Ályktanir aðalfundar SSA 2014

Málsnúmer 201411035

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 273. fundur - 10.11.2014

Lagðar fram þær álytanir aðalfundar SSA sem helst snerta hlutverk bæjarráðs. Bæjarráð leggur áherslu á að ályktanirnar verði kynntar fyrir viðkomandi stjórnvöldum og leggur sérstaka áherslu á mikilvægi þeirra ályktana sem snúa að samgöngumálum.

Í ljósi grafalvarlegra tíðina af fjármögnun nýframkvæmda í vegagerð og vetrarþjónustu Vegagerðarinnar, óskar bæjarráð Fljótsdalshéraðs eftir því að þingmenn kjördæmisins komi til fundar við Austfirska sveitarstjórnarmenn sem fyrst til að fara yfir stöðu mála.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 11. fundur - 12.11.2014

Lagðar eru fram ályktanir aðalfundar SSA 2014, sem snúa að umhverfis- og framkvæmkdanefnd.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir ályktanir aðalfundar SSA hvað varðar viðhald vega, brýr, lífrænan úrgang og refa- og minkaveiðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 207. fundur - 19.11.2014

Í bæjarráði voru lagðar fram þær ályktanir aðalfundar SSA sem helst snerta hlutverk ráðsins. Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og leggur áherslu á að ályktanirnar verði kynntar fyrir viðkomandi stjórnvöldum og leggur sérstaka áherslu á mikilvægi þeirra ályktana sem snúa að samgöngumálum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í ljósi grafalvarlegra tíðinda af fjármögnun nýframkvæmda í vegagerð og vetrarþjónustu Vegagerðarinnar, óskar bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs eftir því að þingmenn kjördæmisins komi til fundar við Austfirska sveitarstjórnarmenn sem fyrst til að fara yfir stöðu mála.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 9. fundur - 24.11.2014

Fyrir liggja ályktanir síðasta aðalfundar SSA sem helst snerta hlutverk atvinnu- og menningarnefndar.

Lagt fram til kynningar og frekari vinnslu.

Félagsmálanefnd - 130. fundur - 26.11.2014

Ályktanir aðalfundar SSA 2014 lagðar fram til kynningar.

Náttúruverndarnefnd - 2. fundur - 12.01.2015

Lagðar eru fram ályktanir aðalfundar SSA 2014, sem snúa að náttúruverndarnefnd.

Náttúruverndarnefnd hvetur til þess að staðið verði við gefin fyrirheit og umhverfismálum verði helgaður sérstakur liður á dagskrá næsta aðalfundar SSA.
Náttúruverndarnefnd tekur undir með SSA og hvetur ríkisvaldið til að leggja til mun meiri fjármuni til uppbyggingar á friðlýstum svæðum, þannig að sveitarfélög sjái sér í ríkara mæli hag í því að taka að sér umsjá og rekstur slíkra svæða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 209. fundur - 21.01.2015

Á fundi náttúruverndarnefndar voru kynntar ályktanir aðalfundar SSA 2014, sem snúa að náttúruverndarnefnd.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með náttúruverndarnefnd og hvetur til þess að staðið verði við gefin fyrirheit og umhverfismálum verði helgaður sérstakur liður á dagskrá næsta aðalfundar SSA.
Bæjarstjórn og náttúruverndarnefnd taka einnig undir með SSA og hvetja ríkisvaldið til að leggja til mun meiri fjármuni til uppbyggingar á friðlýstum svæðum, þannig að sveitarfélög sjái sér í ríkara mæli hag í því að taka að sér umsjá og rekstur slíkra svæða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.