Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

217. fundur 20. maí 2015 kl. 17:00 - 19:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
 • Sigrún Blöndal forseti
 • Anna Alexandersdóttir 1. varaforseti
 • Gunnar Jónsson forseti
 • Þórður Mar Þorsteinsson bæjarfulltrúi
 • Stefán Bogi Sveinsson bæjarfulltrúi
 • Árni Kristinsson bæjarfulltrúi
 • Guðmundur Sveinsson Kröyer bæjarfulltrúi
 • Páll Sigvaldason bæjarfulltrúi
 • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
 • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
 • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Atvinnu- og menningarnefnd - 19

Málsnúmer 1505005Vakta málsnúmer

Til máls tóku: Guðmundur Kröyer, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 2.1, 2.3, 2.4 og 2.9. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 2.1 , 2.9 og síðan fundargerðina í heild. Björn Ingimarsson, sem ræddi liði 2.1 og 2.8. Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem ræddi liði 2.1 og 2.8. Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 2.1 og 2.8, 2.9 og síðan fundargerðina í heild. Guðmundur Kröyer, sem ræddi fundargerðina í heild og Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi fundargerðina í heild.

Fundargerðin lögð fram.

1.1.Aðalfundargerð Minjasafns Austurlands frá 30. apríl 2015

Málsnúmer 201505019Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundargerð aðalfundar Minjasafns Austurlands frá 30. apríl 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og býður Elsu Guðnýju Björgvinsdóttur, nýjan forstöðumann safnsins, velkomna til starfa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.2.Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf.2015

Málsnúmer 201504125Vakta málsnúmer

Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.

1.3.Ársreikningur Forskots vegna Ormsteitis 2014

Málsnúmer 201505001Vakta málsnúmer

Fyrir liggur ársreikningur Forskots vegna Ormsteitis 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og þakkar framkvæmdastjóra og stjórn Forskots fyrir vel unnin störf við skipulagningu og framkvæmd Ormsteitis á síðasta ári.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.4.Styrkbeiðni vegna sumarsýningar Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201505014Vakta málsnúmer

Fyrir liggur styrkbeiðni frá Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs vegna fyrirhugaðrar sumarsýningar í Sláturhúsinu í tilefni af aldarafmæli Steinþórs Eiríkssonar listmálara.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt um kr. 300.000 sem verði tekið af lið 05.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.5.Umsókn um styrk vegna Skógardagsins mikla 2015

Málsnúmer 201504124Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um styrk frá Félagi skógarbænda á Austurlandi, undirrituð af Helga Hjálmari Bragasyni, vegna Skógardagsins mikla 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt um kr. 200.000 sem tekið verði af lið 05.74.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.6.Umsókn um styrk vegna tónleika

Málsnúmer 201505020Vakta málsnúmer

Fyrir liggur styrkbeiðni frá Kolbeini Ísak Hilmarssyni, fyrir hönd Tónlistarfélags Menntaskólans á Egilsstöðum, vegna tónleika hljómsveitarinnar Agent Fresco.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt um kr. 35.000 sem verði tekið af lið 05.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.7.Fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2016

Málsnúmer 201504105Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

1.8.Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201410062Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

1.9.Greining á þróun atvinnulífsins

Málsnúmer 201504026Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tilboð frá Austurbrú vegna greiningarvinnu um þróun atvinnulífs á Fljótsdalshéraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að taka tilboði upp á kr. 1.255.000 og færist af lið 13.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 23

Málsnúmer 1505006Vakta málsnúmer

Til máls tóku: Árni Kristinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Gunnar Jónsson, sem vakti athygli á vanhæfi sínu undir lið 3.18 og úrskurðaði forseti hann vanhæfan. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 3.2, 3.5 og 3.8. og bar fram fyrirspurn. Árni Kristinsson, sem ræddi liði 3.2, 3.5, 3.8 og svaraði fyrirspurn. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi 3.8. og boðaði hjásetu í málinu og Árni Kristinsson, sem ræddi lið 3.8.

Fundargerðin staðfest.

2.1.Framkvæmdir 2015

Málsnúmer 201505030Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

2.2.Bætt öryggi gangandi vegfarenda

Málsnúmer 201504031Vakta málsnúmer

Lögð fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað dagsett 09.04. 2015 um að bæta snjóhreinsun og hálkuvarnir á gangstígum, gangstéttum og bílaplönum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að vísa málinu til gerðar verklagsreglna fyrir snjóhreinsun og hálkuvarnir á gangstéttum og göngustígum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.3.Fjölskyldu- og húsdýragarður á gamla tjaldsvæðinu.

Málsnúmer 201505009Vakta málsnúmer

Lögð fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað um að starfræktur verði fjölskyldu- og húsdýragarður á gamla tjaldsvæðisreitnum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og telur að starfsemi af þessu tagi samræmist ekki þeim hugmyndum sem uppi eru um miðbæ Egilsstaða.
Bæjarstjórn bendir jafnframt á að umhverfis- og framkvæmdanefnd er fús til viðræðna við þá aðila sem áhuga hafa á slíkum rekstri í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.4.Merkingar á gatnamótum Tjarnarbrautar og Fagradalsbrautar.

Málsnúmer 201505010Vakta málsnúmer

Lögð fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað um að bæta úr umferðarmerkingum á gatnamótum Tjarnarbraut/Fagradalsbraut.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn bendir á að merkingar eru þegar komnar upp. Yfirborðsmerkingar á götuna verða endurnýjaðar samhliða öðrum yfirborðsmerkingum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.5.Frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta.

Málsnúmer 201505012Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og leggur áherslu á að nytjaréttur sem fyrir er skerðist ekki, svo sem beitar- og veiðiréttur.

Jafnframt er vakin athygli á að frumvarpið gerir ráð fyrir að ríkið veiti leyfi vegna nýtingar "náttúrumyndana"

Sá aðili sem veitir leyfi til nýtingar fær tekjur af viðkomandi leyfi. Leyfi sem sveitarfélög veita skulu nýtt í þágu þjóðlenda í viðkomandi sveitarfélagi.

1. Þessi breyting mun því takmarka tekjur sveitarfélaga af þjóðlendum.
Ríkið mun þannig veita fleiri leyfi en áður og þ.a.l. fá sveitarfélög ekki tekjur.
Í umsögn Sambands ísl. sveitarfélaga gætir misskilnings. Þar er vísað til þess að þetta skipti ekki máli þar sem fá leyfi til nýtingar þjóðlendu hafi verið gefin út. Það skýrist auðvitað af því að framkvæmd þjóðlendulaganna er varla byrjuð, enda ekki búið að gefa út lóðablöð og þar af leiðandi landnúmer fyrir stór svæði. Í raun geta sveitarfélög orðið af miklum hagsmunum, vegna þessa auk þess sem þau missa forræði yfir nýtingu að hluta til.

2. Þá er þessi breyting óskýr, enda geta náttúrumyndanir nánast verið hvað sem er í þjóðlendu sem er eftirtektarvert.
Skilgreining náttúrumyndana er í náttúrverndar lögum. Náttúrumyndun: Einstakt fyrirbrigði í náttúrunni sem að jafnaði sker sig úr umhverfinu, t.d. foss, eldstöð, hellir, drangur, einstakt tré eða gamall skógarlundur.
Lagabreytingin býr þannig til sérstakt og óþarft álitaefni um óskýr mörk um leyfisveitingar í þjóðlendum.
Náttúrmyndanir eru alla jafna, "merkilegir staðari" í þjóðlendu og þ.a.l. þeir staðir sem líklegast er að sóst verði eftir að nýta með einhverjum hætti.

Að öðru leyti eru ekki gerðar athugasemdir við frumvarpið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.6.Vinnuhópur vegna íbúðarhúsnæðis í eigu sveitarfélagsins

Málsnúmer 201410054Vakta málsnúmer

Lögð er fram greinargerð starfshóps um íbúðarhúsnæði Fljótsdalshéraðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og þakkar vinnuhópnum fyrir greinargerðina. Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að þær eignir sem vinnuhópurinn leggur til að verði seldar, verði settar í söluferli.
Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að gerð verði stöðuúttekt á öðru húsnæði í eigu sveitarfélagsins og felur umhverfis- og framkvæmdanefnd og umsjónarmanni fasteigna að koma því í framkvæmd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.7.Fundargerð 122. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands

Málsnúmer 201504098Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

2.8.Frumvarp til laga um verndarsvæði í byggð

Málsnúmer 201504113Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til umsagnar frumvarp til laga um verndarsvæði í byggð, 629. mál.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar tekur bæjarstjórn undir athugasemdir Sambands Íslenskra sveitarfélaga og leggst eindregið gegn því að frumvarpið verði að lögum.

Samþykkt með 6 atkv. en 3 sátu hjá (SBS. GI og PS)

Stefán Bogi Sveinsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég sé mér ekki fært að greiða tillögunni atkvæði þar sem ég er ósammála tilteknum forsendum hennar. Ég er hins vegar ekki ósammála því áliti að fyrirliggjandi frumvarp ætti ekki að verða að lögum óbreytt. Því kýs ég að sitja hjá og áskilja mér rétt til að skila eigin umsögn um málið.

SBS

2.9.Tjarnarás 9 leigusamningur

Málsnúmer 201505048Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga að leigusamningi við Minjasafn Austurlands um geymslu fyrir muni safnsins í suðurenda húsnæðisins að Tjarnarási 9, Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu að leigusamningi við Minjasafn Austurlands.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.10.Fundargerð 70. fundar Svæðisráðs austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs

Málsnúmer 201504118Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar.

2.11.Umsókn um framkvæmdaleyfi v.endurnýjunar stofnlagnar um Egilsstaðanes

Málsnúmer 201504130Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27.04. 2015 þar sem Guðmundur Davíðsson f.h. Hitaveitu Egilsstaða og Fella óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir endurnýjun stofnlagna hitaveitu, vatnsveitu og ljósleiðara um Egilsstaðanes samkvæmt framlögðum uppdráttum.
Jafnframt er óskað eftir samvinnu Fljótsdalshéraðs, þannig að hægt sé að útbúa göngu/hjólreiðastíg meðfram lóð Menntaskólans að Tjarnarbraut, með sama fyrirkomulagi og gilt hefur um þá framkvæmd.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir fyrirhugaðri framkvæmd.
Jafnframt er honum falið að vera í sambandi við HEF varðandi gerð umrædds göngu/hjólreiðastígs. Lögð er áhersla á að frágangi verði hagað með þeim hætti að stígurinn verði tilbúinn til malbikunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.12.Tilkynning um nýræktun skóga

Málsnúmer 201504092Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

2.13.Tilkynning um fyrirhugaðar framkvæmdir við bergstyrkingar.

Málsnúmer 201505049Vakta málsnúmer

Erindi í tölvupósti dagsett 21.04. 2015 þar sem Georg Þór Pálsson f.h. Landsvirkjunar tilkynnir um áform um að bergstyrkingar undir yfirfallsrennu Hálslóns í sumar. Verktíminn er frá 8. júní til 18. júlí 2015. Meðfylgjandi eru skýringarmyndir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og gerir ekki athugasemd við að hafin verði vinna við fyrirhugaða framkvæmd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.14.Fundargerðir Náttúrustofu Austurlands 2015

Málsnúmer 201501198Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

2.15.Endurbætur á vegum á Fljótsdalshéraði.

Málsnúmer 201505051Vakta málsnúmer

Erindi frá Vegagerðinni dags. 27.04. 2015 þar sem tilkynnt er um fyrirhugað útboð á styrkingu og endurbótum á veginum frá Jökulsá á Brú og upp Heiðarendann á um 6,4 km. kafla.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn fagnar þessari framkvæmd, en bendir jafnframt á að víða er knýjandi þörf á vegabótum á vegum innan sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.16.Grímsárvirkjun deiliskipulag

Málsnúmer 201411072Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 04.03. 2015 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Grímsárvirkjun á Fljótsdalshéraði. Tillagan sem sett var fram á uppdrætti dags. 14.11. 2014 var auglýst skv. 41. gr. Skipulagslaga, frá 12. mars til 24. apríl 2015 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 24. apríl 2015. Engar athugasemdir bárust við tillöguna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt óbreytt og hún send Skipulagsstofnun til athugunar samkvæmt 40. gr. Skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.17.Breytingar á skipulagi landssvæðis

Málsnúmer 201312050Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8.1. 2014 þar sem Elsa Björg Reynisdóttir kt. 210365-4009 óskar eftir að landnotkun á landi Mjóaness í Vallahreppi landnúmer 157540 verði breytt úr landbúnaði í svæði fyrir frístundabyggð. Málið var áður á dagskrá 22.01. 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að láta gera tillögu um breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 eins og fram kemur í erindinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.18.Breytingar á skipulagi landsvæðis við Egilsstaðakoll.

Málsnúmer 201309137Vakta málsnúmer

Erindi innfært 23.9. 2013 þar sem Þórhallur Pálsson kt. 160152-3899 fyrir hönd eigenda jarðarinnar Egilsstaða 2, óskar eftir afstöðu sveitarfélagsins til þess að breyta landnotkun við Norðurkoll í Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs þannig að þar verði gert ráð fyrir íbúðarbyggð. Fyrir liggur staðsetning á fyrirhuguðu svæði. Málið var áður á dagskrá 09.10. 2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að láta gera tillögu um breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 eins og fram kemur í erindinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu, en 1 var fjarverandi (G.J.)

3.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 24

Málsnúmer 1505008Vakta málsnúmer

Til máls tóku: Árni Kristinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem vakti athygli á vanhæfi sínu undir lið 4.1 og úrskurðaði forseti hann vanhæfan. Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem ræddi lið 4.1. og bar fram fyrirspurn og Árni Kristinsson, sem ræddi lið 4.1 og svaraði fyrirspurn.

Fundargerðin staðfest.

3.1.Vistvænar samgöngur

Málsnúmer 201503157Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26.03.2015 þar sem Stefán Sigurðsson kt.1707662969 óskar eftir samstarfi um rafvæðingu samgöngutækja á Fljótsdalshéraði. Markmiðið er að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og nýta þess í stað hreina íslenska orku. Málið var áður á dagskrá 30.04.2015. Stefán Sigurðsson mætti á fund umhverfis- og framkvæmdanefndar til að upplýsa frekar um málið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að hafnar verði viðræður við Stefán Sigurðsson um samstarf um verkefnið. Jafnframt verði skoðaðir möguleikar á að koma upp grænum bílastæðum við Íþróttamiðstöðina og við bæjarskrifstofurnar.

Samþykkt með 7 atkv. en 2 voru fjarverandi (SBS og GJ)

3.2.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 138

Málsnúmer 1505003Vakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram:

3.3.Umsókn um byggingarleyfi /breytingar

Málsnúmer 201504131Vakta málsnúmer

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

3.4.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201504073Vakta málsnúmer

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

3.5.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201504025Vakta málsnúmer

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

3.6.Umsókn um byggingarleyfi/breytingar

Málsnúmer 201504062Vakta málsnúmer

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

3.7.Umsókn um byggingarleyfi breytingar

Málsnúmer 201503188Vakta málsnúmer

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

3.8.Umsókn um breytingu á rekstrarleyfi v.heimagistingar/umsagnarbeiðni

Málsnúmer 201503135Vakta málsnúmer

Erindi í tölvupósti dags.23.03. 2015 þar sem Sýslumaðurinn á Austurlandi kt.410914-0770, með vísan til fyrsta töluliðs 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, óskar eftir umsögn byggingarfulltrúa um breytingu á rekstrarleyfi fyrir Bláskóga 12. Þar var gefið út leyfi fyrir heimagistingu 01.12. 2014 og er verið að bæta við það leyfi. Umsækjandi er Gyða Dögg Sigurðardóttir kt. 230684-2519. Starfsstöð er Bláskógar 12, Fljótsdalshéraði.

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins, að uppfylltum tveimur atriðum sem þarf að lagfæra.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir framangreinda afgreiðslu skipulags- og byggingarfulltrúa. Jafnframt staðfestir bæjarstjórn að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.


Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.9.Fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201505058Vakta málsnúmer

Tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar að fjárhagsáætlun 2016, vísað til fjármálastjóra til frekari vinnslu.

3.10.Sláttur fyrir eldri borgara og öryrkja 2015

Málsnúmer 201504085Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

3.11.Molta lífrænn úrgangur

Málsnúmer 201505057Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

3.12.Tjarnarland, urðunarstaður 2015

Málsnúmer 201501124Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

3.13.Samþykktir um gæludýrahald

Málsnúmer 201412001Vakta málsnúmer

Lögð eru fram drög að samþykktum um gæludýrahald og óskað eftir afstöðu sveitarfélagsins um að gerast aðili að þeim.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlögð drög.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.14.Heilbrigðiseftirlit Austurlands ársskýrsla 2014.

Málsnúmer 201505024Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

3.15.Landbótasjóður Norður-Héraðs ársskýrsla 2014.

Málsnúmer 201504083Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

3.16.Veraldarvinir/sjálfboðaliðar 2015

Málsnúmer 201502051Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað þar sem gerð er tillaga um verkefni fyrir Veraldarvini á komandi sumri.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu að verkefnum fyrir Veraldarvini.
Jafnframt samþykkt að verktími verði allt að 4 vikur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.17.Sjávarútvegsskóli Austurlands

Málsnúmer 201504139Vakta málsnúmer

Lagt fram kynningarefni frá Sjávarútvegsskóla Austurlands ásamt erindi frá skólanum.
Málinu vísað frá bæjarráði 04.05. 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að taka þátt í verkefninu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.18.Tjarnarland, urðunarstaður 2015

Málsnúmer 201501124Vakta málsnúmer

Lögð er fram drög að umhverfismarkmiðum vegna sorpurðunar í landi Tjarnarlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlögð umhverfismarkmið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.19.Samningur um minkaveiði.

Málsnúmer 201504082Vakta málsnúmer

Lögð eru fram drög að samningi um minkaveiði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagðan samning og felur starfsmanni nefndarinnar að gera sambærilegan samning við aðra minkaveiðimenn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.20.Samningur um refaveiði.

Málsnúmer 201409031Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

3.21.Umhverfis- og framkvæmdanefnd, verkefni framundan

Málsnúmer 201501232Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

3.22.Egilsstaðaskóli, gróðursetning plantna.

Málsnúmer 201505059Vakta málsnúmer

Erindi í tölvupósti dagsett 07.05. 2015 þar sem Ólafía Stefánsdóttir, Egilsstaðaskóla, óskar eftir svæði til gróðursetningar plantna, en Yrkjusjóður hefur úthlutað 1. bekk skólans 134 plöntum. Stærð svæðis er áætlað 800-1200 m2.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að fela starfsmanni umhverfis- og framkvæmdanefndar að finna hentugan stað fyrir Egilsstaðaskóla, til gróðursetningar plantnanna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.23.Miðbær Egilsstaða deiliskipulag 2014

Málsnúmer 201401135Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

3.24.Viðtalstími bæjarfulltrúa 19.03.2015

Málsnúmer 201504014Vakta málsnúmer

Málin eru í vinnslu á vegum nefndarinnar.

3.25.Húsaleiga Miðvangi 31

Málsnúmer 201504059Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

3.26.Fossgerði framkvæmdir

Málsnúmer 201504132Vakta málsnúmer

Til umræðu eru framkvæmdir á svæði hesteigenda í Fossgerði. Fyrir liggur minnisblað af fundi með fulltrúum Hesteigendafélagsins í Fossgerði 28.04. 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að lokið verði við frágang reiðgerðisins. Nefndin felur starfsmanni að skoða fráveitumál frá íbúðarhúsinu í Fossgerði, að öðru leyti er málinu vísað til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.27.Íþróttamiðstöðin endurnýjun á gólfi í íþróttasal og útikörfuboltavöllur.

Málsnúmer 201505061Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

3.28.Tillaga til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2015-2026

Málsnúmer 201504110Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til umsagnar tillaga til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2015-2026, 689. mál. Þess er óskað að umsögn berist fyrir 7. maí nk.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Þar sem landbúnaður er ein af mikilvægustu stoðum samfélagsins, þá tekur bæjarstjórn undir með umhverfis og framkvæmdanefnd og telur að hann hafi ekki nægjanlegt vægi í tillögunni og bendir á umsagnir Bændasamtaka Íslands og Landssamband sauðfjárbænda þar um.
Að öðru leyti er tekið undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um tillöguna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 216

Málsnúmer 1505007Vakta málsnúmer

Til máls tóku: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 5.4 og bar fram fyrirspurn. Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem ræddi lið 5.4. og svaraði fyrirspurn. Guðmundur Kröyer, sem ræddi fjárhagsáætlun fræðslunefndar og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi fjárhagsáætlun fræðslunefndar.

Fundargerðin lögð fram.

4.1.Skólaskrifstofa Austurlands - Sigurbjörn Marinósson mætir á fundinn

Málsnúmer 201505047Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.2.Starfslok Hallormsstaðaskóla

Málsnúmer 201502133Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

4.3.Fundargerðir skólaráðs Brúarásskóla

Málsnúmer 201305087Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.4.Brúarásskóli - þematengdar spannir - skólaþróunarverkefni

Málsnúmer 201505046Vakta málsnúmer

Stefanía Malen Stefánsdóttir kynnti verkefnið fyrir fræðslunefnd, sem hlaut styrk að upphæð 1.1 milljón kr. úr Sprotasjóði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og fagnar verkefninu og mun fylgjast með framvindu þess af áhuga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.5.Brúarásskóli - skóladagatal 2015-2016

Málsnúmer 201505044Vakta málsnúmer

Afgreiðsla fræðslunefndar staðfest.

4.6.Brúarásskóli - frumfjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201505036Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

4.7.Mývatnsferð grunnskólanema á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201505045Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

4.8.Skólahverfi - skólaakstur

Málsnúmer 201504072Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

4.9.Fundargerðir skólaráðs Fellaskóla.

Málsnúmer 201211040Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.10.Fellaskóli - skóladagatal 2015-2016

Málsnúmer 201505043Vakta málsnúmer

Afgreiðsla fræðslunefndar staðfest.

4.11.Fellaskóli - frumfjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201505035Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

4.12.Fellaskóli/eftirlitsskýrsla Vinnueftirlitsins

Málsnúmer 201501072Vakta málsnúmer

Fram kom að útbótum er lokið. Lagt fram til kynningar að öðru leyti.

4.13.Egilsstaðaskóli - skóladagatal 2015-2016

Málsnúmer 201505042Vakta málsnúmer

Afgreiðsla fræðslunefndar staðfest.

4.14.Egilsstaðaskóli - nemendamál

Málsnúmer 201505055Vakta málsnúmer

Afgreitt af fræðslunefnd.

4.15.Egilsstaðaskóli - frumfjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201505034Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

4.16.Hádegishöfði - frumfjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201505038Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

4.17.Hádegishöfði - foreldra- og starfsmannakönnun 2015

Málsnúmer 201505053Vakta málsnúmer

Afgreiðslu frestað.

4.18.Tjarnarskógur - foreldra- og starfsmannakönnun 2015

Málsnúmer 201505056Vakta málsnúmer

Afgreiðslu frestað.

4.19.Tjarnarskógur skóladagatal 2015-2016

Málsnúmer 201505054Vakta málsnúmer

Afgreiðslu frestað.

4.20.Tjarnarskógur - símenntun

Málsnúmer 201505066Vakta málsnúmer

Afgreiðslu frestað.

4.21.Tjarnarskógur - frumfjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201505037Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

4.22.Tónlistarskólinn á Egilsstöðum - frumfjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201505039Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

4.23.Tónlistarskólinn í Fellabæ - frumfjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201505040Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

4.24.Tónlistarskóli Norður-Héraðs - frumfjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201505041Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

4.25.Skýrsla fræðslufulltrúa

Málsnúmer 201108127Vakta málsnúmer

Lagt fram.

5.Íþrótta- og tómstundanefnd - 11

Málsnúmer 1505001Vakta málsnúmer

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi fundargerðina í heild og Árni Kristinsson, sem ræddi fundargerðina.

Fundargerðin lögð fram.

5.1.Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar fyrir 2016

Málsnúmer 201504111Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

5.2.Frístundastarf, skólagarðar og smíðavöllur

Málsnúmer 201505002Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

5.3.Ósk um styrk til þróunar á atvinnustarfsemi tengdri heilsueflingu

Málsnúmer 201504097Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

6.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 295

Málsnúmer 1505002Vakta málsnúmer

Til máls tóku: Gunnar Jónsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson sem ræddi liði 1.5 og 1.11. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 1.11. Árni Kristinsson, sem ræddi liði 1.5 og 1.11, Gunnar Jónsson, sem ræddi liði 1.5 og 1.11. Björn Ingimarsson, sem ræddi lið 1.11 og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 1.11.

Fundargerðin lögð fram.

6.1.Fjármál 2015

Málsnúmer 201501007Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

6.2.Fundargerðir Ársala bs. 2015

Málsnúmer 201501268Vakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.3.Fundargerð aðalfundar Brunavarna á Austurlandi 2015

Málsnúmer 201505016Vakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.4.Hundrað ára afmæli kosningaréttar kvenna

Málsnúmer 201408045Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

6.5.Fjarvarmaveitan á Eiðum

Málsnúmer 201504091Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs um að láta endurskoða og uppfæra gjaldskrá fjarvarmaveitu á Eiðum.
Að öðru leyti er afgreiðslu málsins frestað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.6.Heilsuefling Heilsurækt vs. Héraðsþrek, samkeppni.

Málsnúmer 201505015Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

6.7.Styrkjakerfi Erasmus

Málsnúmer 201505008Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

6.8.Heimasíða Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201505018Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

6.9.Ársfundur Austurbrúar ses.2015

Málsnúmer 201505021Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

6.10.Umsagnir um frumvörp frá Sambandi ísl. sveitarfélaga.

Málsnúmer 201505011Vakta málsnúmer

Vísað til liðar 4.28.
Lagt fram til kynningar að öðru leyti.

6.11.Frumvarp til laga um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli

Málsnúmer 201505023Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis, dags. 6. maí 2015, með beiðni um umsögn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og telur að mikilvægt sé að skipulagsvald sveitarfélaga sé almennt virt. Þó telur bæjarstjórn að uppi séu og geti verið aðstæður sem réttlæta inngrip stjórnvalda landsins alls í ákveðnar skipulagsáætlanir, svo sem þegar almannahagsmunir krefjast þess.
Um slíkt eru þó nokkur dæmi. Í ljósi mikilvægis Reykjavíkurflugvallar fyrir landið allt telur bæjarstjórn að eðlilegt sé að ríkisvaldið hlutist sérstaklega til um skipulag flugvallarins og styður því frumvarpið.
Bæjarstjórn bendir þó jafnframt á að eðlilegt getur talist að sett sé sérstök löggjöf um alþjóðaflugvelli á landinu þar sem meðal annars er tekið á skipulagsmálum þeirra valla með hagsmuni landsins alls að leiðarljósi.

Samþykkt með 7 atkv. en 2 sátu hjá (Á.K. S.Bl.)

6.12.Tillaga til þingsályktunar um undirbúning að gerð þjóðhagsáætlana til langs tíma

Málsnúmer 201505050Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:30.