Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

185. fundur 16. október 2013 kl. 17:00 - 19:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
 • Stefán Bogi Sveinsson forseti
 • Gunnar Jónsson aðalmaður
 • Eyrún Arnardóttir aðalmaður
 • Páll Sigvaldason aðalmaður
 • Sigrún Blöndal 2. varaforseti
 • Árni Kristinsson aðalmaður
 • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
 • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
 • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
 • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
 • Sigvaldi H Ragnarsson 1. varaforseti
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 242

Málsnúmer 1309023Vakta málsnúmer

Til máls tóku: Gunnar Jónsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Karl Lauritzson, sem ræddi lið 1.18. og bar fram fyrirspurnir. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 1.18. og lagði fram bókun. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 1.18. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 1.18. Ragnhildur Rós Indriðsdóttir,sem ræddi lið 1.18. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 1.18. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 1.18. Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 1.18. Eyrún Arnardóttir, sem ræddi lið 1.18. Karl Lauritzson, sem ræddi lið 1.18. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 1.18. Ragnhildur Rós Indriðadóttir, sem ræddi lið 1.18.og Sigrún Blöndal, sem ræddi lið 1.18.

Fundargerðin staðfest.


1.1.Fjármál 2013

Málsnúmer 201301002Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

1.2.Fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201302034Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

1.3.Langtíma fjárfestingaráætlun

Málsnúmer 201306083Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

1.4.Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs - 93

Málsnúmer 1309024Vakta málsnúmer

Fundargerðin staðfest.

1.5.Ferðamálaþing 2013

Málsnúmer 201309170Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

1.6.Skapandi greinar á Héraði

Málsnúmer 201310017Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

1.7.Tjaldsvæðið á Egilsstöðum, framkvæmdir og þjónusta á tjaldsvæðinu

Málsnúmer 201301022Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

1.8.Meet the locals, þátttaka í verkefni

Málsnúmer 201309159Vakta málsnúmer

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

1.9.Starfsáætlun atvinnumálanefndar fyrir 2014

Málsnúmer 201309073Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

1.10.Fundargerð 156. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201309171Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar.

1.11.35. fundur Brunavarna á Austurlandi

Málsnúmer 201310001Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar.

1.12.Fundargerð Dvalar- og hjúkrunarheimilis aldraðra 7.október 2013

Málsnúmer 201310016Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

1.13.Skólaakstur - skipulag o.fl.

Málsnúmer 201211104Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

1.14.Fjárlaganefnd Alþingis/ Viðtalstími um fjármál sveitarfélaga

Málsnúmer 201309167Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Vigdísi Hauksdóttur, formanni fjárlaganefndar Alþingis, dagsett 26. september 2013, þar sem fulltrúum sveitarfélaga og/eða landshlutasamtaka þeirra er boðið til viðtals um fjármál sveitarfélaga í tengslum við vinnu nefndarinnar vegna fjárlagafrumvarps 2014. Hvatt er til þess að sveitarfélög nýti sér fjarfundafyrirkomulag í því sambandi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs felur bæjarstjórn bæjarstjóra að kanna hvort grundvöllur sé fyrir sameiginlegum fundi sveitarfélaganna Borgarfjarðarhrepps, Seyðisfjarðarbæjar, Fljótsdalshéraðs og Fljótsdalshrepps með fjárlaganefnd Alþingis, líkt og gert var árið 2012.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.15.Tillaga til þingsályktunar um hlutdeild sveitarfélaga í veiðigjaldi og tekjum af orkuauðlindum

Málsnúmer 201309138Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn vísar til bókunar bæjarráðs frá 14. desember 2011, sem gerð var í tilefni af tillögum frá starfshópi sjávarútvegsráðherra um auðlindarentu. Í þeirri bókun segir meðal annars:

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs tekur undir það meginsjónarmið að auðlindarenta renni til nærsamfélagsins þar sem auðlindir er að finna. Þannig renni veiðigjald til sjávarbyggða þar sem verðmætasköpunin á sér stað, á sama hátt og bæjarráð telur eðlilegt að auðlindagjöld t.d. í tengslum við virkjanir renni til þeirra sveitarfélaga þar sem orkan er tekin.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.16.Nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu

Málsnúmer 201309143Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, dagsett 20. september 2013 með ósk um tilnefningu til nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu og stjórnsýslu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að tilnefna Austurbrú til umræddra nýsköpunarverðlauna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.17.Samþykkt um alifuglahald innan þéttbýlis á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201308104Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

1.18.Málefni Reiðhallar

Málsnúmer 201309112Vakta málsnúmer

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

Karl Lauritzson, Ragnhildur Rós Indriðadóttir og Árni Kristinsson óskkuðu eftir því að fram kæmi að þau styddu ekki ákvörðun bæjarráðs í málinu.

Stefán Bogi Sveinsson og Gunnar Jónsson lögðu fram eftirfarandi bókun:

Það var að frumkvæði landbúnaðarráðuneytisins sem farið var af stað með það verkefni á sínum tíma að reisa reiðhallir í öllum landshlutum. Að frumkvæði ríkisvaldsins var leitað til hestamannafélaga um samstarf um verkefnið og jafnframt var óskað eftir fjármunum frá viðkomandi sveitarfélögum. Fljótlega breyttust þó forsendur verkefnisins, höllunum fjölgaði og fjármagn til hverrar og einnar minnkaði sem því nam. Því má ljóst vera að ákveðinn forsendubrestur varð í verkefninu strax í upphafi. Þrátt fyrir það risu reiðhallir hringinn í kringum landið. Það er nánast hægt að fullyrða að ekkert þessara verkefna hefur farið eins og lagt var upp með í byrjun og hér um bil allsstaðar hafa sveitarfélög mátt koma inn í verkefnið á mismunandi stigum til þess að taka við boltanum. Reiðhöllin á Iðavöllum er aðeins síðasta dæmið af mörgum um þetta.

Halda má fram með nokkrum rökum að ógæfa verkefnisins hafi verið ónógur stuðningur ríkisvaldsins þegar á reyndi og síðan misráðnar ákvarðanir eða skortur á ákvörðunum af hálfu stjórnenda sveitarfélagsins í gegnum tíðina þegar kemur að málefnum hestamanna. Við hinu síðara verður ekki gert úr þessu en vonandi tekst að rétta hlut verkefnisins gagnvart ríkinu þótt seint sé.

Undanfarin ár hefur verið háð varnarbarátta í fjármálum sveitarfélagsins. Hefur hún einkennst af því að reynt hefur verið að standa vörð um þá þjónustu sem þegar er til staðar og bregðast við þeim bráðasta vanda sem upp hefur komið hvað varðar fjárfestingu og framkvæmdir.

Sú ákvörðun sem tekin var um að Fasteignafélag Fljótsdalshéraðs keypti reiðhöllina á Iðavöllum teljum við vera í fullu samræmi við framangreind sjónarmið um að leitast við að verja þá þjónustu og aðstöðu sem í boði er í sveitarfélaginu. Ekki er hægt að ímynda sér að um mikið bráðari vanda geti verið að ræða varðandi aðstöðu og þjónustu við íbúa heldur en stóð fyrir dyrum í vikunni varðandi reiðhöllina.

Ítreka ber að ennþá er að því stefnt að tekjur af rekstri hallarinnar standi undir kostnaði við fjármögnun og rekstur hennar. Þetta er krefjandi verkefni sem framundan er og kallar á ríka samstöðu hestamanna, ræktenda, ferðaþjónustuaðila og annarra sem komið geta að nýtingu hallarinnar.

1.19.Jafnréttisþing 2013

Málsnúmer 201310009Vakta málsnúmer

Vísað til félagsmálanefndar.

1.20.Landsbyggðin lifi/styrkbeiðni

Málsnúmer 201310018Vakta málsnúmer

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

2.Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 103

Málsnúmer 1310003Vakta málsnúmer

Til máls tóku: Sigvaldi Ragnarsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Gunnar Jónsson, sem vakti athygli á vanhæfi sínu vegna liðar 2.9. og úrskurðaði forseti hann vanhæfan. Einnig ræddi hann lið 2.10 og Sigvaldi Ragnarsson, sem ræddi lið 2.10.

Fundargerðin staðfest.

2.1.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 124

Málsnúmer 1309021Vakta málsnúmer

Fundargerðin staðfest.

2.2.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201309145Vakta málsnúmer

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

2.3.Umsókn um byggingarleyfi/breytingar

Málsnúmer 201304029Vakta málsnúmer

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

2.4.Aðalfundur Húsfélagsins Hléskógum 2-6

Málsnúmer 201310020Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

2.5.Skipulags- og mannvirkjanefnd fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201309139Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

2.6.Starfshópur um stjórnfyrirkomulag Vatnajökulsþjóðgarðs

Málsnúmer 201301248Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

2.7.Skólabrún deiliskipulag

Málsnúmer 201309047Vakta málsnúmer

Áherslur við gerð deiliskipulags fyrir götuna Skólabrún, Fellabæ.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að deiliskipulagið verði nokkuð opið, nýtingarhlutfall 0,2 til 0,4. Þakgerð húsanna verði mænisþök.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.8.Umsókn um stofnun fasteignar

Málsnúmer 201309150Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28.9.2013 þar sem Halldór Vilhjálmsson kt.090933-3459 óskar eftir stofnun fasteignar í fasteignaskrá skv. 14. gr. laga nr. 6/2001 um skráningu og mat fasteigna, samkvæmt meðfylgjandi lóðarblaði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Þar sem framlagt lóðarblað er ekki rétt að mati skipulags- og mannvirkjanefndar þá hafnar bæjarstjórn erindi umsækjanda. Bæjarstjórn samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðina í Þjóðskrá, þegar leiðrétt lóðarblað liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.9.Erindi um breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201309137Vakta málsnúmer

Erindi innfært 23.9.2013 þar sem Þórhallur Pálsson kt. 160152-3899 fyrir hönd eigenda jarðarinnar Egilsstaða 2, óskar eftir afstöðu sveitarfélagsins til þess að breyta landnotkun við Norðurkoll í Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs þannig að þar verði gert ráð fyrir íbúðarbyggð. Fyrir liggur staðsetning á fyrirhuguðu svæði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að vísa málinu til endurskoðunar aðalskipulags 2008 - 2028, en ákvörðun um slíka endurskoðun skal taka í upphafi nýs kjörtímabils sveitarstjórnar.

Samþykkt með handauppréttingu með 8 aktvæðum en 1 var fjarverandi (GJ)

2.10.Jökuldalsvegur(923)um Hrafnkelsdal

Málsnúmer 201304074Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

2.11.Beiðni um lykiltölur úr aðalskipulagi.

Málsnúmer 201307005Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

2.12.Einbúablá 34, lóðarfrágangur

Málsnúmer 201310030Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

2.13.Framlagning deiliskipulagstillögu og kynning byggingaráforma

Málsnúmer 201310027Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8.10. 2013 þar sem Þórhallur Pálsson kt.160152-3899, fyrir hönd Vaðals ehf. og Aðalsteins Jónssonar, leggur fram deiliskipulagstillögu fyrir ferðaþjónustuna að Skjöldólfsstöðum á Jökuldal ásamt lýsingu á verkefninu.
Jafnframt eru lögð fram byggingaráform gistiheimilisins til kynningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að leita umsagnar um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og kynna fyrir almenningi samkvæmt 40. gr.Skipulagslaga nr.123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.14.Finnsstaðasel, heimreið

Málsnúmer 201310042Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

3.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 191

Málsnúmer 1310006Vakta málsnúmer

Fundargerðin staðfest.

3.1.Egilsstaðaskóli - fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201309034Vakta málsnúmer

Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2014.

3.2.Egilsstaðaskóli - nemendamál

Málsnúmer 201310033Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

3.3.Fellaskóli - fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201309035Vakta málsnúmer

Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2014.

3.4.Brúarásskóli - fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201309036Vakta málsnúmer

Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2014.

3.5.Leikskólinn Tjarnarskógur - fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201309124Vakta málsnúmer

Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2014.

3.6.Leikskólinn Hádegishöfði - fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201309125Vakta málsnúmer

Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2014.

3.7.Leikskólinn Tjarnarskógur - starfsmannamál

Málsnúmer 201310035Vakta málsnúmer

Fyrir liggur uppsögn Guðnýjar Önnu Þóreyjardóttur sem segir starfi sínu lausu frá og með næstu áramótum. Fræðslunefnd þakkar Guðnýju Önnu vel unnin störf og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og óskar eftir því að fræðslufulltrúi undirbúi ráðningarferli leikskólastjóra, en staðan hefur þegar verið auglýst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.8.Leikskólinn Tjarnarskógur - nemendamál

Málsnúmer 201310034Vakta málsnúmer

Afgreiðsla fræðslunefndar staðfest.

3.9.Tónlistarskólinn á Egilsstöðum - fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201309121Vakta málsnúmer

Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2014.

3.10.Tónlistarskólinn í Fellabæ - fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201309122Vakta málsnúmer

Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2014.

3.11.Tónlistarskólinn í Brúarási - fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201309123Vakta málsnúmer

Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2014.

3.12.Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2014

Málsnúmer 201310036Vakta málsnúmer

Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2014.

4.Skólanefnd Hallormsstaðaskóla - 22

Málsnúmer 1310008Vakta málsnúmer

Til máls tók: Sigrún Blöndal, sem ræddi lið 4.5.

Fundargerðin staðfest.

4.1.Hallormsstaðaskóli - fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201310045Vakta málsnúmer

Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2014.

4.2.Hallormsstaðaskóli - starfsmannamál

Málsnúmer 201308134Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.3.Hallormsstaðaskóli - fjármál

Málsnúmer 201308135Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.4.Skóladagatal leikskólans Skógarsels 2013-2014

Málsnúmer 201310050Vakta málsnúmer

Afgreiðsla skólanefndar staðfest.

4.5.Hallormsstaðaskóli - skólaþing haust 2013

Málsnúmer 201310049Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

4.6.Fyrirkomulag og framkvæmd íþróttakennslu í grunnskólum

Málsnúmer 201309037Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.7.Ungt fólk og lýðræði 2013 - lokaskýrsla

Málsnúmer 201309038Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

5.Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 50

Málsnúmer 1309022Vakta málsnúmer

Til máls tóku: Páll Sigvaldason, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hann sérstaklega lið 5.15. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 5.1, 5.2, 5.9 og 5.13. Páll Sigvaldason, sem ræddi liði 5.1, 5.2, 5.9 og 5.13. Karl Lauritzson, sem ræddi lið 5.13. Sigrún Blöndal, sem ræddi liði 5.15, 5.2 og 5.1. Karl Lauritzson, sem ræddi lið 5.2. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 5.15. Sigvaldi Ragnarsson, sem ræddi liði 5.1 og 5.13. Sigrún Blöndal, sem ræddi lið 5.15 og 5.13 og Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 5.15.

Fundargerðin staðfest.

5.1.Ormsteiti 2013

Málsnúmer 201308067Vakta málsnúmer

Á fundi menningar- og íþróttanefndar sátu úr stjórn Ormsteitis Jónas Þór Jóhannsson og Halldór Waaren ásamt Guðríði Guðmundsdóttur og gerðu grein fyrir stöðu og framkvæmd verkefnisins í sumar og áformum vegna þess fyrir 2014.
Það er samdóma mat stjórnarmanna að síðasta Ormsteiti hafi gengið vel og aðsókn verið góð. Þátttaka stofnana, félaga og fyrirtækja í sveitarfélaginu hefði þó mátt vera meiri.
Fram kom að Guðríður Guðmundsdóttir, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra Ormsteitis síðustu 5 ár, hefur ákveðið að hætta störfum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn þakkar Guðríði Guðmundsdóttur vel unnin störf í þágu hátíðarinnar á undanförnum árum.
Bæjarstjórn tekur undir með menningar- og íþróttanefnd og felur starfsmanni að óska eftir fundi með hagsmunaaðilum um framtíð og framkvæmd hátíðarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.2.Almenningsbókasöfn - mikilvægur fjársjóður til framtíðar

Málsnúmer 201309165Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

5.3.Fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201302034Vakta málsnúmer

Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2014.

5.4.Áætlun fagráðs um helstu verkefni MMF ári 2014

Málsnúmer 201309168Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

5.5.Samþykktir fyrir Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201309169Vakta málsnúmer

Samþykktir fyrir Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs á að endurskoða haustið 2013, eins og fram kemur í þeim.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu menningar- og íþróttanefndar samþykkir bæjarstjórn að samþykktirnar gildi áfram en verði teknar til endurskoðunar haustið 2014.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.6.Samstarf um uppbyggingu og rekstur skíðasvæðis

Málsnúmer 201309111Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

5.7.Beiðni um styrk vegna Karnivals dýranna

Málsnúmer 201309151Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 20. september 2013, frá Daníel Arasyni, f.h. Tónlistarskólans á Egilsstöðum með beiðni um styrk vegna flutnings á Karnival dýranna 8. nóvember n.k.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Að tillögu menningar- og íþróttanefndar leggur bæjarstjórn til að verkefnið verði styrkt um kr. 30.000 sem tekið verði af lið 05.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.8.Starfsáætlun menningar- og íþróttanefndar fyrir 2014

Málsnúmer 201309072Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

5.9.Fundargerð vallaráðs 23. 9. 2013

Málsnúmer 201310005Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð vallaráðs frá 23. september 2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með menningar- og íþróttanefnd og fagnar því hversu vel hefur tekist til í sumar með umhirðu íþróttavallanna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.10.Fundargerð Minjasafns Austurlands frá 5. september 2013

Málsnúmer 201309077Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

5.11.Þinggerð og tillögur frá þingi UÍA sem haldið var 14. apríl 2013

Málsnúmer 201309027Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

5.12.Skíðafélagið í Stafdal - ósk um afnot af íþróttamiðstöð

Málsnúmer 201310013Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

5.13.Kaup á öllum líkamsræktartækjum Héraðsþreks

Málsnúmer 201310014Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf, dagsett 2. október 2013, frá Fjólu Margréti Hrafnkelsdóttur, f.h. óstofnaðs félags, þar sem óskað er eftir kaupum á öllum líkamsræktartækjum Héraðsþreks vegna áforma um opnun heilsuræktar á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með menningar- og íþróttanefnd og hafnar erindinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.14.Fjármál 2013

Málsnúmer 201301002Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

5.15.Staða samninga sem menningar- og íþróttanefnd kemur að

Málsnúmer 201310015Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

6.Félagsmálanefnd - 121

Málsnúmer 1309020Vakta málsnúmer

Fundargerðin staðfest.

6.1.Drög að fjárhagsáætlun ársins 2014.

Málsnúmer 201309071Vakta málsnúmer

Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2014.

Fundi slitið - kl. 19:45.