Klettasel 1 - 6, umsókn um lóð

Málsnúmer 201602153

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 42. fundur - 09.03.2016

Erindi dagsett 25.02.2016 þar sem Guttormur Pálsson kt. 071069-4199 f.h. Vapp ehf. kt. 460206-1890, sækir um lóðirnar 1 - 6 við Klettasel Egilsstöðum, til byggingar parhúsa.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að úthluta lóðunum samkvæmt c lið 3. greinar í Samþykkt um úthlutun lóða á Fljótsdalshéraði.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að gerður verði samningur við umsækjanda um byggingu lóðanna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 234. fundur - 16.03.2016

Erindi dagsett 25.02. 2016 þar sem Guttormur Pálsson kt. 071069-4199 f.h. Vapp ehf. kt. 460206-1890, sækir um lóðirnar 1 - 6 við Klettasel Egilsstöðum, til byggingar parhúsa.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að úthluta lóðunum samkvæmt c lið 3. greinar í Samþykkt um úthlutun lóða á Fljótsdalshéraði.
Bæjarstjórn mælist til að gerður verði samningur við umsækjanda um byggingu lóðanna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 47. fundur - 11.05.2016

Lögð eru fram drög að samningi um úthlutun byggingarlóða við Klettasel. Málið var áður á dagskrá 09.03.2016.

Málið er í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 48. fundur - 24.05.2016

Lögð eru fram drög að samningi um úthlutun byggingarlóða við Klettasel, tímaáætlun VAPP og ábending VAPP ehf. til breytingar á samningi. Málið var áður á dagskrá 09.03.2016 og 11.05.2016.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd frestar afgreiðslu erindis og óskar eftir viðveru forsvarsmanns VAPP ehf. á næsta fund nefndarinnar til að gera betur grein fyrir áætlunum sínum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 49. fundur - 08.06.2016

Lagt er fram að nýju drög að samningi um úthlutun byggingarlóða við Klettasel, tímaáætlun VAPP og ábending VAPP ehf. til breytingar á samningi. Málið var áður á dagskrá 09.03.2016, 11.05.2016 og 24.05.2016.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd frestaði afgreiðslu erindis þann 24.maí 2016 og óskaði eftir viðveru forsvarsmanns VAPP ehf. á næsta fund nefndarinnar til að gera betur grein fyrir áætlunum sínum.

Undir þessum lið situr forsvarsmaður VAPP ehf. sem skýrir fyrir sínum áætlunum með lóðirnar Klettasel 1-6.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur jákvætt í erindi forsvarsmanns VAPP ehf. og felur starfsmanni skipulags- og byggingarsviðs úrvinnslu erindisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 240. fundur - 15.06.2016

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest, en málið að öðru leyti í vinnslu.