Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

209. fundur 25. nóvember 2014 kl. 18:00 - 19:53 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Davíð Þór Sigurðarson formaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Soffía Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Jón Björgvin Vernharðsson varamaður
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Fræðslunefndarfundurinn hófst með þátttöku fulltrúa í fyrri hluta skólaþings Egilsstaðaskóla sem hófst í Egilsstaðaskóla kl. 17:00. Fundur skv. fundardagskrá að öðru leyti hófst síðan í fundarsal bæjarstjórnar kl. 18:00.

Áheyrnarfulltrúi tónlistarskóla, Drífa Sigurðardóttir, mætti undir fyrsta lið á dagskrá fundarins. Áheyrnarfulltrúar leikskóla, Sigríður Herdís Pálsdóttir, Þórey Birna Jónsdóttir og Steinunn Sigurðardóttir mættu á fundinn undir liðum 2-4 og áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Sigurlaug Jónasdóttir, Sigfús Guttormsson og Þorvaldur Hjarðar mættu undir liðum 3-7. Jóhanna Harðardóttir skólastjóri Hádegishöfða mætti á fundinn undir lið 2.

1.Málefni tónlistarskóla

Málsnúmer 201411122Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd fagnar því að gengið hefur verið frá samningi við tónlistarskólakennara. Hvað varðar innheimtu skólagjalda vísar fræðslunefnd til afgreiðslu bæjarráðs þann 24. nóvember sl. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Lokaskýrsla vegna náms- og kynnisferðar starfsólks Hádegishöfða í apríl 2014

Málsnúmer 201411130Vakta málsnúmer

Jóhanna Harðardóttir skólastjóri Hádegishöfða kynnti greinargerð um náms- og kynnisferð starfsfólks Hádegishöfða sem farin í apríl 2014. Ferðin reyndist starfsfólkinu mjög gagnleg og lærdómsrík. Fræðslunefnd þakkar fyrir greinargóða skýrslu. Lagt fram til kynningar.

3.Tillaga til þingsályktunar um geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn, unglinga og fjölskyldur þeirra.

Málsnúmer 201411086Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd fagnar þeirri þingsályktunartillögu sem hér er lögð fram. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Skólaskrifstofa Austurlands

Málsnúmer 201411123Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

5.Egilsstaðaskóli - nemendamál kynnt á fundinum

Málsnúmer 201411121Vakta málsnúmer

Sigurlaug Jónasdóttir kynnti málið sem varðar einkum tvo nemendur. Nemendum í skólanum fjölgar jafnt og þétt og verða frá næstu mánaðarmótum 370. Þar sem fjölgað hefur nemendum sem þurfa sérstakan stuðning óskar skólinn eftir heimild til að ráða stuðningsfulltrúa í hálft starf fram til vors. Gert er ráð fyrir að af þessu hlytist viðbótarkostnaður sem nemur um kr. 1.000.000 á árinu 2015. Fræðslunefnd samþykkir að veita heimilid fyrir ráðningunni en fer fram á að beðið verði með afgreiðslu á viðbótarfjárþörf þar til staða mála verður ljósari við skipulag næsta skólaárs. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Vegna ófyrirséðra forfalla í starfsmannahópnum telja skólastjórnendur nauðsynlegt að taka sjálfir að sér forfallakennslu á 3 vikna tímabili í desember. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti þá ráðstöfun enda hlýst ekki af því viðbótarkostnaður fyrir skólann. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Umsókn um leyfi til fjarnáms frá Egilsstaðaskóla

Málsnúmer 201410092Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti umsóknina og felur fræðslufulltrúa að ganga formlega frá afgreiðslu málsins. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Dagsetningar samræmdra könnunarprófa í 4.,7. og 10. bekk 2015

Málsnúmer 201411066Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

8.Mötuneyti Egilsstaðaskóla/ eftirlitsskyrsla HAUST

Málsnúmer 201411088Vakta málsnúmer

Fræðslufulltrúa falið að fylgja efir að þau atriði sem gerð er athugasemd við verði lagfærð. Að öðru leyti lagt fram til kynningar. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Ályktanir aðalfundar SSA 2014

Málsnúmer 201411035Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

10.Málþing um stöðu innflytjenda í sveitarfélögum

Málsnúmer 201410072Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

11.Skýrsla fræðslufulltrúa

Málsnúmer 201108127Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:53.