Sigurlaug Jónasdóttir kynnti málið sem varðar einkum tvo nemendur. Nemendum í skólanum fjölgar jafnt og þétt og verða frá næstu mánaðarmótum 370. Þar sem fjölgað hefur nemendum sem þurfa sérstakan stuðning óskar skólinn eftir heimild til að ráða stuðningsfulltrúa í hálft starf fram til vors. Gert er ráð fyrir að af þessu hlytist viðbótarkostnaður sem nemur um kr. 1.000.000 á árinu 2015. Fræðslunefnd samþykkir að veita heimilid fyrir ráðningunni en fer fram á að beðið verði með afgreiðslu á viðbótarfjárþörf þar til staða mála verður ljósari við skipulag næsta skólaárs. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Vegna ófyrirséðra forfalla í starfsmannahópnum telja skólastjórnendur nauðsynlegt að taka sjálfir að sér forfallakennslu á 3 vikna tímabili í desember. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti þá ráðstöfun enda hlýst ekki af því viðbótarkostnaður fyrir skólann. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Ósk Egilsstaðaskóla um að ráða stuðningsfulltrúa í hálft starf fram til vors, þar sem fjölgað hefur nemendum sem þurfa sérstakan stuðning. Gert er ráð fyrir að af þessu hlytist viðbótarkostnaður sem nemur um kr. 1.000.000 á árinu 2015.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu fræðslunefndar samþykkir bæjarstjórn að veita heimild fyrir ráðningunni, en fer fram á að beðið verði með afgreiðslu á viðbótarfjárþörf þar til staða mála verður ljósari við skipulag næsta skólaárs.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Afgreiðsla fræðslunefndar á liðnum að öðru leyti staðfest.
Vegna ófyrirséðra forfalla í starfsmannahópnum telja skólastjórnendur nauðsynlegt að taka sjálfir að sér forfallakennslu á 3 vikna tímabili í desember. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti þá ráðstöfun enda hlýst ekki af því viðbótarkostnaður fyrir skólann. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.