Erindi um breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201309137

Vakta málsnúmer

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 103. fundur - 09.10.2013

Erindi innfært 23.9.2013 þar sem Þórhallur Pálsson kt. 160152-3899 fyrir hönd eigenda jarðarinnar Egilsstaða 2, óskar eftir afstöðu sveitarfélagsins til þess að breyta landnotkun við Norðurkoll í Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs þannig að þar verði gert ráð fyrir íbúðarbyggð. Fyrir liggur staðsetning á fyrirhuguðu svæði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að vísa málinu til endurskoðunar aðalskipulags 2008 - 2028, eftir næstu sveitarstjórnarkosningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 185. fundur - 16.10.2013

Erindi innfært 23.9.2013 þar sem Þórhallur Pálsson kt. 160152-3899 fyrir hönd eigenda jarðarinnar Egilsstaða 2, óskar eftir afstöðu sveitarfélagsins til þess að breyta landnotkun við Norðurkoll í Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs þannig að þar verði gert ráð fyrir íbúðarbyggð. Fyrir liggur staðsetning á fyrirhuguðu svæði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að vísa málinu til endurskoðunar aðalskipulags 2008 - 2028, en ákvörðun um slíka endurskoðun skal taka í upphafi nýs kjörtímabils sveitarstjórnar.

Samþykkt með handauppréttingu með 8 aktvæðum en 1 var fjarverandi (GJ)

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 23. fundur - 12.05.2015

Erindi innfært 23.9.2013 þar sem Þórhallur Pálsson kt. 160152-3899 fyrir hönd eigenda jarðarinnar Egilsstaða 2, óskar eftir afstöðu sveitarfélagsins til þess að breyta landnotkun við Norðurkoll í Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs þannig að þar verði gert ráð fyrir íbúðarbyggð. Fyrir liggur staðsetning á fyrirhuguðu svæði. Málið var áður á dagskrá 09.10.2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að láta gera tillögu um breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 eins og fram kemur í erindinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 217. fundur - 20.05.2015

Erindi innfært 23.9. 2013 þar sem Þórhallur Pálsson kt. 160152-3899 fyrir hönd eigenda jarðarinnar Egilsstaða 2, óskar eftir afstöðu sveitarfélagsins til þess að breyta landnotkun við Norðurkoll í Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs þannig að þar verði gert ráð fyrir íbúðarbyggð. Fyrir liggur staðsetning á fyrirhuguðu svæði. Málið var áður á dagskrá 09.10. 2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að láta gera tillögu um breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 eins og fram kemur í erindinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu, en 1 var fjarverandi (G.J.)