Umsókn um skólaakstur

Málsnúmer 201503114

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 214. fundur - 25.03.2015

Málið varðar umsókn um skólaakstur frá Staffelli og Hafrafelli í veg fyrir skólabíl í Brúarás. Fræðslunefnd telur að þar sem erindið berst þegar langt er liðið á skólaár sé ekki hægt að verða við því á þessu skólaári, en mun taka erindið til skoðunar í tengslum við vinnu við skipulag skólaaksturs fyrir næsta skólaár. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 214. fundur - 01.04.2015

Afgreiðsla fræðslunefndar staðfest.