Fellaskóli - húsnæðismál

Málsnúmer 201602040

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 230. fundur - 09.02.2016

Sverrir Gestsson kynnti stöðu og áætlun vegna framkvæmda við húsnæði Fellaskóla.

Til kynningar.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 231. fundur - 08.03.2016

Sverrir Gestsson kynnti stöðu mála í framhaldi af fyrri umfjöllun á fundum nefndarinnar.

Lagt fram til kynningar.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 236. fundur - 07.06.2016

Sverrir Gestsson kynnti stöðu mála hvað varðar fyrirhugaðar framkvæmdir við húsnæði Fellaskóla. Enn er óljóst hvort hægt verður að ljúka útivinnu í sumarleyfi skólans og nokkuð ljóst að innivinna verður unnin að einhverju eða öllu leyti eftir að skóli hefst. Nokkuð ljóst er því að þörf verður á að leita lausna vegna húsnæðisþarfar bæði grunn- og tónlistarskóla í upphafi hausts.

Fræðslunefnd leggur ríka áherslu á að fundnar verði leiðir svo hægt verði að ljúka framkvæmdum við húsnæði skólanna sem allra fyrst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 238. fundur - 13.09.2016

Sverrir Gestsson, skólastjóri, fór yfir stöðu mála varðandi framkvæmdir við húsnæði Fellaskóla en viðgerð við þak er lokið og nú standa yfir innnanhúsframkvæmdir.

Lagt fram til kynningar.