Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

236. fundur 07. júní 2016 kl. 17:00 - 22:10 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir varaformaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Soffía Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Viðar Örn Hafsteinsson varamaður
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson varamaður
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Áheyrnarfulltrúar leikskóla, Guðmunda Vala Jónasdóttir og Hlín Stefánsdóttir mættu á fundinn undir liðum 1-7. Áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Sigurlaug Jónasdóttir og Hrefna Egilsdóttir mættu á fundinn undir liðum 5-14. Þorvaldur Benediktsson Hjarðar mættti á fundinn undir liðum 11-14. Áheyrnarfulltrúar tónlistarskóla, Drífa Sigurðardóttir og Berglind Halldórsdóttir mættu á fundinn undir liðum 6-7 og Berglind Halldórsdóttir mætti aftur undir liðum 15-18. Skólastjórnendur mættu á fundinn undir liðum 5-7 og annars þar sem fjallað var um þeirra stofnun sérstaklega.

1.Meistaraverkefni Mörtu Wium Hermannsdóttur um sameiningu leikskóla á Egilsstöðum

Málsnúmer 201606017Vakta málsnúmer

Marta Wium Hermannsdóttir mætti á fundinn og kynnti meistarverkefni sitt.

2.Erindi frá foreldrum barna sem fædd eru 2015

Málsnúmer 201606024Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd leggur til bætt verði við 70% stöðugildi á Tjarnaskógi frá 1. september nk. til að mæta auknum fjölda eins árs barna haustið 2016. Staðan verði svo metin í haust þegar endanleg niðurröðun barna á deildir liggur fyrir. Gera má ráð fyrir að launakostnaður skólans hækki um 1.1 milljón kr. miðað við áætlun 2016 vegna þessa.

Fræðslunefnd óskar eftir því við bæjarráð að gerður verði viðauki við samþykkta fjárhagsáætlun til að bæta þessum kostnaðarauka við.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Skóladagatal Tjarnarskógar 2016-2017

Málsnúmer 201606018Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd samþykkir skóladagatalið fyrir sitt leyti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Skóladagatal Hádegishöfða 2016-2017

Málsnúmer 201606019Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd samþykkir skóladagatalið fyrir sitt leyti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Frumfjárhagsáætlun fræðslusviðs 2017

Málsnúmer 201605038Vakta málsnúmer

Rammaáætlun fyrir 2017 gerir ráð fyrr 30 milljóna skerðingu á fræðslusviði miðað við framreiknaðan kostnað. Fræðslunefnd telur óraunhæft að mæta þessum niðurskurði að fullu ætli sveitifélagið að halda sjó á fræðslusviði.

Fræðslunefnd leggur áherslu á að þegar bæjarstjórn horfir til niðurskurðar verði forgangsraðað þannig að grunnþjónustu eins og sinnt er á fræðslusviði verði hlíft.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Menntastefna Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201101102Vakta málsnúmer

Rætt um hugsanlegt skólaþing og ákveðið að fulltrúar í fræðslunefnd fundi með Sigurborgu Hannesdóttur frá ILDI til að kanna möguleika á samstarfi um framkvæmd við slíkt þing.

Samþykkt með fjórum atkvæðum, einn situr hjá (VÖH).

7.Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2016

Málsnúmer 201605076Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd hvetur skólastjórnendur til að gera tillögur um málefni sem eiga erindi til umfjöllunar í nefndum á aðalfundi SSA næsta haust.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Kjarasamningur Félags grunnskólakennara

Málsnúmer 201606021Vakta málsnúmer

Rætt um nýgerðan kjarasamning við grunnskólakennara sem er í atkvæðagreiðslu. Ljóst er að auk umsaminna hlutfallshækkana má gera ráð fyrir kostnaðarauka af breyttum áherslum.

Lagt fram til kynningar.

9.Fundargerðir skólaráðs Brúarásskóla

Málsnúmer 201305087Vakta málsnúmer

Stefanía Malen Stefánsdóttir kynnti fundargerðirnar.

Lagt fram til kynningar.

10.Fundargerðir skólaráðs Fellaskóla.

Málsnúmer 201211040Vakta málsnúmer

Sverrir Gestsson kynnti fundargerðirnar.

Lagt fram til kynningar.

11.Fellaskóli - húsnæðismál

Málsnúmer 201602040Vakta málsnúmer

Sverrir Gestsson kynnti stöðu mála hvað varðar fyrirhugaðar framkvæmdir við húsnæði Fellaskóla. Enn er óljóst hvort hægt verður að ljúka útivinnu í sumarleyfi skólans og nokkuð ljóst að innivinna verður unnin að einhverju eða öllu leyti eftir að skóli hefst. Nokkuð ljóst er því að þörf verður á að leita lausna vegna húsnæðisþarfar bæði grunn- og tónlistarskóla í upphafi hausts.

Fræðslunefnd leggur ríka áherslu á að fundnar verði leiðir svo hægt verði að ljúka framkvæmdum við húsnæði skólanna sem allra fyrst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Fundargerðir skólaráðs Egilsstaðaskóla

Málsnúmer 201209100Vakta málsnúmer

Sigurlaug Jónasdóttir kynnti fundargerðina.

Fræðslunefnd tekur undir bókun skólaráðs Egilsstaðaskóla hvað varðar tímasetningu haustþings og telur rétt að skoðað sé hvort hægt er að halda haustþing grunnskóla utan starfstíma skólanna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Stefán Bogi Sveinsson vakti athygli á að afar óheppilegt er að halda haustþing kennara á sama tíma og aðalfund SSA.

13.Ábending frá Sambandi ísl. sveitarfélaga til skólanefnda

Málsnúmer 201606023Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd beinir því til grunnskóla sveitarfélagsins að hér eftir sem hingað til verði gætt hófs við gerð innkaupalista fyrir næsta skólaár.

Jafnframt felur nefndin fræðslustjóra að taka erindið upp á næsta fundi grunnskólastjóra. Niðurstaða þess fundar verði tekin til umfjöllunar á næsta fundi fræðslunefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Fyrirspurn varðandi boð HR til stúlkna í 9. grunnskóla

Málsnúmer 201606022Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd fagnar að stúlkum á Fljótsdalshéraði hafi verið boðið að taka þátt í "Stelpur og tækni deginum" sem haldin var í Reykjavík, en dagurinn er haldin víða um heim. Stúlkunum var boðið suður, sem allir skólar sveitafélagsins þáðu.

Fræðslunefnd telur ekki að nemendum hafi verið mismunað með ómálefnalegum hætti með því að leyfa stelpunum að þiggja þessa ferð. Jafnframt hvetur fræðslunefnd skólana til að nýta hvert tækifæri sem gefst til að víkka sjóndeildarhring nemenda sinna út fyrir hefðbundin störf og stuðla að jafnrétti kynjanna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Staða skólastjóra Tónlistarskólans á Egilsstöðum

Málsnúmer 201606028Vakta málsnúmer

Daníel Arason hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. september nk. Staðan hefur verið auglýst.

Daníel eru þökkuð vel unnin störf og óskað velfarnaðar í því sem hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni.

Lagt fram til kynningar.

16.Tónlistarskólinn á Egilsstöðum - skóladagatal 2016-2017

Málsnúmer 201605125Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd samþykkir skóladagatalið fyrir sitt leyti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.Skóladagatal Tónlistarskólans í Fellabæ 2016-2017

Málsnúmer 201606020Vakta málsnúmer

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

18.Umsókn um skólavist í tónlistarskóla utan heimasveitarfélags

Málsnúmer 201606029Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd hafnar erindinu, enda óvíst að framlag fáist úr Jöfnunarsjóði vegna námsvistar nemandans.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

19.Skýrsla fræðslufulltrúa

Málsnúmer 201108127Vakta málsnúmer

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 22:10.