Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

234. fundur 16. mars 2016 kl. 17:00 - 20:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Blöndal forseti
  • Anna Alexandersdóttir 1. varaforseti
  • Gunnar Jónsson forseti
  • Þórður Mar Þorsteinsson bæjarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson bæjarfulltrúi
  • Árni Kristinsson bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer bæjarfulltrúi
  • Páll Sigvaldason bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Gunnar Þór Sigbjörnsson varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.

Málsnúmer

1.1.Yrkjusjóður beiðni um stuðning 2016

Málsnúmer 201602163

Í vinnslu.

1.2.Hátungur deiliskipulag

Málsnúmer 201411055

Í vinnslu.

1.3.Miðbær Egilsstaða deiliskipulag 2016

Málsnúmer 201401135

Lögð eru fram fyrstu drög að deiliskipulagi fyrir Miðbæ Egilsstaða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að vinnu verði haldið áfram með framlögð drög. Bæjarstjórn samþykkir að boðaður verði kynningarfundur með hagsmunaaðilum og síðar verði íbúafundur þar sem skipulagið verður kynnt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.4.Áhugahópur um umhverfi Egilsstaðaflugvallar

Málsnúmer 201602058

Í vinnslu.

1.5.Umhverfis- og framkvæmdanefnd, starfs- og fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201510042

Málið er í vinnslu.

1.6.Unalækur umsókn um stofnun lóðar

Málsnúmer 201603053

Erindi dagsett 26.02. 2016 þar sem Þórarinn Jóel Oddsson kt. 081052-2559 og Friðrik Mar Guðmundsson kt. 250860-3319 f.h. Unalækjar ehf. kt. 610910-1140 óska eftir að stofnuð verði lóðin D5 úr landi Unalækjar landnúmer 157565 skv. 14. gr. laga nr. 6/2001 um skráningu og mat fasteigna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að stofna lóðina D5 í Þjóðskrá þegar fullnægjandi umsókn liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.7.Unalækur umsókn um stofnun lóða

Málsnúmer 201603052

Erindi dagsett 26.02. 2016 þar sem Þórarinn Jóel Oddsson kt. 081052-2559 og Friðrik Mar Guðmundsson kt. 250860-3319 f.h. Unalækjar ehf. kt. 610910-1140 óska eftir að stofnaðar verði lóðirnar A6 og B2 úr landi Unalækjar landnúmer 157565 skv. 14. gr. laga nr. 6/2001 um skráningu og mat fasteigna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að stofna lóðirnar A6 og B2 í Þjóðskrá þegar fullnægjandi umsókn liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.8.Innleiðing Grænna skrefa í ríkisrekstri hjá Umhverfisstofnun

Málsnúmer 201602143

Lagt fram til kynningar.

1.9.Klettasel 1 - 6, umsókn um lóð

Málsnúmer 201602153

Erindi dagsett 25.02. 2016 þar sem Guttormur Pálsson kt. 071069-4199 f.h. Vapp ehf. kt. 460206-1890, sækir um lóðirnar 1 - 6 við Klettasel Egilsstöðum, til byggingar parhúsa.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að úthluta lóðunum samkvæmt c lið 3. greinar í Samþykkt um úthlutun lóða á Fljótsdalshéraði.
Bæjarstjórn mælist til að gerður verði samningur við umsækjanda um byggingu lóðanna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 231

Málsnúmer 1603003

Til máls tóku: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 6.16. Sigrún Blöndal, sem ræddi lið 6.16. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 6.16. Sigrún Blöndal, sem ræddi lið 6.16 og Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 6.16.

Fundargeðin lögð fram.

2.1.Leiktæki og hengirúm eða rólur í Selskóg

Málsnúmer 201603002

Í vinnslu.

2.2.Göngustígur og hjólreiðastígur við Fljótið

Málsnúmer 201603003

Í vinnslu.

2.3.Byggðamál sveitarfélaga á Austurlandi

Málsnúmer 201603006

Erindi í tölvupósti dagsett 29.02. 2016 þar sem Björg Björnsdóttir f.h. Sambands sveitarfélaga á Austurlandi óskar eftir að tilnefndur verði fulltrúi sveitarfélagsins í starfshóp áhersluverkefna SSA fyrir árið 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að tilnefna Árna Kristinsson í starfshópinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.4.Tillaga til þingsályktunar um uppbyggingu áningarstaða Vegagerðarinnar við þjóðvegi

Málsnúmer 201602140

Erindi í tölvupósti dagsett 22.02. 2016 þar sem Kristjana Benediktsdóttir f.h. nefndarsviðs Alþingis, óskar eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um uppbyggingu áningarstaða Vegagerðarinnar við þjóðvegi mál nr. 150.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og fagnar framkominni þingsályktunartillögu.
Enn og aftur er vakin athygli á að umsagnarfrestur sem nefndarsvið Alþingis gefur er allt of skammur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.5.Beiðni um lóðaleigusamning vegna Sigurðarskála í Kverkfjöllum

Málsnúmer 201603007

Erindi dagsett 29.02. 2016 þar sem Þórhallur Þorsteinsson kt. 240648-2379 f.h. Ferðafélags Fljótsdalshéraðs og Ferðafélags Húsavíkur, óskar eftir að gerður verði lóðarleigusamningur við eigendur Sigurðarskála í Kverkfjöllum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að láta gera lóðarleigusamning.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.6.Þjónustusamfélagið á Héraði

Málsnúmer 201504016

Í vinnslu.

2.7.Frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (uppbygging ferðamannastaða)

Málsnúmer 201602139

Erindi í tölvupósti dagsett 22.02. 2016 þar sem Kristjana Benediktsdóttir f.h. nefndasviðs Alþingis, óskar eftir umsög um frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (uppbygging ferðamannastaða), mál nr. 219.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og leggst gegn frumvarpi þessu.
Bæjarstjórn telur að leysa verði málefni varðandi gjaldtöku á ferðamannastöðum með heildstæðum hætti í samráði sveitarfélaga, ríkis og annarra hagsmunaaðila.
Enn og aftur er vakin athygli á að umsagnarfrestur sem nefndarsvið Alþingis gefur er allt of skammur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.8.Svæðisráð Austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, 75. fundur

Málsnúmer 201603021

Lögð fram til kynningar fundargerð 75. fundar Svæðisráðs Austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs frá 04.02.2016.

2.9.Brúarásskóli - uppgjör launa 2015

Málsnúmer 201603026

Lagt fram til kynningar.

2.10.Skýrsla fræðslufulltrúa

Málsnúmer 201108127

Til kynningar.

2.11.Skólaakstur 2016-2017

Málsnúmer 201512027

Farið yfir skilgreiningu á þeim akstursleiðum sem á að bjóða út í því útboði sem er fyrirhugað á skólaakstri. Miðað verði við að skólaakstur verði í hverfisskóla.

Eftirfarandi tillaga lög fram:
Að tillögu fræðslunefndar samþykkir bæjarstjórn að akstursleiðin Egilsstaðir - Brúarás verði áfram skilgreind sem almenningssamgöngur.

Samþykkt með 6 atkv. meirihluta, en 3 fulltrúar minnihluta sátu hjá.

Stefán Bogi Sveinsson, gerði grein fyrir atkvæði sínu.

2.12.Frístund opin á sumrin fyrir nemendur yngsta stigs

Málsnúmer 201601010

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og telur erindið áhugavert og vísar því til íþrótta- og tómstundanefndar að kanna möguleika á hvort slík starfsemi fari ekki vel með annarri sumarstarfsemi á þeirra vegum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.13.Egilsstaðaskóli - starfsmannamál

Málsnúmer 201603047

Fram kom að Sigurlaug Jónasdóttir, skólastjóri hefur sagt lausri stöðu sinni frá og með 1. september nk.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og þakkar Sigurlaugu langt og farsælt starf í þágu skóla sveitarfélagsins og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi. Fræðslufulltrúa falið að auglýsa sem fyrst eftir skólastjóra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.14.Egilsstaðaskóli - uppgjör launa 2015

Málsnúmer 201603024

Lagt fram til kynningar.

2.15.Fellaskóli - húsnæðismál

Málsnúmer 201602040

Lagt fram til kynningar.

2.16.Fellaskóli - uppgjör launa 2015

Málsnúmer 201603025

Lagt fram til kynningar.

2.17.Brúarásskóli - breyting á skóladagatali

Málsnúmer 201603063

Afgreiðsla fræðslunefndar staðfest.

2.18.Samningur um þjónustu

Málsnúmer 201603011

Málið er í vinnslu.

2.19.Auglýsingar um laus störf í skólum á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201603034

Í vinnslu.

2.20.Sameiginlegir þættir á skóladagatölum skólastofnana á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201603027

Grunnskólarnir leggja áherslu á að geta sett inn endurmenntunardaga á starfstíma skóla, helst þannig að þeir séu tveir á hverju skólaári.

Leikskólarnir leggja áherslu á að vetrarfrísdagar grunnskóla falli ekki á starfsdaga í leikskólum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og fer fram á að sem flestir starfsdagar séu sameiginlegir í öllum leik- og grunnskólum sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.21.Reglur um vistunartíma/skilatímar í leikskólum Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201601198

Í vinnslu.

2.22.Undirbúningstími kennara á leikskólum / kaffitímar

Málsnúmer 201601197

Lagt fram til kynningar.

2.23.Tjarnarskógur - húsnæðismál

Málsnúmer 201603028

Lagt fram til kynningar.

2.24.Tjarnarskógur - launaáætlun 2016

Málsnúmer 201603035

Sigríður Herdís Pálsdóttir leikskólastjóri, fylgdi eftir erindinu í fræðslunefnd og kynnti að vegna ófyrirséðra forfalla má gera ráð fyrir hækkun á samþykktri launaáætlun.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og felur leikskólastjóra að reyna að mæta þessum ófyrirséða kostnaði með hagsýni það sem eftir lifir árs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.25.Tjarnarskógur - skipulagsdagur í apríl

Málsnúmer 201603029

Lagt fram til kynningar.

2.26.Starfslýsing fræðslufulltrúa

Málsnúmer 201603023

Lagt fram til kynningar.

2.27.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. 2016

Málsnúmer 201602141

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á aðalfundi Lánasjóðs sveitarfélaga, sem boðaður hefur verið á Grand Hóteli Reykjavík 8. apríl kl. 15:30.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 333

Málsnúmer 1603010

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 3.3. Gunnar Sigbjörnsson, sem ræddi lið 3.3. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 3.3. Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 3.3. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 3.3. Gunnar Sigbjörnsson, sem ræddi lið 3.3. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 3.3. og kynnti tillögu og Arni Kristinsson, sem ræddi lið 3.4.

Fundargeðin lögð fram.

3.1.Betra Fljótsdalshérað

Málsnúmer 201410120

Farið yfir nýtingu á vefnum síðasta árið og reynsluna af þessu fyrirkomulagi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að breyta reglum um Betra Fljótsdalshéraðs á þann veg að við bætist eftirfarandi setning:
Til að hugmynd verði tekin fyrir innan stjórnsýslunnar, þarf hún þó að hafa að lágmarki 10 fylgjendur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.2.Sóknaráætlun Austurlands 2015-2019

Málsnúmer 201506023

Lagt fram til kynningar.

3.3.Útboð reksturs Héraðsþreks og gjaldskrá

Málsnúmer 201510014

Í vinnslu.

3.4.Tillaga til þingsályktunar um endurskoðun laga um lögheimili

Málsnúmer 201603020

Lagt fram til kynningar.

3.5.Tillaga til þingsályktunar um hæfisskilyrði leiðsögumanna

Málsnúmer 201603014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn lítur tillöguna nokkuð jákvæðum augum, en bendir á að til þess að kerfi sem þetta geti skilað árangri, þurfi að horfa til þess að bæta verulega í hvað varðar landvörslu og eftirlit á umræddum svæðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.6.Frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn)

Málsnúmer 201602137

Lagt fram til kynningar.

3.7.Aðalfundur Hitaveitu Egilsstaða og Fella ehf. 2016

Málsnúmer 201602152

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

3.8.Fjármál 2016

Málsnúmer 201601001

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

3.9.Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2016

Málsnúmer 201603013

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

3.10.Þjónustu- og samstarfssamningur við Austurbrú

Málsnúmer 201602142

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

3.11.Fjarskiptasamband í dreifbýli

Málsnúmer 201302127

Í vinnslu.

3.12.Fundargerð 836. stjórnarfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201603022

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.13.Fundargerð 835. stjórnarfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201603031

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.14.Fundargerð 202.fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201602156

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.15.Fjármál 2016

Málsnúmer 201601001

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

4.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 332

Málsnúmer 1602016

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og ræddi lið 2.11 sérstaklega. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 2.11 og Björn Ingimarsson, sem ræddi lið 2.5.

Fundargeðin lögð fram.

5.Atvinnu- og menningarnefnd - 32

Málsnúmer 1603001

Til máls tóku: Guðmundur S. Kröyer, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og ræddi sérstaklega lið 4.1. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 4.1 og Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 4.4.

Fundargeðin lögð fram.

5.1.Viðhaldsverkefni fasteigna 2016

Málsnúmer 201602117

Málið er í vinnslu.

5.2.Vinnuskóli 2016

Málsnúmer 201601244

Til umræðu á fundi nefndarinnar var vinnutilhögun í Vinnuskóla 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framkomna tillögu um vinnutíma Vinnuskólans 2016. Bæjarstjórn samþykkir einnig að bjóða nemendum 7. bekkjar vinnu í sumar.
Jafnframt er samþykkt 5% hækkun launa í vinnuskólanum frá því sem var á síðasta ári.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 42

Málsnúmer 1603007

Til máls tóku: Árni Kristinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 5.1, 5.5, 5.8 og 5.13. og bar fram fyrirspurnir. Gunnar Jónsson, sem ræddi liði 5.9 og 5.8. Árni Kristinsson, sem svaraði fyrirspurnum. Sigrún Blöndal, sem ræddi liði 5.9, Árni Kristinsson, sem ræddi lið 5.9. Gunnar Sigbjörnsson, sem ræddi lið 5.19 og bar fram fyrirspurn. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 5.19 og bar fram fyrirspurn og Árni Kristinsson, sem svaraði fyrirspurnum.

Fundargeðin lögð fram.

6.1.Umsókn um styrk vegna Skógardagsins mikla 2016

Málsnúmer 201603019

Fyrir liggur bréf frá Félagi skógareigenda á Austurlandi, undirritað af Helga Bragasyni, með beiðni um stuðning sveitarfélagsins við Skógardaginn mikla árið 2016, sem þá verður haldinn í tólfta sinn.

Eftirfarandi tilaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt um kr. 200.000 sem tekið verði af lið 0574.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.2.Sjötíu ára afmæli Egilsstaðakauptúns.

Málsnúmer 201602100

Í tilefni þess að 70 ár verða á næsta ári liðin frá því að kauptúnið á Egilsstöðum var stofnað samkvæmt lögum leggur atvinnu- og menningarnefnd til að skipulögð verði sérstök afmælisdagskrá á Ormsteiti á afmælisárinu og að efnt verði til samkeppni um gerð útilistaverks.

Eftirfarandi tillaga lög fram:
Bæjarstjórn tekur undir tillögu atvinnu- og menningarnefndar og felur nefndinni að móta frekar hugmyndir að dagskrá og mögulegu útilistaverki.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.3.Atvinnumálaráðstefna 2016

Málsnúmer 201512024

Málið er í vinnslu.

6.4.Héraðsskjalasafn Austfirðinga, beiðni um aukin rekstrarframlög

Málsnúmer 201602136

Fyrir liggur bréf dagsett 18. febrúar 2016, frá stjórn Héraðsskjalasafns Austurfirðinga með beiðni um hækkun framlaga frá aðildarsveitarfélögum safnsins vegna kjarasamningsbundinna launahækkana, sem voru vanáætlaðar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og telur ekki fært að verða við beiðninni með því að taka umbeðna upphæð af samþykktri áætlun nefndarinnar. Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu til bæjarráðs til frekari umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.5.Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs, verkefni á sviði sviðslista

Málsnúmer 201603046

Fyrir liggja tillögur forstöðumanns Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs um verkefni á sviði sviðslista vegna auka fjárveitingar á fjárlögum ríkisins til menningarmiðstöðvarinnar á árinu 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi áætlun um sviðslistaverkefni fyrir árin 2016 og 2017.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Starfsáætlanir nefnda Fljótsdalshéraðs 2016

Málsnúmer 201603060

Sigrún Harðardóttir formaður félagsmálanefndar mætti á fundinn og kynnti starfsáætlun félagsmálanefndar fyrir árið 2016.
Fyrirspurn um starfsáætlunina kom frá Stefáni Boga Sveinssyni og svaraði Sigrún henni.


Gunnar Jónsson kynnti starfsáætlun bæjarráðs, hvað varðar þá liði sem færast undir málaflokkinn 21 Sameiginlegur kostnaður.

Til máls tóku um starfsáætlunina. Stefán Bogi Sveinsson, sem bar fram fyrirspurnir. Gunnar Jónsson sem svaraði fyrirspurnum. Gunnar Sigbjörnsson og Páll Sigvaldason.

Bæjarstjórn leggur til að þær starfsáætlanir nefnda sem hafa verið lagðar fyrir bæjarstjórn og kynntar þar, verði að því loknu gerðar aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins.

7.1.Sumarlokun bæjarskrifstofu

Málsnúmer 201303025

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að á komandi sumri verði sumarlokun bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs á tímabilinu 18. til 29. júlí. Framkvæmdin verður með sama hætti og undanfarin ár, þannig að svarað verður í síma þessar tvær vikur á hefðbundnum opnunartíma skrifstofunnar og reynt að bregðast við brýnustu erindum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.2.Starfsáætlun bæjarráðs

Málsnúmer 201603067

Afgreitt undir lið 1.

7.3.Húsaleiga Miðvangi 31

Málsnúmer 201504059

Í vinnslu.

7.4.Tillaga til þingsályktunar um skilyrðislausa grunnframfærslu (borgaralaun)

Málsnúmer 201603064

Lagt fram til kynningar.

7.5.Dekkjakurl á knattspyrnuvöllum og sparkvöllum

Málsnúmer 201602118

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir tillögu bæjarráðs um að stefna á að halda fund með fulltrúum foreldrafélaga grunnskólanna, og fulltrúum íþróttafélaga, ásamt fagaðila, til að ræða stöðuna og mögulegar aðgerðir vegna spark- og íþróttavalla á Fljótsdalshéraði. Einnig verði boðaðir fulltrúar úr íþrótta- og tómstundanefnd og umhverfis- og framkvæmdanefnd. Bæjarstjóra falið að boða fundinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.6.Útboð reksturs Héraðsþreks og gjaldskrá

Málsnúmer 201510014

Stefán Bogi Sveinsson lagði fram breytingartillögu, fh. B-listans, þess efnis að aftan við textann "breytingu á gjaldskrá sundlaugarinnar á Egilsstöðum" bætist, -þó þannig að stakt gjald fyrir fullorðinn verði kr. 800 í stað kr. 700.

Tillagan borin upp og felld með 6 atkv. meirihluta, en 3 fulltrúar minnihlutans greiddu henni atkv.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og samþykkir tillögu íþrótta- og tómstundanefndar um breytingu á gjaldskrá sundlaugarinnar á Egilsstöðum. Breytingin tekur gildi 1. maí.

Tillagan samþykkt með 6 atkv. meirihlutans en 3 fulltrúar minnihlutans sátu hjá.

7.7.Fjarskiptasamband í dreifbýli

Málsnúmer 201302127

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 20:15.