Frumfjárhagsáætlun fræðslusviðs 2017

Málsnúmer 201605038

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 236. fundur - 07.06.2016

Rammaáætlun fyrir 2017 gerir ráð fyrr 30 milljóna skerðingu á fræðslusviði miðað við framreiknaðan kostnað. Fræðslunefnd telur óraunhæft að mæta þessum niðurskurði að fullu ætli sveitifélagið að halda sjó á fræðslusviði.

Fræðslunefnd leggur áherslu á að þegar bæjarstjórn horfir til niðurskurðar verði forgangsraðað þannig að grunnþjónustu eins og sinnt er á fræðslusviði verði hlíft.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 240. fundur - 15.06.2016

Rammaáætlun fyrir 2017 gerir ráð fyrr 30 milljóna skerðingu á fræðslusviði miðað við framreiknaðan kostnað. Fræðslunefnd telur óraunhæft að mæta þessum niðurskurði að fullu ætli sveitarfélagið að halda sjó á fræðslusviði.
Fræðslunefnd leggur áherslu á að þegar bæjarstjórn horfir til niðurskurðar verði forgangsraðað þannig að grunnþjónustu eins og sinnt er á fræðslusviði verði hlíft.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa framangreindri bókun til áframhaldandi vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2017.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.