Hrund Erla Guðmundsdóttir mætti á fundinn við upphaf 3. dagskrárliðar.
Áheyrnarfulltrúar grunnskóla Sigurlaug Jónasdóttir og Þorvaldur Benediktsson Hjarðar mættu á fundinn undir liðum 1-6. Skólastjórar mættu undir þeim liðum sem vörðuðu þeirra stofnanir sérstaklega.
Stefanía Malen Stefánsdóttir fylgdi eftir drögum að skóladagatali Brúarásskóla 2016-2017 sem hefur verið afgreitt í skólaráði og á kennarafundi. Fræðslunefnd samþykkir skóladagatalið fyrir sitt leyti.
Sverrir Gestsson fylgdi eftir drögum að skóladagatali Fellaskóla 2016-2017 sem hefur verið afgreitt á kennarafundi en bíður afgreiðslu skólaráðs. Fræðslunefnd samþykkir skóladagatalið fyrir sitt leyti með fyrirvara um samþykki skólaráðs.
Sigurlaug Jónasdóttir fylgdi eftir drögum að skóladagatali Egilsstaðaskóla 2016-2017 sem hefur verið afgreitt í skólaráði og á kennarafundi. Fræðslunefnd samþykkir skóladagatalið fyrir sitt leyti.
Rætt um mögulega framkvæmd á skimunum fyrir kvíða á unglingastigi í skólum á Fljótsdalshéraði. Fræðslufulltrúa falið að kanna möguleika á samstarfi við Skólaskrifstofu Austurlands, Heilbrigðisstofnun Austurlands og Félagsþjónustuna um framkvæmd slíkra skimana í samræmi við umræðu á fundinum. Málið verður tekið til frekari afgreiðslu á fundi nefndarinnar þegar niðurstaða þess liggur fyrir.
Áheyrnarfulltrúar grunnskóla Sigurlaug Jónasdóttir og Þorvaldur Benediktsson Hjarðar mættu á fundinn undir liðum 1-6. Skólastjórar mættu undir þeim liðum sem vörðuðu þeirra stofnanir sérstaklega.