Starfshópur um stjórnfyrirkomulag Vatnajökulsþjóðgarðs

Málsnúmer 201301248

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 225. fundur - 13.02.2013

Lagt fram bréf, dagsett 28.janúar 2013, undirritað af Guðnýju Láru Ingadóttur, fyrir hönd Jóns Geirs Péturssona, þar sem beðið er um ábendingar við viðfangsefnið.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka saman svör við þeim spurningum sem fram koma í bréfinu og koma þeim á framfæri við bréfritara.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 89. fundur - 13.02.2013

Erindi dags. 28.01.2013 þar sem fram kemur að Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað starfshóp til að ennduskoða stjórnfyrirkomulag Vatnajökulsþjóðgarðs. Starfshópurinn óskar eftir svörum við meðfylgjandi spurningum.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 53. fundur - 26.02.2013

Lagt fram bréf frá starfshópi sem endurskoða á stjórnfyrirkomulag Vatnajökulsþjóðgarðs.

Í vinnslu.

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 61. fundur - 24.09.2013

Fyrir liggur greinagerð frá starfshóps um Endurskoðun á Stjórnfyrirkomulagi Vatnajökulsþjóðgarðs.

Umhverfis- og héraðsnefnd gerir ekki athugasemd við greinagerðina. Að öðru leiti lagt fram til kynningar.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 184. fundur - 30.09.2013

Fyrir liggur greinagerð frá starfshópi um endurskoðun á stjórnfyrirkomulagi Vatnajökulsþjóðgarðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og héraðsnefnd og gerir ekki athugasemd við greinargerðina. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 103. fundur - 09.10.2013

Lögð er fram endurskoðun á stjórnfyrirkomulagi Vatnajökulsþjóðgarðs.
Greinargerð starfshóps dags. 27.08.2013.

Lagt fram til kynningar.