Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201410062

Atvinnu- og menningarnefnd - 6. fundur - 20.10.2014

Málefni Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs til umræðu. Atvinnu- og menningarnefnd leggur áherslu á að starfshópur um menningarhús skili niðurstöðum sem fyrst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 206. fundur - 05.11.2014

Málefni Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs voru til umræðu hjá nefndinni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og leggur áherslu á að starfshópur um menningarhús skili niðurstöðum sem fyrst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 9. fundur - 24.11.2014

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að starfsmaður nefndarinnar fari yfir starfslýsingu forstöðumanns Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs með hliðsjón af þeirri þróun sem orðið hefur á starfinu síðustu misserin.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 14. fundur - 23.02.2015

Farið yfir drög að starfslýsingu fyrir forstöðumann Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs.

Atvinnu og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög og felur starfsmanni að auglýsa eftir forstöðumanni Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 212. fundur - 04.03.2015

Á fundi sínum fór atvinnu- og menningarnefnd yfir drög að starfslýsingu fyrir forstöðumann Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi drög og felur starfsmanni nefndarinnar að auglýsa eftir forstöðumanni Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 20. fundur - 26.05.2015

Atvinnu og menningarnefnd býður Unnar Geir Unnarsson, nýjan forstöðumann Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs, velkominn til starfa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.