Gjaldskrá ferðaþjónustu 2015

Málsnúmer 201411136

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd - 130. fundur - 26.11.2014

Drög að uppfærðri gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu á Fljótsdalshéraði lögð fyrir og samþykkt. Breytt gjaldskrá tekur gildi 1. janúar 2015 með fyrirvara um ákvörðun bæjarráðs um gjaldskrá almenningssamgangna á Fljótsdalshéraði.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 208. fundur - 03.12.2014

Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.

Félagsmálanefnd - 131. fundur - 17.12.2014

Drög að breyttri gjaldskrá um ferðaþjónustu lögð fram og samþykkt. Í ljósi þess að almenningssamgöngur verða gjaldfrjálsar á Fljótsdalshéraði frá 1. janúar 2015, verður ferðaþjónusta fyrir fatlað fólk í þéttbýli einnig gjaldfrjáls.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 279. fundur - 12.01.2015

Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.