Torfærubraut fyrir reiðhjól í Selskógi

Málsnúmer 201604011

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 45. fundur - 12.04.2016

Lögð er fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað dagsett 31.03.2016 um að búin verði til 1-2 km krefjandi torfærubraut í Selskógi, fyrir reiðhjól.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd óskar eftir að áhugasamir aðilar gefi sig fram við umhverfis-og tæknisvið bæjarins til að ræða málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 236. fundur - 20.04.2016

Lögð er fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað dagsett 31.03. 2016 um að búin verði til 1-2 km krefjandi torfærubraut í Selskógi, fyrir reiðhjól.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með Umhverfis- og framkvæmdanefnd og óskar eftir að áhugasamir aðilar gefi sig fram við umhverfis-og tæknisvið bæjarins til að ræða málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 48. fundur - 24.05.2016

Lagt er fram að nýju hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað dags. 31.03.2016 um torfærubraut fyrir reiðhjól í Selskógi.
Óskað var á fundi Umhverfis- og framkvæmdarnefndar nr. 45 dags.12.04.2016 eftir áhugasömum aðilum til að ræða málin.
Erindi barst frá áhugamönnum um hjólreiðar þann 11.05.2016, Hugmynd af Torfærubraut fyrir reiðhjól í Selskógi.

Undir þessum lið sátu Freyr Ævarsson og Haddur Áslaugsson fyrir hönd hóp áhugamanna um hjólreiðar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið en áréttar við áhugamenn að samráð við forstöðumann þjónustumiðstöðvar skal haft á öllum stigum framkvæmdarinnar.
Deiliskipulag Selskógar verði lagt fyrir næsta fund Umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 239. fundur - 01.06.2016

Lagt er fram að nýju hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað dags. 31.03. 2016 um torfærubraut fyrir reiðhjól í Selskógi.
Óskað var á fundi Umhverfis- og framkvæmdarnefndar nr. 45 dags. 12.04. 2016 eftir áhugasömum aðilum til að ræða málin.
Erindi barst frá áhugamönnum um hjólreiðar þann 11.05. 2016, Hugmynd að Torfærubraut fyrir reiðhjól í Selskógi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögur umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið en áréttar við áhugamenn að samráð við forstöðumann þjónustumiðstöðvar skal haft á öllum stigum framkvæmdarinnar.
Deiliskipulag Selskógar verði lagt fyrir næsta fund Umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.