Kjarasamningur Félags grunnskólakennara

Málsnúmer 201606021

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 236. fundur - 07.06.2016

Rætt um nýgerðan kjarasamning við grunnskólakennara sem er í atkvæðagreiðslu. Ljóst er að auk umsaminna hlutfallshækkana má gera ráð fyrir kostnaðarauka af breyttum áherslum.

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 364. fundur - 28.11.2016

Lagður fram undirskriftalisti frá grunnskólakennurum á Fljótsdalshéraði, með kröfu um aðgerðir og stuðning við kjarabaráttu kennara.
Sigrún Blöndal vék af fundi við umfjöllun liðarins.

Bæjarráð leggur áherslu á bæði sveitarfélög og kennarar bera ábyrgð á því að farsæl niðurstaða náist. Því ítrekar bæjarráð mikilvægi þess að samninganefndir ljúki störfum sem fyrst þannig að samningar náist fyrir lok þessa árs.

Bæjarráð þakkar jafnframt boð kennara um að kjörnir fulltrúar heimsæki skólana á skólatíma og telur vel til fundið að þeir þiggi heimboð skólanna og mæti þangað í heimsókn til að fylgjast með skólastarfinu.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 243. fundur - 13.12.2016

Fram kom hjá skólastjóra Egilsstaðaskóla að beinn viðbótarkostnaður ef kennarar þar taka að sér þá gæslu sem þeir nú sinna, og skal skv. nýsamþykktum kjarasamningi greiða sem yfirvinnu, er um 10,5 milljónir. Þessi kostnaður er viðbót við bein reiknuð fjárhagsleg áhrif kjarasamningsins.

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 367. fundur - 19.12.2016

Kjarasamningur við Félag grunnskólakennara sem undirritaður var 29. nóvember 2016 lagður fram til kynningar. Í ljósi bókunar bæjarstjórnar frá 7. desember 2016 fagnar bæjarráð að samningur hafi verið samþykktur en ítrekar að unnið verði af krafti í samræmi við þær bókanir sem að fylgja samningnum og vonast til að sú vinna geti orðið grundvöllur að langvarandi sátt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.