Félagsmálanefnd

130. fundur 26. nóvember 2014 kl. 12:00 - 16:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Harðardóttir formaður
  • Jón Jónsson varaformaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson aðalmaður
  • Svava Lárusdóttir aðalmaður
  • Ása Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri

1.Barnaverndarmál

Málsnúmer 201410118

Niðurstaða samkvæmt bókun í málinu.

2.Barnaverndarmál

Málsnúmer 201403182

Niðurstaða samkvæmt bókun í málinu.

3.Gjaldskrá fyrir stuðningsforeldra 2015

Málsnúmer 201411135

Drög að uppfærðri gjaldskrá fyrir stuðningsforeldra fatlaðra barna lögð fyrir og samþykkt. Breytt gjaldskrá tekur gildi 1. janúar 2015.

4.Gjaldskrá ferðaþjónustu 2015

Málsnúmer 201411136

Drög að uppfærðri gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu á Fljótsdalshéraði lögð fyrir og samþykkt. Breytt gjaldskrá tekur gildi 1. janúar 2015 með fyrirvara um ákvörðun bæjarráðs um gjaldskrá almenningssamgangna á Fljótsdalshéraði.

5.Reglur 2015 um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsi

Málsnúmer 201411137

Niðurgreiðslur vegna daggæslu í heimahúsum teknar til umfjöllunar. Samþykkt að hækka núverandi niðurgreiðslur sveitarfélagsins um 10 % frá 1. janúar 2015. Kostnaður vegna þessa rúmast innan rekstraráætlunar 2015.

6.Kynning á starfsemi dagmæðra

Málsnúmer 201411142

Starfsmaður nefndarinnar kynnti starfsemi dagmæðra á Fljótsdalshéraði.
Starfsmanni falið að gera drög að reglum um störf dagmæðra og kynna nefndinni síðar.

7.Ferðaþjónustubíll fatlaðra

Málsnúmer 201411138

Málinu frestað til næsta fundar.

8.Starfsáætlun félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs 2015

Málsnúmer 201409118

Drög að starfsáætlun félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs tekin til umræðu.

9.Styrkbeiðni frá Stígamótum 2014

Málsnúmer 201411021

Styrkbeiðni frá Stígamótum fyrir árið 2015, tekin til umfjöllunar og samþykkt að veita kr. 666.000. í styrk til Stígamóta vegna meðferðarviðtala samtakanna á Austurlandi. Gert er ráð fyrir upphæðinni í rekstraráætlun fyrir árið 2015. Félagsmálastjóra falið að óska eftir því við Stígamót að tryggt verði að íbúar sveitarfélaga á þjónustusvæði nefndarinnar fái notið þjónustunnar.

10.Kvennaathvarf/umsókn um rekstarstyrk fyrir árið 2015

Málsnúmer 201410106

Umsókn Kvennaathvarfsins um rekstrarstyrk fyrir árið 2015 er tekin fyrir og synjað.

11.Ályktanir aðalfundar SSA 2014

Málsnúmer 201411035

Ályktanir aðalfundar SSA 2014 lagðar fram til kynningar.

12.Skólaskrifstofa Austurlands

Málsnúmer 201411123

Skýrsla stjórnarformanns til aðalfundar Skólaskrifstofu Austurlands, auk fundargerða stjórnar og framkvæmdastjórnar Skólaskrifstofu Austurlands lagðar fram til kynningar.
Heimsókn á þrjár af starfsstöðvum Félagsþjónustunnar.

Fundi slitið - kl. 16:00.