Reglur 2015 um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsi

Málsnúmer 201411137

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd - 130. fundur - 26.11.2014

Niðurgreiðslur vegna daggæslu í heimahúsum teknar til umfjöllunar. Samþykkt að hækka núverandi niðurgreiðslur sveitarfélagsins um 10 % frá 1. janúar 2015. Kostnaður vegna þessa rúmast innan rekstraráætlunar 2015.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 208. fundur - 03.12.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu félagsmálanefndar samþykkir bæjarstjórn að hækka núverandi niðurgreiðslur sveitarfélagsins vegna daggæslu í heimahúsum um 10% frá 1. janúar 2015, enda rúmast kostnaður vegna þessa innan rekstaráætlunar 2015.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.