Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs

103. fundur 09. október 2013 kl. 17:00 - 20:20 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Hafsteinn Jónasson formaður
  • Sigvaldi H Ragnarsson varaformaður
  • Jónas Guðmundsson aðalmaður
  • Þórhallur Harðarson aðalmaður
  • Ómar Þröstur Björgólfsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Úlfar Trausti Þórðarson framkvæmda- og þjónustufulltrúi
Fundargerð ritaði: Ómar Þröstur Björgólfsson skipulags- og byggingarfulltrúi
í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta þremur liðum við dagskrána, sem eru Einbúablá 34, lóðarfrágangur, Framlagning deiliskipulagstillögu og kynning byggingaráforma og Finnsstaðasel, heimreið og verða þeir liðir nr.10, 11 og 12 í dagskránni.

1.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 124

Málsnúmer 1309021

Lagður er fram 124. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerðin er í tveimur liðum.

Skipulags- og mannvirkjanefnd staðfestir fundargerðina

1.1.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201309145

Staðfest

1.2.Umsókn um byggingarleyfi/breytingar

Málsnúmer 201304029

Staðfest

2.Aðalfundur Húsfélagsins Hléskógum 2-6

Málsnúmer 201310020

Fyrir liggur ársreikningur Húsfélagsins Hléskógum 2-6.

Lagt fram til kynningar.

3.Skipulags- og mannvirkjanefnd fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201309139

Til umræðu er fjárhagsáætlun fyrir árið 2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir framlagða fjárhagsáætlun. Nefndin telur að bráðnauðsynlegt sé að auka viðhaldsfé gatna um a.m.k. 15 milljónir þar sem viðhald þeirra er verulega ábótavant.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Starfshópur um stjórnfyrirkomulag Vatnajökulsþjóðgarðs

Málsnúmer 201301248

Lögð er fram endurskoðun á stjórnfyrirkomulagi Vatnajökulsþjóðgarðs.
Greinargerð starfshóps dags. 27.08.2013.

Lagt fram til kynningar.

5.Skólabrún deiliskipulag

Málsnúmer 201309047

Áherslur við gerð deiliskipulags fyrir Skólabrún, Fellabæ.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að deiliskipulagið verði nokkuð opið, nýtingarhlutfall 0,2 til 0,4. Þakgerð verði mænisþök.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Umsókn um stofnun fasteignar

Málsnúmer 201309150

Erindi dagsett 28.9.2013 þar sem Halldór Vilhjálmsson kt.090933-3459 óskar eftir stofnun fasteignar í fasteignaskrá skv. 14.gr.laga nr.6/2001 um skráningu og mat fasteigna, samkvæmt meðfylgjandi lóðarblaði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Þar sem framlagt lóðarblað er ekki rétt að mati nefndarinnar þá hafnar nefndin erindi umsækjanda. Nefndin samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðina í Þjóðskrá, þegar leiðrétt lóðarblað liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Erindi um breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201309137

Erindi innfært 23.9.2013 þar sem Þórhallur Pálsson kt. 160152-3899 fyrir hönd eigenda jarðarinnar Egilsstaða 2, óskar eftir afstöðu sveitarfélagsins til þess að breyta landnotkun við Norðurkoll í Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs þannig að þar verði gert ráð fyrir íbúðarbyggð. Fyrir liggur staðsetning á fyrirhuguðu svæði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að vísa málinu til endurskoðunar aðalskipulags 2008 - 2028, eftir næstu sveitarstjórnarkosningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Jökuldalsvegur(923)um Hrafnkelsdal

Málsnúmer 201304074

Fyrir liggur álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum vegna Jökuldalsvegar (923) um Hrafnkelsdal, Fljótsdalshéraði.

Lagt fram til kynningar.

9.Beiðni um lykiltölur úr aðalskipulagi.

Málsnúmer 201307005

Erindi dagsett 13.06.2013 þar sem Hlynur Torfi Torfason hjá Skipulagsstofnun, óskar eftir lykiltölum úr aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs.
Málið var áður á dagskrá 11.9.2013. Erindinu hefur verið svarað.

Lagt fram til kynningar.

10.Einbúablá 34, lóðarfrágangur

Málsnúmer 201310030

Erindi í tölvupósti dags.6.10.2013 þar sem Skúli Hannesson kt.010654-4329 óskar eftir viðræðum við sveitarfélagið um frágang á lóðinni Einbúablá 34, vegna meintra mistaka við hæðarsetningu hússins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að leita frekari upplýsinga um málið og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Framlagning deiliskipulagstillögu og kynning byggingaráforma

Málsnúmer 201310027

Erindi dagsett 8.10.2013 þar sem Þórhallur Pálsson kt.160152-3899, fyrir hönd Vaðals ehf. og Aðalsteins Jónssonar, leggur fram deiliskipulagstillögu fyrir ferðaþjónustuna að Skjöldólfsstöðum á Jökuldal ásamt lýsingu á verkefninu.
Jafnframt eru lögð fram byggingaráform gistiheimilisins til kynningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að leita umsagnar um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og kynna fyrir almenningi samkvæmt 40. gr.Skipulagslaga nr.123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Finnsstaðasel, heimreið

Málsnúmer 201310042

Erindi í tölvupósti dagsett 9.10.2013 þar sem Margrét Sigbjörnsdóttir kt.201162-4409 óskar eftir að fá að nota gamla veginn upp frá Fossgerði til að komast að sumarbústað sínum í Finnsstaðaseli.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða málið við hagsmunaaðila og leggja aftur fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Skrifa undir 94.fund.

Fundi slitið - kl. 20:20.