Menntastefna Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201101102

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 180. fundur - 21.01.2013

Fræðslunefnd mun fara yfir stefnuna á vinnufundi innan tíðar.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 227. fundur - 08.12.2015

Fræðslunefnd mun vinna að því að skipaður verði stýrihópur sem leiði vinnuna við endurskoðun á menntastefnu Fljótsdalshéraðs. Sá stýrihópur verði skipaður í byrjun árs 2016 og í framhaldi verði umræða um vinnuferlið í fræðslunefnd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 229. fundur - 16.12.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að fræðslunefnd vinni að því að skipaður verði stýrihópur sem leiði vinnuna við endurskoðun á menntastefnu Fljótsdalshéraðs. Sá stýrihópur verði skipaður í byrjun árs 2016 og í framhaldi verði umræða um vinnuferlið í fræðslunefnd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 234. fundur - 10.05.2016

Rætt um vinnuferli við endurskoðun á menntastefnu Fljótsdalshéraðs.

Mál í vinnslu.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 235. fundur - 24.05.2016

Rætt um vinnuferli við endurskoðun á menntastefnu Fljótsdalshéraðs.

Mál í vinnslu.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 236. fundur - 07.06.2016

Rætt um hugsanlegt skólaþing og ákveðið að fulltrúar í fræðslunefnd fundi með Sigurborgu Hannesdóttur frá ILDI til að kanna möguleika á samstarfi um framkvæmd við slíkt þing.

Samþykkt með fjórum atkvæðum, einn situr hjá (VÖH).

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 241. fundur - 08.11.2016

Formaður fór yfir síðustu skref í vinnu við menntastefnu sveitarfélagsins.

Menntastefnan áfram í vinnslu.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 242. fundur - 22.11.2016

Formaður kynnti þann undirbúning sem hefur farið fram við mat á hvernig vinna beri endurskoðun/uppfærslu á gildandi menntastefnu eða nýja stefnu. Ákveðið að senda hagsmunaaðilum þær spurningar sem liggja fyrir fundinum og nýta svör við þeim við ákvörðun um næstu skref í vinnuferlinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 252. fundur - 22.08.2017

Sigurborg Kr. Hannesdóttir mætti á fund nefndarinnar til umræðu um næstu skref vegna vinnu við endurskoðun á menntastefnu sveitarfélagsins.

Mál í vinnslu.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 273. fundur - 12.03.2019

Næstu skref verða í höndum fræðslunefndar sem mun taka saman og fara yfir fyrirliggjandi gögn vegna uppfærslu menntastefnu sveitarfélagsins. Tillögur verða síðan sendar til umsagnar meðal fagfólks á fræðslusviði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.