Umhverfis- og framkvæmdanefnd

48. fundur 24. maí 2016 kl. 17:00 - 20:30 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ragna Einarsdóttir aðalmaður
  • Þórhallur Borgarson varamaður
  • Vífill Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Freyr Ævarsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Vífill Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta við fjórum erindum, Umsókn um nýtt rekstrarleyfi / heimagisting að Stekkjartröð, Almenningssamgöngur 2016, Aðveitustöð við Grímsá og Aðalfund Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2016 og þeir liðir verða númer 20, 21, 22 og 23 á dagskrá.

1.Samningur um þjónustu

Málsnúmer 201603011

Lagður er fram þjónustusamningur Öryggismiðstöðvarinnar um tilboð í vöktun öryggiskerfa dags. 19.maí 2016

Hreinn Halldórsson sat fundinn við afgreiðslu þessa liðar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að framlagður samningur til 5 ára við Öryggismiðstöðina verði samþykktur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Uppsalir í Eiðaþinghá Aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 201411045

Lögð er fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, Sveitarfélagsuppdráttur A. Tillagan er sett fram á uppdrætti ásamt greinargerð dags. 12. febrúar 2016 og felur m.a. í sér að íbúðabyggð kemur í stað frístundabyggðar en jafnframt er heildarumfang byggðar minnkað.
Tillagan var auglýst 6.apríl 2016 í lögbirting.
Frestur til athugasemda var til fimmtudagsins 19.maí 2016. Ein athugasemd barst á kynningartíma frá Philip Vogler, ódagsett en móttekin 23.mars 2016.


Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur fram eftirfarandi bókun við athugasemdum/ábendingum Philips Vogler:

Umhverfis og framkvæmdanefnd hefur móttekið athugasemdir/ábendingar þínar sem lagðar voru fram í tengslum við auglýsingu tillögu að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs vegna Uppsala í Eiðaþinghá. Nefndin tekur undir þau sjónarmið sem sett eru fram í bréfinu um að huga þurfi betur að aðgengi gangandi, hjólandi og ríðandi vegfarenda í nágrenni við þéttbýlið á Egilsstöðum og í Fellabæ. Nefndin telur þó ekki tímabært að færa leiðir meðfram þjóðvegum utan þéttbýlisins fyrir þessa vegfarendur inn í skipulag fyrr en kerfi slíkra leiða hefur verið skoðað í heild. Búast má við að innan fárra ára verði ráðist í endurskoðun aðalskipulagsins og gefst þá gott tækifæri til að taka þessi mál til skoðunar. Stofnaður hefur verið vinnuhópur um gerð þemakorts um gönguleiðir við og í þéttbýlinu við Fljótið. Nefndin væntir þess að niðurstöður hópsins verði mjög gagnlegar þegar kemur að endurskoðun aðalskipulagsins, deiliskipulagsgerð og framkvæmdaáætlunum og samþykkir að vísa athugasemdinni til vinnuhópsins til frekari skoðunar og úrvinnslu. Nefndin þakkar þá brýningu sem í athugasemdinni felst og ítrekar að hún er sammála þeim meginsjónarmiðum sem þar koma fram.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Uppsalir deiliskipulag 2015

Málsnúmer 201502061

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Uppsali Fljótsdalshéraði, deiliskipulagsmörkin eru eins og sýnt er á tillögunni. Tillagan er sett fram á uppdrætti dags. 08.11.2014 og í greinargerð dags. 18.02.2015 og felur m.a. í sér skipulag fyrir 16 íbúðahúsalóðir. Umhverfis- og framkvæmdarnefnd bókaði á fundi nr. 41 dags. 24.02.2016:
Umhverfis-og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til við bæjarstjórn að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan verði auglýst samhliða auglýsingu á aðalskipulagsbreytingu.
Frestur til athugasemda var til fimmtudagsins 19.maí 2016. Ein athugasemd barst á kynningartíma frá Philip Vogler, ódagsett en móttekin 23.mars 2016.


Tillaga að bókun:

Umhverfis- og framkvæmdarnefnd leggur fram eftirfarandi bókun við athugasemdum/ábendingum Philips Vogler:

Umhverfis og framkvæmdanefnd hefur móttekið athugasemdir/ábendingar þínar sem lagðar voru fram í tengslum við auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi Fljótsdalshéraðs vegna Uppsala í Eiðaþinghá. Nefndin tekur undir þau sjónarmið sem sett eru fram í bréfinu um að huga þurfi betur að aðgengi gangandi, hjólandi og ríðandi vegfarenda í nágrenni við þéttbýlið á Egilsstöðum og í Fellabæ. Nefndin telur þó ekki tímabært að færa leiðir meðfram þjóðvegum utan þéttbýlisins fyrir þessa vegfarendur inn í skipulag fyrr en kerfi slíkra leiða hefur verið skoðað í heild. Búast má við að innan fárra ára verði ráðist í endurskoðun aðalskipulagsins og gefst þá gott tækifæri til að taka þessi mál til skoðunar. Stofnaður hefur verið vinnuhópur um gerð þemakorts um gönguleiðir við og í þéttbýlinu við Fljótið. Nefndin væntir þess að niðurstöður hópsins verði mjög gagnlegar þegar kemur að endurskoðun aðalskipulagsins, deiliskipulagsgerð og framkvæmdaáætlunum og samþykkir að vísa athugasemdinni til vinnuhópsins til frekari skoðunar og úrvinnslu. Nefndin þakkar þá brýningu sem í athugasemdinni felst og ítrekar að hún er sammála þeim meginsjónarmiðum sem þar koma fram.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að skipulagstillagan verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Eyvindará II, aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 201301254

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 10.02.2016 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028. Tillagan sem sett var fram á uppdrætti dags. 1. október 2014 felur í sér að skilmálum er breytt þannig að verslunar og þjónustusvæði V26, Eyvindará II: Ferðaþjónusta með gistingu í smáhýsum í gildandi aðalskipulagi verði V26, Eyvindará II: Ferðaþjónusta með gistingu. Tillagan var auglýst skv. 41. gr. Skipulagslaga, frá 03.03. til 14.04.2016 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 14.04.2016. Athugasemdir/ábendingar bárust:
1) Andmæli við tillögu um breytingu á aðalsskipulagi Fljótsdalshéraðs sem og tillögu að breytingu á deiliskipulagi Eyvindará II, dagsett 14. apríl 2016 frá afkomendum Margrétar og Vilhjálms fyrrum ábúenda að Eyvindará.
2) Athugasemdir við auglýsta tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna Eyvindarár II, settar fram af JURALIS, dags. 14. apríl 2016.
3) Athugasemd/ábending ódagsett en innfærð 23.03.2016 frá Philip Vogler.
Fyrir liggja svör við athugasemdum dagsett 09.05.2016.




Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur fram eftirfarandi bókun við andmæli við tillögu að breytingu frá afkomendum Margrétar og Vilhjálms:

Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er við auglýsingu tillögu að aðalskipulagi gert ráð fyrir að þeim aðilum sem hagsmuna eiga að gæta, sé veittur réttur til að gera athugasemdir við tillögu að breytingum á aðalskipulagi. Í framkomnu erindi er ekki gerð grein fyrir hagsmunum þeirra sem standa að erindinu, utan þess að kynnt er að hluti aðila eigi lóðir á svæðinu. Þá er erindið óundirritað og óljóst á grunni hvaða hagsmuna athugasemdirnar eru settar fram. Eftirfarandi afstaða er tekin til athugasemda, sbr. 32. skipulagslaga.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd áréttar að tillaga að aðalskipulagsbreytingu felur ekki í sér breytingu á landnotkunarflokki, nema að því marki sem stærð svæðis er stækkuð. Skipulagstillagan felur ekki í sér eðlilsbreytingu á landnotkun frá gildandi skipulagi, þótt hún geri ráð fyrir auknu umfangi starfsemi á svæðinu. Þá er bent á að skipulagssvæðið er í jaðri svæðis sem samkvæmt aðalskipulagi er með landnotkunarflokkinn þéttbýli.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur fram eftirfarandi bókun við athugasemdum við auglýsta tillögu að breytingu frá JURALIS:

Eftirfarandi afstaða er tekin til athugasemda, sbr. 32. gr. skipulagslaga.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd áréttar að tillaga að aðalskipulagsbreytingu felur ekki í sér breytingu á landnotkunarflokki, nema að því marki sem stærð svæðis er stækkuð. Skipulagstillagan felur ekki í sér eðlilsbreytingu á landnotkun frá gildandi skipulagi, þótt hún geri ráð fyrir auknu umfangi starfsemi á svæðinu. Þá er bent á að skipulagssvæðið er í jaðri svæðis sem samkvæmt aðalskipulagi er með landnotkunarflokkinn þéttbýli.

Umhverfis- og framkvæmdarnefnd leggur fram eftirfarandi bókun við athugasemdum/ábendingum Philips Vogler:

Umhverfis og framkvæmdanefnd hefur móttekið athugasemdir/ábendingar þínar sem lagðar voru fram í tengslum við auglýsingu tillögu að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs vegna Eyvindarár II. Nefndin tekur undir þau sjónarmið sem sett eru fram í bréfinu um að huga þurfi betur að aðgengi gangandi, hjólandi og ríðandi vegfarenda í nágrenni við þéttbýlið á Egilsstöðum og í Fellabæ. Nefndin telur þó ekki tímabært að færa leiðir meðfram þjóðvegum utan þéttbýlisins fyrir þessa vegfarendur inn í skipulag fyrr en kerfi slíkra leiða hefur verið skoðað í heild. Búast má við að innan fárra ára verði ráðist í endurskoðun aðalskipulagsins og gefst þá gott tækifæri til að taka þessi mál til skoðunar. Stofnaður hefur verið vinnuhópur um gerð þemakorts um gönguleiðir við og í þéttbýlinu við Fljótið. Nefndin væntir þess að niðurstöður hópsins verði mjög gagnlegar þegar kemur að endurskoðun aðalskipulagsins, deiliskipulagsgerð og framkvæmdaáætlunum og samþykkir að vísa athugasemdinni til vinnuhópsins til frekari skoðunar og úrvinnslu. Nefndin þakkar þá brýningu sem í athugasemdinni felst og ítrekar að hún er sammála þeim meginsjónarmiðum sem þar koma fram.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagstillagan verði samþykkt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Eyvindará II deiliskipulag

Málsnúmer 201601236

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 17.02.2016 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Eyvindará II á Fljótsdalshéraði. Tillagan sem sett var fram á uppdrætti dags. 27.01.2016 var auglýst skv. 41. gr. Skipulagslaga, frá 03.03. til 14.04.2016 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 14.04.2016. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum:
1) Athugasemd dagsett 14. apríl 2016 frá afkomendum Margrétar og Vilhjálms.
2) Athugasemdir, settar fram af JURALIS, dags. 14. apríl 2016.
3) Athugasemd ódagsett en innfærð 23.03.2016 frá Philip Vogler.
Fyrir liggja svör við athugasemdum.


Umhverfis- og framkvæmdarnefnd leggur fram eftirfarandi bókun við andmæli við tillögu að breytingu frá afkomendum Margrétar og Vilhjálms:

Eftirfarandi afstaða er tekin til athugasemda, sbr. 41. gr. skipulagslaga.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd áréttar að tillaga að deiliskipulagsbreytingu felur ekki í sér breytingu á landnotkunarflokki nema að því leyti sem stærð skipulagssvæðis stækkar. Skipulagstillagan felur því ekki í sér eðlisbreytingu frá landnotkun samkvæmt gildandi skipulagi, þótt hún geri ráð fyrir auknu umfangi starfsemi á svæðinu. Þá er bent á að skipulagssvæðið er í jaðri svæðis sem samkvæmt aðalskipulagi er með landnotkunarflokkinn þéttbýli. Umferðarleið að svæðinu liggur um héraðsveg 9407, sbr. umfjöllun í deiliskipulagstillögu.

Umhverfis- og framkvæmdarnefnd leggur fram eftirfarandi bókun við athugasemdum við auglýsta tillögu að breytingu frá JURALIS:

Eftirfarandi afstaða er tekin til athugasemda, sbr. 41. gr. skipulagslaga.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd áréttar að tillaga að deiliskipulagsbreytingu felur ekki í sér breytingu á landnotkunarflokki nema að því leyti sem stærð skipulagssvæðis stækkar. Skipulagstillagan felur því ekki í sér eðlisbreytingu frá landnotkun samkvæmt gildandi skipulagi, þótt hún geri ráð fyrir auknu umfangi starfsemi á svæðinu. Þá er bent á að skipulagssvæðið er í jaðri svæðis sem samkvæmt aðalskipulagi er með landnotkunarflokkinn þéttbýli. Umferðarleið að svæðinu liggur um héraðsveg 9407, sbr. umfjöllun í deiliskipulagstillögu. Sjónarmiðum í athugasemd um að deiliskipulagstillagan geti leitt til bótaskyldu sveitarfélagsins er hafnað.
Í greinargerð deiliskipulags kemur fram að skipulagssvæðið er verslunar- og þjónustusvæði. Ekki er um ræða skráningu rangs landnotkunarflokks á skipulagssvæði, en ónákvæmni er í skipulagsuppdrætti um hvað er óbyggður hluti skipulagssvæðis, sem verður leiðréttur.

Umhverfis- og framkvæmdarnefnd leggur fram eftirfarandi bókun við athugasemdum/ábendingum Philip Vogler:

Umhverfis og framkvæmdanefnd hefur móttekið athugasemdir/ábendingar þínar sem lagðar voru fram í tengslum við auglýsingu tillögu að breytingu á aðalskipulagi/deiliskipulagi Fljótsdalshéraðs vegna Eyvindarár II. Nefndin tekur undir þau sjónarmið sem sett eru fram í bréfinu um að huga þurfi betur að aðgengi gangandi, hjólandi og ríðandi vegfarenda í nágrenni við þéttbýlið á Egilsstöðum og í Fellabæ. Nefndin telur þó ekki tímabært að færa leiðir meðfram þjóðvegum utan þéttbýlisins fyrir þessa vegfarendur inn í skipulag fyrr en kerfi slíkra leiða hefur verið skoðað í heild. Búast má við að innan fárra ára verði ráðist í endurskoðun aðalskipulagsins og gefst þá gott tækifæri til að taka þessi mál til skoðunar. Stofnaður hefur verið vinnuhópur um gerð þemakorts um gönguleiðir við og í þéttbýlinu við Fljótið. Nefndin væntir þess að niðurstöður hópsins verði mjög gagnlegar þegar kemur að endurskoðun aðalskipulagsins, deiliskipulagsgerð og framkvæmdaáætlunum og samþykkir að vísa athugasemdinni til vinnuhópsins til frekari skoðunar og úrvinnslu. Nefndin þakkar þá brýningu sem í athugasemdinni felst og ítrekar að hún er sammála þeim meginsjónarmiðum sem þar koma fram.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201604089

Fjárhagsáætlun 2017.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd bendir á að það er brýn þörf á auknu fjármagni til viðhalds gatna og inn í eignarsjóð til viðhalds og reksturs. Að því sögðu samþykkir nefndin þann fjárhagsramma fyrir árið 2017 sem liggur fyrir fundinum.

Samþykkt samhljóða.

7.Átak í að fjarlægja ónýtar girðingar á Austurlandi

Málsnúmer 201605082

Lagt er fram erindi NAUST dags. 9.maí 2016, Átak í að fjarlægja ónýtar girðingar á Austurlandi.
Sóst er eftir samstarfi við sveitarfélagið sem felst upplýsingagjöf og aðstoð við að fjarlægja ónýtar girðingar. Að landeigendum sé boðin aðstoð við verkið á tilteknum dögum eða tímabili yfir sumarið, sjá meðfylgjandi erindi.

Freyr Ævarsson situr við afgreiðslu þessa erindis.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur vel í erindi NAUST og felur verkefnisstjóra umhverfismála ásamt forstöðumanni þjónustumiðstöðvar erindið til úrvinnslu.

Samþykkt samhljóða.

8.Beiðni um að setja upp skilti við Miðás 2

Málsnúmer 201605080

Lagt er fram erindi Markús Eyþórssonar fyrir hönd Bílaverkstæði Austurlands, dags.11.maí 2016.
Óskað er eftir leyfi við uppsetningu á skilti við hlið núverandi skiltis Kia.
Meðfylgjandi er erindi og teikning af umræddu skilti móttekið 11.05.2016.

Umhverfis- og framkvæmdarnefnd samþykkir framlagt erindi og vísar því á afgreiðslufund byggingarfulltrúa með tilvísun í 2.5.1.gr. Byggingarreglugerðar nr.112.

9.Beiðni um jarðvegsskipti við Lagarbraut 4

Málsnúmer 201605081

Lagt er fyrir erindi Stefáns Bjarnar Guðmundssonar fyrir hönd Höldur ehf. dags. 11.maí 2016.

Óskað er eftir því að lengt verði í gatnaframkvæmd Lagarbrautar sem nemur 30 metrum. Skipt verði um jarðveg og yfirlag verði malbikað.
Að sögn lóðarhafa er ekki nema 10-12cm malarlag undir klæðningu og sökum þess verði mikil frostlifting á veturnar og springur því malbik við plan Lagarbrautar nr.4. Meðfylgjandi er erindi lóðarhafa, ljósmyndir af sneiðingu undirlags við núverandi framkvæmd Lagarbrautar, teikning og áætlað kostnaðarmat við aukningu á framkvæmd unnið af Eflu.

Umhverfis- og framkvæmdarnefnd hefur kynnt sér erindið, framlögð skjöl virðast ekki sýna með sannarlegum hætti að undirlag klæðningar sé 10-12sm og það eitt og sér valdi frostlyftingu. Nefndin felur forstöðumanni þjónustumiðstöðvar eftirliti á samskeytum bílastæðis Lagabrautar 4 og götu n.k. vetur og leggja fram skýrslu um niðurstöðu að vetri loknum ásamt tillögu um framhald.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Fundargerðir Náttúrustofu Austurlands 2016

Málsnúmer 201602087

Lögð er fram fundargerð 2. fundar Náttúrustofu Austurlands dagsett 1.apríl 2016.

Fundargerð 2. fundar Náttúrustofu austurlands lögð fram til kynningar.

11.Heiðargæs í varpi og felli á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar 2015

Málsnúmer 201605072

Lögð er fram skýrsla Landsvirkjunar nr. LV-2016-059, Heiðargæsir í varpi og felli á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar árið 2015 dags.maí 2016.

Lagt fram til kynningar.

12.Kortlagning burðarsvæða hreindýra á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar vorið 2014

Málsnúmer 201605071

Lögð er fram skýrsla Landsvirkjunnar, Kortlagning burðarsvæða hreindýra á áhrifasvæðum Kárahnjúkavirkjuna vorið 2014, nr.LV2016-058 dags.apríl 2016 til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

13.Loftslagsverkefni Landverndar

Málsnúmer 201411111

Lögð er fram skýrsla Landverndar Tækifærin liggja í loftinu, niðurstöður hugarflugsfundar um loftslagsverkefni Landverndar og sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs dags.7.apríl 2016.

Skýrslan lögð fram til kynningar, verkefnisstjóra umhverfismála er falið að kynna stofnunum og nefndum sveitarfélagsins skýrsluna. Nánari umræða verði tekin upp við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Malbikun og lagfæring gatna

Málsnúmer 201605115

Lögð er fram tillaga um malbikun snúningsás í enda götu Hörgsás.
Meðfylgjandi er tillaga að umfangi framkvæmdar, 1921-013-16-207 Hörgsás, skráð inn 18.05.2016 unnið af Eflu og áætluðu kostnaðarmati.

Lagt fram til kynningar.

15.Samningur um refaveiðar 2014-2016/Umhverfisstofnun

Málsnúmer 201410034

Lagt er fram erindi Umhverfisstofnunar, Endurskoðun á samningi Umhverfisstofnunar og sveitarfélaga um refaveiðar 2014-2016, dags.5.apríl 2016.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemdi við erindi Umhverfisstofnunar.
Nefndin óskar eftir samstarfi við aðliggjandi sveitarfélög um skipulag og framkvæmdir við refaveiðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Skýrsla um gróðurvöktun í Kringilsárrana, samanburður 2006 og 2015

Málsnúmer 201605106

Lögð er fram skýrsla Landsvirkjuna nr.LV-2016-064, Gróðurvöktun í Kringilsárrana, dags.maí 2016.

Lagt fram til kynningar.

17.Torfærubraut fyrir reiðhjól í Selskógi

Málsnúmer 201604011

Lagt er fram að nýju hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað dags. 31.03.2016 um torfærubraut fyrir reiðhjól í Selskógi.
Óskað var á fundi Umhverfis- og framkvæmdarnefndar nr. 45 dags.12.04.2016 eftir áhugasömum aðilum til að ræða málin.
Erindi barst frá áhugamönnum um hjólreiðar þann 11.05.2016, Hugmynd af Torfærubraut fyrir reiðhjól í Selskógi.

Undir þessum lið sátu Freyr Ævarsson og Haddur Áslaugsson fyrir hönd hóp áhugamanna um hjólreiðar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið en áréttar við áhugamenn að samráð við forstöðumann þjónustumiðstöðvar skal haft á öllum stigum framkvæmdarinnar.
Deiliskipulag Selskógar verði lagt fyrir næsta fund Umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

18.Tunguás

Málsnúmer 201605074

Lagt er fram erindi LEX lögmannsstofu Umsóknir um skiptingu Tunguáss, landnr.156861 f.h. lóðarhafa Tunguáss 1,2,3,4,5,5a,6,11 og 12 dags.4.maí 2016 þar sem óskað er eftir stofnun þeirra lóða með vísun í dóm hæstarréttar nr.509/2015.
Meðfylgjandi erindi eru Umsóknir um stofnun fasteigna í fasteignaskrá - ný lóð.

Umhverfis- og framkvæmdarnefnd samþykkir erindið og felur starfsmanni úrvinnslu umsókna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

19.Klettasel 1 - 6, umsókn um lóð

Málsnúmer 201602153

Lögð eru fram drög að samningi um úthlutun byggingarlóða við Klettasel, tímaáætlun VAPP og ábending VAPP ehf. til breytingar á samningi. Málið var áður á dagskrá 09.03.2016 og 11.05.2016.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd frestar afgreiðslu erindis og óskar eftir viðveru forsvarsmanns VAPP ehf. á næsta fund nefndarinnar til að gera betur grein fyrir áætlunum sínum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

20.Umsókn um nýtt rekstrarleyfi /heimagisting að Stekkjartröð

Málsnúmer 201605048

Erindi í tölvupósti dags. 4.maí 2016 þar sem sýslumaðurinn á Austurlandi kt. 410914-0770, með vísan til fyrsta töluliðs 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, óskar eftir umsögn byggingarfulltrúa um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistingar í fl. I. Umsækjandi er Jolanta Czech, kt. 240267-2929. Starfsstöð er Stekkjartröð 11B, 700 Egilsstaðir, fastanúmer: 217-6207, heiti Stekkjartröð 11B, gestafjöldi 6.
Meðfylgjandi umsókn er teikning frá umsækjanda með vísun í umfang leigusvæðis.

Byggingarfulltrúi gerir athugasemd við umsókn með vísun í uppdrátt frá umsækjanda er snýr að 10.gr. reglugerðar nr.585, reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.
Enn fremur vill byggingarfulltrúi bóka að það sé varhugavert að gefa jákvaða umsögn með vísun í athugasemdir nágranna.

Bókun afgreiðslufundar byggingafulltrúa er lögð fram til kynningar.

21.Almenningssamgöngur 2016

Málsnúmer 201601057

Lagt fram til kynningar.

22.Aðveitustöð við Grímsá

Málsnúmer 201605128

Lagt er fram erindi Rarik sent í tölvupósti þann 20.maí 2016.
Hugmynd Rarik er strenglögn við Grímsárvirkjun við nýja aðveitustöð. Gamlar loftlínur yfir Gilsárgilið verða lagðar niður, í staðinn verða strengdir stálvírar yfir gilið sem munu bera strengina sem koma í stað línanna. Sjá meðfylgjandi teikningu sem sýnir drög að staðsetningu strengjanna.
Að sögn Rarik gera landeigendur ekki athugasemdir við þessa framkvæmd.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við framlagða tillögu og gefur því heimild til framkvæmda þegar undirritað samþykki hagsmunaaðila berst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

23.Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2016

Málsnúmer 201605076

Lögð er fram til kynningar bókun bæjarráðs dags.23.05.2016, "Gott væri ef nefndir sveitarfélagsins eru með óskir, eða ábendingar um umfjöllunarefni á næsta aðalfundi SSA, að senda þær ábendingar inn til bæjarráðs sem tæki þær svo saman og kæmi þeim á framfæri við starfsmann SSA"


Umhverfis- og framkvæmdanefnd frestar afgreiðslu erindis.

Fundi slitið - kl. 20:30.