Fræðslunefnd vísar til fyrri umfjöllunar og óskar eftir að framkvæmdin við umrætt milliloft verði kostnaðarmetin þar sem með þessu fengist betri starfsaðstaða í húsnæðinu. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Málið varðar umsókn um skólaakstur frá Staffelli og Hafrafelli í veg fyrir skólabíl í Brúarás. Fræðslunefnd telur að þar sem erindið berst þegar langt er liðið á skólaár sé ekki hægt að verða við því á þessu skólaári, en mun taka erindið til skoðunar í tengslum við vinnu við skipulag skólaaksturs fyrir næsta skólaár. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Fræðslunefnd felur grunnskólastjórum að vinna sameiginlega skjalavistunaráætlun fyrir skólana sem verði lögð fyrir fræðsluefnd til samþykktar í vor. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.