- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir tillögu fræðslunefndar um að fela fræðslufulltrúa að taka saman upplýsingar um umfang og skipulag skólaaksturs og annað er málið varðar og skila til bæjarráðs.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Lögð fram samantekt fræðslufulltrúa vegna skólaaksturs í dreifbýli.
Bæjarráð samþykkir að vísa samantektinni til fundar bæjrráðs 10. apríl þar sem teknar verið til umfjöllunar almenningssamgöngur bæði í dreifbýli og þéttbýli.
Jafnframt liggi fyrir á þeim fundi tölulegar upplýsingar um tekjur og gjöld varðandi umræddan akstur.
Málinu frestað til næsta fundar.
Lagðar fram greinargerðir frá Helgu Guðmundsdóttur og Frey Ævarssyni, varðandi skólaakstur og almenningssamgöngur hjá Fljótsdalshéraði.
Eftir skoðun gagnanna og umræður um þau var samþykkt samhljóða með handauppréttingu að óska eftir að þau Helga og Freyr mæti á næsta fund bæjarráðs og fari betur í gegn um greinargerðina og bakgögn hennar.
Fræðslunefnd felur fræðslufulltrúa að taka saman upplýsingar um umfang og annað er málið varðar og skila til bæjarráðs.