Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

214. fundur 25. mars 2015 kl. 19:15 - 21:55 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir varaformaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Jón Björgvin Vernharðsson varamaður
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Stefanía Malen Stefánsdóttir, Þorvaldur Hjarðar og Dagur Emilsson mættu á fundinn undir liðum 1-5.

1.Framtíðarskipulag Hallormsstaðaskóla.

Málsnúmer 201312036Vakta málsnúmer

Lagðir fram til kynningar samningar um grunnskóla-, leikskóla og tónlistarskóla milli Fljótsdalshéraðs og Fljótsdalshrepps.

2.Milliloft í Grunnskólann á Egilsstöðum

Málsnúmer 201503039Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd vísar til fyrri umfjöllunar og óskar eftir að framkvæmdin við umrætt milliloft verði kostnaðarmetin þar sem með þessu fengist betri starfsaðstaða í húsnæðinu. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Egilsstaðaskóli - nemendamál kynnt á fundinum

Málsnúmer 201411121Vakta málsnúmer

Til kynningar.

4.Umsókn um skólaakstur

Málsnúmer 201503114Vakta málsnúmer

Málið varðar umsókn um skólaakstur frá Staffelli og Hafrafelli í veg fyrir skólabíl í Brúarás. Fræðslunefnd telur að þar sem erindið berst þegar langt er liðið á skólaár sé ekki hægt að verða við því á þessu skólaári, en mun taka erindið til skoðunar í tengslum við vinnu við skipulag skólaaksturs fyrir næsta skólaár. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Skjalavarsla í leik- og grunnskólum

Málsnúmer 201501053Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd felur grunnskólastjórum að vinna sameiginlega skjalavistunaráætlun fyrir skólana sem verði lögð fyrir fræðsluefnd til samþykktar í vor. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Fræðslumál - frávikagreining 2014

Málsnúmer 201503115Vakta málsnúmer

Farið yfir frávik rekstrarniðurstöðu á fræðslusviði frá samþykktri áætlun.

7.Launaþróun á fræðslusviði

Málsnúmer 201403032Vakta málsnúmer

Farið yfir þróun launaliða í stofnunum á fræðslusviði í janúar og febrúar 2015.

8.Starfsáætlun Fræðslusviðs 2015

Málsnúmer 201502132Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

9.Skýrsla fræðslufulltrúa

Málsnúmer 201108127Vakta málsnúmer

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 21:55.