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, óskar eftir umsögn byggingarfulltrúa um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistingar í fl. 2. Umsækjandi er Helgi Hjálmar Bragason kt.220872-4169. Starfsstöð er Setberg, 701 Egilsstaðir, fastanúmer: 217-3379, heiti Setberg, gestafjöldi 10.

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins fyrir hæð 0101, en vísar í athugasemdir eldvarnareftirlits. Umsögn byggingarfulltrúa til hæðar 0001 er neikvæð sökum athugasemda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.3.Umsókn um nýtt gistileyfi íbúðir að Birnufelli

Málsnúmer 201605050

Erindi í tölvupósti dags. 10. maí 2016 þar sem sýslumaðurinn á Austurlandi kt. 410914-0770, með vísan til fyrsta töluliðs 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, óskar eftir umsögn byggingarfulltrúa um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistingar í fl. I. Umsækjandi er Siron ehf. kt.570715-0110. Starfsstöð er Birnufell, 701 Egilsstaðir, fastanúmer: 231-8371, heiti Birnufell 1/Lóð 1, gestafjöldi 8.

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins, en vísar í athugasemdir eldvarnareftirlits.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.4.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar/Sólbrekka 16

Málsnúmer 201605057

Erindi sent í tölvupósti dags. 9.03. 2016 þar sem sýslumaðurinn á Austurlandi kt. 410914-0770, með vísan til 5. töluliðs 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, óskar eftir umsögn byggingarfulltrúa um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistingar í fl. I. Umsækjandi er Víðilækur ehf. kt.640605-2190. Starfsstöð er Sólbrekka 16, 700 Egilsstaðir, fastanúmer: 217-6167, heiti Sólbrekka 16, gestafjöldi 2-4.

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsókn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.5.Umsókn um rekstrarleyfi til leigu íbúðar/Selás 10

Málsnúmer 201605049

Erindi í tölvupósti dags. 29. apríl 2016 þar sem sýslumaðurinn á Austurlandi kt. 410914-0770, með vísan til 5. töluliðs 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, óskar eftir umsögn byggingarfulltrúa um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistingar í fl. I. Umsækjandi er Jón Hávarður Jónsson kt. 171157-3829. Fastanúmer: 217-6121, heiti Selás 10, gestafjöldi ekki tilgreindur á umsókn.

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins en vísar í athugasemdir eldvarnareftirlits.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.6.Umsókn um nýtt rekstrarleyfi/Sumarhús, Ásholt

Málsnúmer 201605126

Erindi í tölvupósti dags. 9. maí 2016 þar sem sýslumaðurinn á Austurlandi kt. 410914-0770, með vísan til 5. töluliðs 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, óskar eftir umsögn byggingarfulltrúa um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistingar í fl. 2. Umsækjandi er Skógar ehf. kt.520776-0879. Starfsstöð er Ásholt, 701 Egilsstaðir, fastanúmer: 217-5264, heiti Úr landi Strandar, gestafjöldi 6.

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins, en vísar í athugasemdir eldvarnareftirlits.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:15.