Frumvarp til laga um verndarsvæði í byggð

Málsnúmer 201504113

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 23. fundur - 12.05.2015

Fyrir liggur til umsagnar frumvarp til laga um verndarsvæði í byggð, 629. mál.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir athugasemdir Sambands Íslenskra sveitarfélaga og leggst eindregið gegn því að frumvarpið verði að lögum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 217. fundur - 20.05.2015

Fyrir liggur til umsagnar frumvarp til laga um verndarsvæði í byggð, 629. mál.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar tekur bæjarstjórn undir athugasemdir Sambands Íslenskra sveitarfélaga og leggst eindregið gegn því að frumvarpið verði að lögum.

Samþykkt með 6 atkv. en 3 sátu hjá (SBS. GI og PS)

Stefán Bogi Sveinsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég sé mér ekki fært að greiða tillögunni atkvæði þar sem ég er ósammála tilteknum forsendum hennar. Ég er hins vegar ekki ósammála því áliti að fyrirliggjandi frumvarp ætti ekki að verða að lögum óbreytt. Því kýs ég að sitja hjá og áskilja mér rétt til að skila eigin umsögn um málið.

SBS