Skólaakstur - skipulag o.fl.

Málsnúmer 201211104

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 180. fundur - 21.01.2013

Fræðslunefnd felur fræðslufulltrúa að taka saman upplýsingar um umfang og annað er málið varðar og skila til bæjarráðs.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 170. fundur - 06.02.2013

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn samþykkir tillögu fræðslunefndar um að fela fræðslufulltrúa að taka saman upplýsingar um umfang og skipulag skólaaksturs og annað er málið varðar og skila til bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 227. fundur - 13.03.2013

Lögð fram samantekt fræðslufulltrúa vegna skólaaksturs í dreifbýli.

Bæjarráð samþykkir að vísa samantektinni til fundar bæjrráðs 10. apríl þar sem teknar verið til umfjöllunar almenningssamgöngur bæði í dreifbýli og þéttbýli.

Jafnframt liggi fyrir á þeim fundi tölulegar upplýsingar um tekjur og gjöld varðandi umræddan akstur.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 231. fundur - 24.04.2013

Lagðar fram greinargerðir frá Helgu Guðmundsdóttur og Frey Ævarssyni, varðandi skólaakstur og almenningssamgöngur hjá Fljótsdalshéraði.

Eftir skoðun gagnanna og umræður um þau var samþykkt samhljóða með handauppréttingu að óska eftir að þau Helga og Freyr mæti á næsta fund bæjarráðs og fari betur í gegn um greinargerðina og bakgögn hennar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 232. fundur - 15.05.2013

Til fundarins mættu Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála og Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi, til að fylgja betur eftir greinargerðum sínum um almenningasamgöngur og skólaakstur á vegum Fljótsdalshéraðs.
Að lokinni yfirferð Freys yfir nýtingu á almenningssamgöngum í þéttbýlinu, var honum falið að óska eftir fundi með akstursaðila til að fara betur í gegnum nýtingu einstakra ferða og fl.
Helga fór síðan yfir nýtingu á almenningssamgöngum og skólaakstri á leiðunum Egilsstaðir Hallormsstaður og Egilsstaðir Brúarás.

Að lokinni yfirferð yfir málið var gestunum þökkuð koman og veittar upplýsingar.

Bæjarráð samþykkir samhljóða með handauppréttingu að taka málið upp að nýju á fyrsta fundi í október, að fengnum frekari upplýsingum.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 242. fundur - 09.10.2013

Samþykkt að fresta málinu til næsta fundar bæjarráðs.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 243. fundur - 23.10.2013

Málinu var vísað til þessa fundar frá síðasta bæjarráðsfundi.
Lögð fram samantekt frá Frey Ævarssyni varðandi nýtingu á almenningssamgöngum.
Fram kom að farþegum hefur fjölgað nokkuð síðustu mánuði, miðað við sömu mánuði 2012.

Málefni almenningssamgangna verða tekið upp á næstu fundum bæjarráðs.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 244. fundur - 13.11.2013

Farið yfir ýmsa þætti sem snerta skólaakstur og almenningssamgöngur í dreifbýli sveitarfélagsins.

Samþykkt að fresta málinu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 252. fundur - 26.03.2014

Fjallað um skólaakstur og fyrirkomulag almenningssamgangna í dreifbýli sem haldið er uppi í samhengi við skólaaksturinn.

Bæjarráð telur að endurskoða eigi fyrirkomulag á gjaldtöku í almenningssamgöngum í dreifbýli og þéttbýli fyrir næsta haust.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 194. fundur - 02.04.2014

Í bæjarráði var fjallað um skólaakstur og fyrirkomulag almenningssamgangna í dreifbýli, sem haldið er uppi í samhengi við skólaaksturinn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og telur að endurskoða eigi fyrirkomulag á gjaldtöku í almenningssamgöngum í dreifbýli og þéttbýli fyrir næsta haust.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Eyrún Arnardóttir lagði fram eftirfarandi tillögu:
Bæjarstjórn samþykkir að fela Fræðslunefnd að endurskoða skilgreiningu skólahverfa austan Lagarfljóts, þ.e. núverandi skólahverfum Hallormsstaða- og Egilsstaðaskóla. Kanna ber sérstaklega hvort hægt sé að sameina skólahverfin þar sem að frá hausti 2014 er einungis um eina skólastofnun að ræða á þessu svæði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.