Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

208. fundur 03. desember 2014 kl. 17:00 - 19:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
 • Sigrún Blöndal forseti
 • Anna Alexandersdóttir 1. varaforseti
 • Gunnar Jónsson forseti
 • Þórður Mar Þorsteinsson bæjarfulltrúi
 • Stefán Bogi Sveinsson bæjarfulltrúi
 • Guðmundur Sveinsson Kröyer bæjarfulltrúi
 • Páll Sigvaldason bæjarfulltrúi
 • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
 • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
 • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
 • Ragnhildur Rós Indriðadóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Betra Fljótsdalshérað

Málsnúmer 201410120Vakta málsnúmer

Í upphafi fundar var formlega opnaður vefurinn Betra Fljótsdalshérað.
Það er samráðsvettvangur á netinu, þar sem íbúum sveitarfélagsins gefst tækifæri til að setja fram hugmyndir um málefni er varða þjónustu og rekstur þess. Vettvangurinn er opinn öllum til skoðunar og til þátttöku gegn skráningu og samþykki notendaskilmála.
Ákveðnar reglur gilda um þátttöku í umfjöllun á Betra Fljótsdalshérað og er þær að finna á þeim vef.
Á heimasíðu Fljótsdalshéraðs er hnappur sem opnar leið inn á vefinn, en hann er rekinn af sjálfseignarstofnuninni Íbúar Samráðslýðræði, í samstarfi við sveitarfélagið.
Það er von bæjarstjórnar að Betra Fljótsdalshérað auki enn frekar á aðkomu íbúa að ákvarðanatöku um rekstur, þróun og þjónustu sveitarfélagsins. Jafnframt hvetur bæjarstjórn íbúana til að nýta sér vefinn og fara þar að settum reglum í skrifum og tillögugerð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 275

Málsnúmer 1411010Vakta málsnúmer

Til máls tóku: Gunnar Jónsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Sigrún Blöndal, sem lýsti vanhæfi sínu undir lið 2.5. Þórður Mar Þorsteinsson, sem lýsti vanhæfi sínu undir lið 2.5. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi umrætt vanhæfi. Sigrún Blöndal, sem ræddi vanhæfi sitt. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi vanhæfi sitt. Gunnar Jónsson, sem ræddi vanhæfi. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi vanhæfi og Gunnhildur Ingvarsdóttir,sem ræddi vanhæfi. Vanhæfi Sigrúnar borið upp til atkvæða og greiddu 6 fulltrúar meirihluta því atkvæði, en 3 fulltrúar minnihluta sátu hjá. Vanhæfi Þórðar borið upp og var það samþykkt með sömu atkvæðum.
Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 2.1. Sigrún Blöndal, sem ræddi liði 2.6, 2.7. 2.8, 2.9 og 2.10. Þórður Mar Þorsteinsson sem ræddi liði 2.6, 2.9 og 2.14. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 2.6, 2.7 og 2.8 og bar fram fyrirspurn. Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 2.8 og svaraði fyrirspurn og Gunnar Jónsson, sem ræddi liði 2.8, 2.9, 2.10 og 2.6.

Fundargerðin staðfest.

2.1.Kynbundinn launamunur

Málsnúmer 201309028Vakta málsnúmer

Kynntar helstu niðurstöður úr jafnlaunaúttekt sem fyrirtækið PWC vann fyrir sveitarfélagið. Þar var farið yfir launagreiðslur starfsmanna sveitarfélagsins og þær settar inn í ákveðið staðlað reiknimódel PWC.
Helstu niðurstöður eru að ekki er marktækur launamunur á kynjunum. Sé litið til fastra launa eru laun kvenna 1.3 % hærri, en sé litið til heildarlauna eru laun karla 1,9 % hærri.
Bæjarstjórn fagnar þessari niðurstöðu og þakkar PWC og öllum þeim sem að þessari vinnu komu fyrir úttektina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.2.Samkomulag varðandi Tjarnarás 9

Málsnúmer 201411099Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

2.3.Fundargerð byggingarnefndar hjúkrunarheimilis 19. nóv.2014

Málsnúmer 201411112Vakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.4.Fundargerð 178. fundar stjórnar HEF.

Málsnúmer 201411113Vakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.5.Úttekt á skólastarfi á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201411048Vakta málsnúmer

Fram kom í bæjarráði að stefnt er að því að hefja vinnuna fyrri hluta desember og að niðurstöður liggi fyrir um mánaðarmótin febrúar og mars.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs óskar bæjarstjórn eftir að Helga Guðmundsdóttir verði tengiliður sveitarfélagsins við Miðstöð skólaþróunar H.A. varðandi praktiska þætti við vinnslu á úttektinni.
Bæjarstjóra falið að koma þeim upplýsingum til Birnu Svanbergsdóttur verkefnisstjóra og setja úttektina formlega af stað.

Samþykkt með handauppréttingu með 7 atkvæðum, en 2 voru fjarverandi (SBl. og ÞÞ.)

2.6.Frumvarp til laga um breytingar á raforkulögum

Málsnúmer 201411071Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir þær athugasemdir sem fram hafa komið í umsögn Sambands sveitarfélaga, en gefur að öðru leyti ekki frekari umsögn um frumvarpið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.7.Tillaga til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína.

Málsnúmer 201411073Vakta málsnúmer

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

Bæjarstjórn boðar til fundar með landeigendum á Efra- Jökuldal vegna fyrirhugaðrar lagningar Kröflulínu 3, á Skjöldólfsstöðum fimmtudaginn 4. desember kl. 17.00. Bæjarstjóra falið að boða fundinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.8.Frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga

Málsnúmer 201411094Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 17. nóv. 2014, með umsagnarbeiðni við lagafrumvarp um tekjustofna sveitarfélaga, afnám lágmarksútsvars.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og leggst gegn frumvarpinu og telur að skoða þurfi fleiri þætti sem tengjast tekjustofnum sveitarfélaga, eigi að ráðast í jafn veigamiklar breytingar og lagt er til í frumvarpinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.9.Tillaga til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll

Málsnúmer 201411096Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 17. nóv. 2014 með umsagnarbeiðni við tillögu til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og vísar í fyrri athugasemdir varðandi hugmyndir um fjölgun millilandaflugvalla.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.10.Tillaga til þingsályktunar um millilandaflug um Vestmannaeyjaflugvöll og Ísafjarðarflugvöll

Málsnúmer 201411117Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og vísar í fyrri athugasemdir varðandi hugmyndir um fjölgun millilandaflugvalla.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.11.Samþykkt um hænsnahald innan þéttbýlis á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201308104Vakta málsnúmer

Lögð fram umsögn Bændasamtaka Íslands, dags. 22. okt. 2014, vegna samþykktar um hænsnahald, en atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu ber að leita umsagnar Bændasamtakanna áður en slíkar samþykktir hljóta staðfestingu ráðuneytisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn fellst á þær orðalagsbreytingar sem lagt er til að gerðar verði á samþykktinni í umsögn Bændasamtakanna og felur skrifstofustjóra að koma þeirri afstöðu á framfæri við ráðuneytið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.12.Upplýsingamiðstöð

Málsnúmer 201411024Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að tilnefna Óðinn Gunnar Óðinsson sem fulltrúa sinn í stýrihópinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.13.Beiðni um afnotasamning vegna Stekkhólma

Málsnúmer 201410133Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

2.14.Skólaakstur 2014-2015

Málsnúmer 201408018Vakta málsnúmer

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

2.15.Verkfall tónlistarkennara

Málsnúmer 201411065Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

2.16.Beiðni um styrk/Dúkkulísur

Málsnúmer 201411118Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

3.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 276

Málsnúmer 1411020Vakta málsnúmer

Til máls tóku: Gunnar Jónsson kynnti fundargerðina og lagði fram bókanir. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 3.9. Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem ræddi lið 3.6 og Ragnhildur Rós Indriðadóttir, sem ræddi lið 3.9

Fundargerðin staðfest.

3.1.Fjármál 2014

Málsnúmer 201401002Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

3.2.Skólaskrifstofa Austurlands

Málsnúmer 201411123Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

3.3.Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands 2014

Málsnúmer 201410143Vakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.4.Fundargerð 4. fundar stjórnar Brunavarna á Héraði

Málsnúmer 201411139Vakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.5.Fundargerð 822. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201411163Vakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.6.Stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga 2014-2018

Málsnúmer 201411154Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

3.7.N4: Beiðni um stuðning við þáttagerð 2015

Málsnúmer 201411151Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

3.8.Beiðni um afnotasamning vegna Stekkhólma

Málsnúmer 201410133Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráð samþykkir bæjarstjórn að heimila bæjarstjóra að ganga til samninga við Freyfaxa á grundvelli gildandi samnings þar um, vegna afnota af landi sveitarfélagsins á Stekkhólma. Bæjarstjórn mælist til að mörk hins leigða lands verði endurskoðuð, með tilliti til þess hluta sem er deiliskipulagður sem hesthúsabyggð.
Jafnframt að í þeim samningi verði hugað að afnotarétti fyrir Hrossaræktarsamtök Austurlands.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.9.Tillaga til þingsályktunar um kaup ríkisins á Grímsstöðum á Fjöllum

Málsnúmer 201411143Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 24. nóv. 2014 með beiðni um umsöng við þingsályktunartillögu um kaup ríkisins á Grímstöðum á fjöllum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og telur engin rök liggja til þess að íslenska ríkið kaupi upp jarðir í óljósum tilgangi.

Samþykkt með 7 atkv. en 2 sátu hjá (RRI og S.Bl.)

3.10.Fundur stofnaðila Austurbrúar

Málsnúmer 201411157Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráð samþykkir bæjarstjórn að fulltrúar bæjarráðs og bæjarstjóri sitji fundinn þann 11. desember 2014 og að Björn Ingimarsson bæjarstjóri fari með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á honum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.11.Verkfall tónlistarkennara

Málsnúmer 201411065Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Á grundvelli þess hvað verkfall tónlistarkennara stóð lengi, samþykkir bæjarstjórn að skólagjöld nemenda tónlistarskólanna á Fljótsdalshéraði verði endurreiknuð þannig að upphæð sem nemur þriðjungi skólagjalda á haustönn verði felld niður.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.12.Fjarskiptasamband í dreifbýli

Málsnúmer 201302127Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

3.13.Jólaleyfi bæjarstjórnar 2014

Málsnúmer 201411166Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að jólaleyfi bæjarstjórnar verði frá og með 4. desember til og með 20. janúar 2015. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að veita bæjarráði heimild til fullnaðarafgreiðslu mála, sbr. 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, meðan bæjarstjórn er í jólaleyfi.
Áformaðir fundir bæjarráðs eru 8. og 15. desember 2014 og 12. og 19. janúar 2015, en boðað verði til aukafunda ef þurfa þykir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.14.Leigusamningur við Eignarhaldsfélagið Fasteign.

Málsnúmer 201411153Vakta málsnúmer

Á fundi bæjarráðs var farið yfir leigusamning við Eignarhaldsfélagið Fasteign vegna leikskólans Skógarlandi og Fellavallar og lán sem standa á bak við leigusamninginn. Fljótsdalshérað hefur til áramóta heimild til uppgreiðslu þeirrar leiguskuldbindingar án álags, skv. leigusamningi við Eignarhaldsfélagið Fasteign.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs og á grundvelli fyrirliggjandi gagna, samþykkir bæjarstjórn að nýta kaupréttarákvæði í leigusamningi við Eignarhaldsfélagið Fasteign m.v. næstkomandi áramót.
Varðandi tilboð í fjármögnun verður tekin endanleg afstaða til þeirra á næsta fundi bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Atvinnu- og menningarnefnd - 9

Málsnúmer 1411012Vakta málsnúmer

Til máls tóku: Guðmundur S. Kröyer, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Sigrún Blöndal, sem ræddi lið 4.1. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 4.1 og Gunnar Jónsson, sem ræddi liði 4.1 og 4.4.

Fundargerðin staðfest.

4.1.Egilsstaðaflugvöllur og áfangastaðurinn Austurland

Málsnúmer 201410144Vakta málsnúmer

Á fundi atvinnu- og menningarnefndar undir þessum lið mætti María Hjálmarsdóttir frá Austurbrú og fór hún yfir stöðu ýmissa mála er varða millilandaflug um Egilsstaðaflugvöll.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu-, og menningarnefnd Fljótsdalshéraðs og kallar eftir heilstæðri stefnu frá stjórnvöldum um rekstur og markaðssetningu alþjóða flugvallarins á Egilsstöðum. Það er skoðun bæjarstjórnar að stefna skuli að því að opnuð verði fleiri en ein fluggátt fyrir alþjóðaflug inn í landið vegna aukningar ferðamanna, öryggis þeirra og sem lið í því að dreifa álagi vegna hins aukna ferðamannastraums til landsins.
Bæjarstjórn tekur heilshugar undir ályktun Sambands sveitarfélaga á Austurlandi frá því í september sl. þar sem eindreginn stuðningur var við hugmyndina um eflingu Egilsstaðaflugvallar sem aðra gátt ferðamanna til landsins. Bókun bæjastjórnar Norðurþings frá 21. október sl. tekur undir þessa hugmynd, en þar eru stjórnvöld hvött til að markaðssetja Egilsstaðaflugvöll til erlendra flugfélaga sem valkost við Keflavíkurflugvöll.
Bæjarstjórn fagnar því að Egilsstaðaflugvöllur sé nefndur í þessum bókunum sem annar valkostur við Keflavík, og styrkir þá skoðun hennar að hann sé best til þessa hlutverks fallinn.
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs skorar á stjórnvöld að byggja flugvöllinn upp enn frekar svo nýta megi hann betur sem alþjóðlega samgöngumiðstöð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.2.Ályktanir aðalfundar SSA 2014

Málsnúmer 201411035Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.3.Starfsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2015

Málsnúmer 201411100Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

4.4.Upplýsingamiðstöð

Málsnúmer 201411024Vakta málsnúmer

Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að gerður verður samningur milli Fljótsdalshéraðs, Þjónustusamfélagsins á Héraði og Austurfarar ehf um rekstur upplýsingamiðstöðvar á Egilsstöðum. Fyrirhuguð miðstöð verði staðsett í þjónustuhúsi tjaldsvæðisins. Þar verði jafnframt gert ráð fyrir bílastæðum fyrir rútur og almenningssalernum. Gerður verði samningur til tveggja ára með möguleika á framlengingu. Fjármunir Fljótsdalshéraðs til reksturs upplýsinga- miðstöðvarinnar verði teknir af lið 13.62.
Bæjarstjórn er jafnframt tilbúin að skoða aðkomu annarra aðila að miðstöðinni, samræmist það áherslum sveitarfélagsins og rekstraraðila.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.5.Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201410062Vakta málsnúmer

Í vinnslu

4.6.Umsókn um styrk vegna sýningarinnar Yfir hrundi askan dimm...

Málsnúmer 201411083Vakta málsnúmer

Afgreiðsla nefndarinnar staðfest

4.7.Atvinnumál

Málsnúmer 201410058Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.8.Húsráð félagsheimilisins Eiðum

Málsnúmer 201411140Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að Guðmundur Sveinsson Kröyer verði fulltrúi sveitarfélagsins í húsráði félagsheimilisins á Eiðum. Þá er bæjarráði jafnframt falið að taka samninginn um félagsheimilið á Eiðum til endurskoðunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 12

Málsnúmer 1411014Vakta málsnúmer

Til máls tóku: Ragnhildur Rós Indriðadóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Gunnar Jónsson, sem lýsti vanhæfi sínu undir lið 5.17.og úrskurðaði forseti hann vanhæfan. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 5.17. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 5.17. Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 5.17. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 5.17.
Gunnar Jónsson sem ræddi lið 5.5. og bar fram tillögu. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 5.5 og bar fram fyrirspurn. Gunnar Jónsson, sem svaraði fyrirspurn. Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 5.5. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 5.5 og Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 5.5 og svaraði fyrirspurn.

Fundargerðin staðfest.

5.1.Mannvit hf. Samningur um verkfræðiráðgjöf / Sorphirða á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 200809095Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

5.2.Sorphirðudagatöl 2015

Málsnúmer 201411040Vakta málsnúmer

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.

5.3.Loftslagsverkefni Landverndar

Málsnúmer 201411111Vakta málsnúmer

Erindi frá Landvernd dagsett 20.11. 2014 þar sem sveitarfélaginu er boðin þátttaka í loftslagsverkefni Landverndar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að taka þátt í verkefninu. Kostnaður vegna þess allt að 150.000,- kr. á árinu 2015, greiðist af lið 09.52.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.4.Samningur um grenjaleit og refaveiðar/Jóhann Ö Ragnarsson

Málsnúmer 201411114Vakta málsnúmer

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.

5.5.Umhverfis- og framkvæmdanefnd, fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201408040Vakta málsnúmer

Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar var lögð fram tillaga að fjárfestingaverkefnum árið 2015.

Gunnar Jónsson lagðifram eftirfarandi tillögu.
Bæjarstjórn samþykkir að vísa tillögu um fjárfestingaverkefni fyrir árið 2015 til bæjarráðs til afgreiðslu.

Samþykkt með 6 atkv. meirihluta gegn 3 atkvæðum minnihluta.

5.6.Vinnuhópur vegna íbúðarhúsnæðis í eigu sveitarfélagsins

Málsnúmer 201410054Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að láta fara fram ástands- og viðhaldsúttekt á íbúðarhúsnæði sveitarfélagsins, samkvæmt bókun vinnuhópsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.7.Landsnet, umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 201411101Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14.11. 2014 þar sem Smári Jóhannsson f.h. Landsnets hf. óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir uppsetningu neyðartengingar milli Fljótsdalslínu 3 og 4 nærri tengivirki Landsnets á Hryggstekk. Fyrir liggja skýringarmyndir af fyrirhugaðri framkvæmd.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir uppsetningu á neyðartengingunni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.8.Mötuneyti Egilsstaðaskóla/ eftirlitsskýrsla HAUST

Málsnúmer 201411088Vakta málsnúmer

Lögð er fram eftirlitsskýrsla HAUST dags. 06.11. 2014.
Staður eftirlits er Mötuneyti Egilsstaðaskóla.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar beinir bæjarstjórn því til forstöðumanna stofnana, að þeir bregðist við minniháttar athugasemdum sem eftirlitsaðilar gera í reglubundnu eftirliti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.9.Fundargerð 119. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands.

Málsnúmer 201411085Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn og umhverfis- og framkvæmdanefnd taka undir bókun Heilbrigðisnefndar þar sem skorað er á ráðherra að beita sér fyrir því, að ríkisstofnanir nýti þær heimildir, sem fyrir eru í lögum til að fela heilbrigðisnefndum eftirlitsverkefni fyrir þeirra hönd.
Bæjarstjórn lítur það alvarlegum augum, þegar verið er að taka þannig verkefni af þar til bærum heimaaðilum og fela þau miðlægum eftirlitsaðilum í Reykjavík.
Af slíkri tilhögun er oft á tíðum bæði óhagræði og kostnaðarauki, auk þess sem það veikir starfsgrundvöll eftirlitsaðila eins og Heilbrigðiseftirlits Austurlands.
Með svona ráðstöfunum er beinlínis verið að fækka opinberum störfum á landsbyggðinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.10.Eftirlitsskýrsla HAUST/Íþróttamiðstöðin Egilsstöðum

Málsnúmer 201411080Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar beinir bæjarstjórn því til forstöðumanna stofnana, að þeir bregðist við minniháttar athugasemdum sem eftirlitsaðilar gera í reglubundnu eftirliti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.11.Eftirlitsskýrsla HAUST/Íþróttahús og sundlaug Hallormsstað

Málsnúmer 201411064Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar beinir bæjarstjórn því til forstöðumanna stofnana, að þeir bregðist við minniháttar athugasemdum sem eftirlitsaðilar gera í reglubundnu eftirliti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.12.Eftirlitsskýrsla HAUST 2014/Íslenska Gámafélagið

Málsnúmer 201411047Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar beinir bæjarstjórn því til forstöðumanna stofnana, að þeir bregðist við minniháttar athugasemdum sem eftirlitsaðilar gera í reglubundnu eftirliti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.13.Eftirlitsskýrsla HAUST 2014/Áhaldahús

Málsnúmer 201411044Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar beinir bæjarstjórn því til forstöðumanna stofnana, að þeir bregðist við minniháttar athugasemdum sem eftirlitsaðilar gera í reglubundnu eftirliti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.14.Úttekt á brunaviðvörunarkerfi í Fellaskóla

Málsnúmer 201411004Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar beinir bæjarstjórn því til forstöðumanna stofnana, að þeir bregðist við minniháttar athugasemdum sem eftirlitsaðilar gera í reglubundnu eftirliti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.15.Úttekt á Brunaviðvörunarkerfi /Brúarásskóli

Málsnúmer 201411003Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar beinir bæjarstjórn því til forstöðumanna stofnana, að þeir bregðist við minniháttar athugasemdum sem eftirlitsaðilar gera í reglubundnu eftirliti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.16.Skoðunarskýrsla Brunaviðvörunarkerfis í leikskólanum Skógarlandi

Málsnúmer 201411001Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar beinir bæjarstjórn því til forstöðumanna stofnana, að þeir bregðist við minniháttar athugasemdum sem eftirlitsaðilar gera í reglubundnu eftirliti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.17.Landsvirkjun, bakkavarnir neðan Lagarfljótsbrúar

Málsnúmer 201411081Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. 11. 2014 þar sem Helgi Jóhannesson f.h. Landsvirkjunar fer þess á leit, að sveitarstjórn Fljótsdalshéraðs heimili gerð 300 m bakkavarnar á hólmum neðan brúar yfir Lagarfljót, samkvæmt meðfylgjandi loftmynd. Gert er ráð fyrir að grjótið verði tekið úr námu Þórfells ehf. í Selhöfða. Fyrir liggur umsögn Umhverfisstofnunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir bakkavörnunum. Bæjarstjórn bendir á að þetta er viðkvæmt svæði á náttúruminjaskrá og verður að tryggja að ekki verð neinar skemmdir á umhverfinu vegna framkvæmdanna.

Samþykkt með handauppréttingu með 8 atkv. en 1 var fjarverandi (G.J.)

5.18.Hátungur deiliskipulag

Málsnúmer 201411055Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

5.19.Umsókn um lóð fyrir Lagarfljótsorminn

Málsnúmer 201411119Vakta málsnúmer

Erindi í tölvupósti dags. 10.11. 2014 þar sem Hlynur Bragason kt.220766-4709 sækir um lóð fyrir skipið Lagarfljótsorminn. Fyrirhugað er að vera með veitingahús í skipinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn frestar afgreiðslu erindisins. Bæjarstjórn hvetur bréfritara til að skoða nánar útfærslu og staðsetningu í samráði við skipulags- og byggingarfulltrúa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.20.Beiðni um að rífa sæluhús á Fagradal

Málsnúmer 201410070Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

5.21.Eldvarnarskoðun/Hallormsstaðaskóli

Málsnúmer 201409078Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

5.22.Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað

Málsnúmer 201309043Vakta málsnúmer

Erindi í tölvupósti dagsett 17. 11. 2014 þar sem Sigrún Hólm Þorleifsdóttir f.h. Þjónustusamfélagsins, minnir á fyrri erindi frá Þjónustusamfélaginu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og bendir á að bílastæðamál og málefni Fagradalsbrautar eru í vinnslu. Hvað varðar snjómokstur og snjólosunarsvæði þá beinir
bæjarstjórn því til starfsmanns og þeirra sem stýra snjómokstrinum að huga að snjólosunarsvæðum í miðbænum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.23.Umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 201411133Vakta málsnúmer

Erindi í tölvupósti dagsett 20.11. 2014 þar sem Sæmundur Eiríksson f.h. Reynis G. Hjálmtýssonar kt. 210946-3229 óskar eftir stöðuleyfi fyrir sumarhúsi, sem fyrirhugað er að byggja á lóðinni Reynishaga í Skriðdal. Fyrir liggja teikningar af húsinu ásamt umsókn um byggingarleyfi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Þar sem ekki er heimilt að gefa stöðuleyfi fyrir byggingar þá samþykkir bæjarstjórn að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar að húsið verði geymt á Reynishaga þar til byggingarleyfi hefur verið gefi út.

Samþykkt með 8 atk. en 1 sat hjá (SBS)

5.24.Miðás staða lóða

Málsnúmer 201411134Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

5.25.Aðalskipulagsbreyting, Uppsalir í Eiðaþinghá

Málsnúmer 201411045Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 06.11. 2014 þar sem Þórhallur Pálsson fyrir hönd landeigenda jarðarinnar Uppsala, fer þess á leit að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, á þann hátt að reitur merktur F57 verði felldur út og að reitur B15 verði stækkaður til austurs og nái einnig yfir það svæði sem F57 er nú á.
Málið var áður á dagskrá 12.11. 2014


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn ofangreinda breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að hefja vinnu við aðalskipulagsbreytinguna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.26.Ylströnd, breyting á Aðalskipulagi

Málsnúmer 201408036Vakta málsnúmer

Lögð er fram skipulagslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og gerð deiliskipulags fyrir afþreyingar- og ferðamannasvæði við Urriðavatn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða lýsingu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leita umsagna Skipulagsstofnunar og umsagnaraðila og kynna fyrir almenningi samkvæmt 40. gr. skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 209

Málsnúmer 1411013Vakta málsnúmer

Til máls tók: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin staðfest.

6.1.Málefni tónlistarskóla

Málsnúmer 201411122Vakta málsnúmer

Vísað er til liðar 3.11 í þessari fundargerð.
Lagt fram til kynningar að öðru leyti.

6.2.Lokaskýrsla vegna náms- og kynnisferðar starfsfólks Hádegishöfða í apríl 2014.

Málsnúmer 201411130Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

6.3.Tillaga til þingsályktunar um geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn, unglinga og fjölskyldur þeirra.

Málsnúmer 201411086Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

6.4.Skólaskrifstofa Austurlands

Málsnúmer 201411123Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

6.5.Egilsstaðaskóli - nemendamál kynnt á fundinum

Málsnúmer 201411121Vakta málsnúmer

Ósk Egilsstaðaskóla um að ráða stuðningsfulltrúa í hálft starf fram til vors, þar sem fjölgað hefur nemendum sem þurfa sérstakan stuðning.
Gert er ráð fyrir að af þessu hlytist viðbótarkostnaður sem nemur um kr. 1.000.000 á árinu 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu fræðslunefndar samþykkir bæjarstjórn að veita heimild fyrir ráðningunni, en fer fram á að beðið verði með afgreiðslu á viðbótarfjárþörf þar til staða mála verður ljósari við skipulag næsta skólaárs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Afgreiðsla fræðslunefndar á liðnum að öðru leyti staðfest.

6.6.Umsókn um leyfi til fjarnáms frá Egilsstaðaskóla

Málsnúmer 201410092Vakta málsnúmer

Afgreiðsla fræðslunefndar staðfest.

6.7.Dagsetningar samræmdra könnunarprófa í 4.,7. og 10. bekk 2015

Málsnúmer 201411066Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

6.8.Mötuneyti Egilsstaðaskóla/ eftirlitsskýrsla HAUST

Málsnúmer 201411088Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

6.9.Ályktanir aðalfundar SSA 2014

Málsnúmer 201411035Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

6.10.Málþing um stöðu innflytjenda í sveitarfélögum

Málsnúmer 201410072Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

6.11.Skýrsla fræðslufulltrúa

Málsnúmer 201108127Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

7.Félagsmálanefnd - 130

Málsnúmer 1411011Vakta málsnúmer

Til máls tók: Þórður Mar Þorsteinsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin staðfest.

7.1.Barnaverndarmál

Málsnúmer 0Vakta málsnúmer

Afgreitt af félagsmálanefnd.

7.2.Barnaverndarmál

Málsnúmer 0Vakta málsnúmer

Afgreitt af félagsmálanefnd.

7.3.Gjaldskrá fyrir stuðningsforeldra 2015

Málsnúmer 201411135Vakta málsnúmer

Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.

7.4.Gjaldskrá ferðaþjónustu 2015

Málsnúmer 201411136Vakta málsnúmer

Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.

7.5.Reglur 2015 um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsi

Málsnúmer 201411137Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu félagsmálanefndar samþykkir bæjarstjórn að hækka núverandi niðurgreiðslur sveitarfélagsins vegna daggæslu í heimahúsum um 10% frá 1. janúar 2015, enda rúmast kostnaður vegna þessa innan rekstaráætlunar 2015.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.6.Kynning á starfsemi dagmæðra

Málsnúmer 201411142Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

7.7.Ferðaþjónustubíll fatlaðra

Málsnúmer 201411138Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

7.8.Starfsáætlun félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs 2015

Málsnúmer 0Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

7.9.Styrkbeiðni frá Stígamótum 2014

Málsnúmer 201411021Vakta málsnúmer

Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.

7.10.Kvennaathvarf/umsókn um rekstarstyrk fyrir árið 2015

Málsnúmer 201410106Vakta málsnúmer

Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.

7.11.Ályktanir aðalfundar SSA 2014

Málsnúmer 201411035Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

7.12.Skólaskrifstofa Austurlands

Málsnúmer 201411123Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

8.Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 43

Málsnúmer 1411018Vakta málsnúmer

Til máls tók: Björn Ingimarsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókun.

Fundargerðin staðfest.

8.1.Efling forvarna fyrir ungt fólk

Málsnúmer 201411131Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn fagnar umræðu ungmennaráðs um eflingu forvarna og tillögum ráðsins um forvarnardag Fljótsdalshéraðs og vísar þeim til frekari úrvinnslu hjá tómstunda- og forvarnarfulltrúa, þegar gengið hefur verið frá ráðningu hans og hann hafið störf.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.2.Önnur mál

Málsnúmer 201411132Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:45.