Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

180. fundur 21. janúar 2013 kl. 16:00 - 18:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður
  • Soffía Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
  • Helga Þórarinsdóttir aðalmaður
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
  • Þorbjörn Rúnarsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Áheyrnarfulltrúar leikskóla, Guðmunda Vala Jónasdóttir og María Ósk Kristmundsdóttir auk Ólafar Ragnarsdóttur, leikskólafulltrúa mættu á fundinn undir liðum 1-3. Áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Stefanía Malen Stefánsdóttir, Sigfús Guttormsson, Ásthildur Kristín Garðarsdóttir og Harpa Hlín Jónasdóttir sátu fundinn undir liðum 2-7.

1.Sumarlokun leikskóla

Málsnúmer 201301154Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur tillaga um að sumarleyfi leikskólanna Hádegishöfða og Tjarnarskógar verði frá og með 15. júlí til og með 9. ágúst 2013. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti þessar dagsetningar. Sumarlokun annarra leikskóla fylgir þeim hefðum sem þar eru.

2.Þjónustukönnun október-nóvember 2012

Málsnúmer 201212026Vakta málsnúmer

Niðurstöður könnunarinnar lagðar fram til kynningar.

Fræðslunefnd lýsir áhyggjum sínum yfir því að ánægja íbúa með þjónustu sveitarfélagsins virðist dala nokkuð milli kannana. Nefndin telur að bregðast þurfi við þeirri gagnrýni sem fram kemur í könnuninni. Meðal atriða sem ítrekað koma fram er að bæta megi viðmót og samskipti við íbúa. Nefndarmenn telja að okkur sé öllum hollt að vanda okkur betur í samskiptum hvert við annað.

3.Menntastefna Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201101102Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd mun fara yfir stefnuna á vinnufundi innan tíðar.

4.Fundargerðir skólaráðs Egilsstaðaskóla

Málsnúmer 201209100Vakta málsnúmer

Varðandi lið 5 a í fundargerð skólaráðs Egilsstaðaskóla vísar fræðslunefnd erindinu til umfjöllunar í vinnuhóp um umferðaröryggismál. Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

5.Orkumál - Brúarásskóli

Málsnúmer 201301158Vakta málsnúmer

Í ljósi mikillar hækkunar á orkukostnaði í Brúarásskóla á undanförnum árum fer fræðslunefnd fram á það við skipulags- og mannvirkjanefnd að kannaður verði möguleiki á að finna hagstæðari og umhverfisvænni leiðir til húshitunar í Brúarásskóla.

6.Skólaakstur - skipulag o.fl.

Málsnúmer 201211104Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd felur fræðslufulltrúa að taka saman upplýsingar um umfang og annað er málið varðar og skila til bæjarráðs.

7.Dagsetningar samræmdra könnunarprófa í 4., 7. og 10. bekk 2013

Málsnúmer 201301095Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

8.Forvarnarstefna Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201211107Vakta málsnúmer

Þorbjörn Rúnarsson og Soffía Sigurjónsdóttir munu ásamt fræðslufulltrúa fara yfir fyrirliggjandi drög að forvarnarstefnu. Stefnt er að því að leggja endurskoðuð drög að forvarnarstefnu fram í nefndinni fyrir vorið.

Fundi slitið - kl. 18:45.