Erindi dagsett 25.02.2016 þar sem Guttormur Pálsson kt. 071069-4199 f.h. Vapp ehf. kt. 460206-1890, sækir um lóðirnar 1 - 6 við Klettasel Egilsstöðum, til byggingar parhúsa.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að úthluta lóðunum samkvæmt c lið 3. greinar í Samþykkt um úthlutun lóða á Fljótsdalshéraði. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að gerður verði samningur við umsækjanda um byggingu lóðanna.
Erindi dagsett 25.02. 2016 þar sem Guttormur Pálsson kt. 071069-4199 f.h. Vapp ehf. kt. 460206-1890, sækir um lóðirnar 1 - 6 við Klettasel Egilsstöðum, til byggingar parhúsa.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að úthluta lóðunum samkvæmt c lið 3. greinar í Samþykkt um úthlutun lóða á Fljótsdalshéraði. Bæjarstjórn mælist til að gerður verði samningur við umsækjanda um byggingu lóðanna.
Lögð eru fram drög að samningi um úthlutun byggingarlóða við Klettasel, tímaáætlun VAPP og ábending VAPP ehf. til breytingar á samningi. Málið var áður á dagskrá 09.03.2016 og 11.05.2016.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd frestar afgreiðslu erindis og óskar eftir viðveru forsvarsmanns VAPP ehf. á næsta fund nefndarinnar til að gera betur grein fyrir áætlunum sínum.
Lagt er fram að nýju drög að samningi um úthlutun byggingarlóða við Klettasel, tímaáætlun VAPP og ábending VAPP ehf. til breytingar á samningi. Málið var áður á dagskrá 09.03.2016, 11.05.2016 og 24.05.2016.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd frestaði afgreiðslu erindis þann 24.maí 2016 og óskaði eftir viðveru forsvarsmanns VAPP ehf. á næsta fund nefndarinnar til að gera betur grein fyrir áætlunum sínum.
Undir þessum lið situr forsvarsmaður VAPP ehf. sem skýrir fyrir sínum áætlunum með lóðirnar Klettasel 1-6.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur jákvætt í erindi forsvarsmanns VAPP ehf. og felur starfsmanni skipulags- og byggingarsviðs úrvinnslu erindisins.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að úthluta lóðunum samkvæmt c lið 3. greinar í Samþykkt um úthlutun lóða á Fljótsdalshéraði.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að gerður verði samningur við umsækjanda um byggingu lóðanna.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.