Milliloft í Grunnskólann á Egilsstöðum

Málsnúmer 201503039

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 214. fundur - 25.03.2015

Fræðslunefnd vísar til fyrri umfjöllunar og óskar eftir að framkvæmdin við umrætt milliloft verði kostnaðarmetin þar sem með þessu fengist betri starfsaðstaða í húsnæðinu. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 214. fundur - 01.04.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísað málinu til umhverfis - og framkvæmdanefndar til úrvinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 21. fundur - 08.04.2015

Fyrir liggur bókun fræðslunefndar þar sem vísað er til fyrri umfjöllunar og óskar eftir að framkvæmdin við umrætt milliloft verði kostnaðarmetin. Með þessu fengist betri starfsaðstaða í húsnæðinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að kallað verði eftir kostnaðaráætlun frá arkitekt hússins fyrir milliloftið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.