Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

234. fundur 10. maí 2016 kl. 17:00 - 18:55 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Davíð Þór Sigurðarson formaður
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir varaformaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Soffía Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Hrund Erla Guðmundsdóttir mætti á fundinn við upphaf 3. dagskrárliðar.

Áheyrnarfulltrúar grunnskóla Sigurlaug Jónasdóttir og Þorvaldur Benediktsson Hjarðar mættu á fundinn undir liðum 1-6. Skólastjórar mættu undir þeim liðum sem vörðuðu þeirra stofnanir sérstaklega.

1.Brúarásskóli - skóladagatal 2016-2017

Málsnúmer 201605033Vakta málsnúmer

Stefanía Malen Stefánsdóttir fylgdi eftir drögum að skóladagatali Brúarásskóla 2016-2017 sem hefur verið afgreitt í skólaráði og á kennarafundi. Fræðslunefnd samþykkir skóladagatalið fyrir sitt leyti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Fellaskóli - skóladagatal 2016-2017

Málsnúmer 201605034Vakta málsnúmer

Sverrir Gestsson fylgdi eftir drögum að skóladagatali Fellaskóla 2016-2017 sem hefur verið afgreitt á kennarafundi en bíður afgreiðslu skólaráðs. Fræðslunefnd samþykkir skóladagatalið fyrir sitt leyti með fyrirvara um samþykki skólaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Egilsstaðaskóli - skóladagatal 2016-2017

Málsnúmer 201605035Vakta málsnúmer

Sigurlaug Jónasdóttir fylgdi eftir drögum að skóladagatali Egilsstaðaskóla 2016-2017 sem hefur verið afgreitt í skólaráði og á kennarafundi. Fræðslunefnd samþykkir skóladagatalið fyrir sitt leyti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Skimun á unglingstigi

Málsnúmer 201605032Vakta málsnúmer

Rætt um mögulega framkvæmd á skimunum fyrir kvíða á unglingastigi í skólum á Fljótsdalshéraði. Fræðslufulltrúa falið að kanna möguleika á samstarfi við Skólaskrifstofu Austurlands, Heilbrigðisstofnun Austurlands og Félagsþjónustuna um framkvæmd slíkra skimana í samræmi við umræðu á fundinum. Málið verður tekið til frekari afgreiðslu á fundi nefndarinnar þegar niðurstaða þess liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Egilsstaðaskóli - nemendamál

Málsnúmer 201509016Vakta málsnúmer

Sigurlaug Jónasdóttir kynnti málið.

Fræðslunefnd óskar eftir að fá fund með félagsmálanefnd um afgreiðslu og úrlausnir mála sem varða jafnt fræðslumál og félagsþjónustu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Menntastefna Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201101102Vakta málsnúmer

Rætt um vinnuferli við endurskoðun á menntastefnu Fljótsdalshéraðs.

Mál í vinnslu.

7.Frumfjárhagsáætlun fræðslusviðs 2017

Málsnúmer 201605038Vakta málsnúmer

Mál í vinnslu.

8.Skýrsla fræðslufulltrúa

Málsnúmer 201108127Vakta málsnúmer

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:55.