Umhverfis- og framkvæmdanefnd

21. fundur 08. apríl 2015 kl. 17:00 - 21:06 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ragna Einarsdóttir aðalmaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson varamaður
  • Þórhallur Borgarson varamaður
  • Ómar Þröstur Björgólfsson
Fundargerð ritaði: Ómar Þröstur Björgólfsson

1.Umsókn um stofnun fasteigna í fasteignaskrá

Málsnúmer 201503163

Erindi dagsett 26.03.2015 þar sem Kári Helgfell Jónasson kt.190362-5749 óskar eftir stofnun tveggja nýrra lóða skv.14.gr.laga nr.6/2001 um skráningu og mat fasteigna. Fyrir liggja lóðablöð dagsett 18.02.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis-og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að stofna lóðirnar í Þjóðskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Þjónustusamfélagið á Héraði

Málsnúmer 201504016

Lagðar eru fram myndir til að leggja áherslu á mikilvægi þess að hugað sé vel að umhverfinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela starfsmanni að sjá til þess að hafin verði vinna við tiltekt í þéttbýlinu og viðgerðir á kantsteinum o.fl. sem skemmst hefur á liðnum vetri.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Íþróttamiðstöðin merking við bílastæði

Málsnúmer 201504015

Til umræðu er uppsetning umferðarmerkja við suðurhluta bílastæða við Íþróttamiðstöðina. Fyrir liggur tölvupóstur dagsettur 26.03.2015 frá umsjónamanni fasteigna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögu um bann við bifreiðastöður og breytingin verði færð í Auglýsingu um umferð á Fljótshéraði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Bæjarstjórnarbekkurinn 19.03.2015

Málsnúmer 201504014

Til umræðu eru ábendingar sem fram komu í viðtalstíma bæjarfulltrúa fimmtudaginn 19.03.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fresta málinu til næsta reglulega fundar nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Umhverfis- og framkvæmdanefnd, verkefni framundan

Málsnúmer 201501232

Til umræðu eru verkefni umhverfis- og framkvæmdanefndar framundan. Fyrir liggja nokkur verkefni. Málið var áður á dagskrá 28.01.2015. Málið var áður á dagskrá 25.03.2015.

Málið er í vinnslu.

6.Landsskipulagsstefna 2015-2026

Málsnúmer 201401195

Fyrir liggur samantekt Skipulagsstofnunar um framkomnar athugasemdir við auglýsta tillögu að landsskipulagsstefnu. Umsögnina er að finna á vef landsskipulagsstefnu, www.landsskipulag.is.

Lagt fram til kynningar.

7.Umsókn um byggingarlóð/Miðás 39

Málsnúmer 201504008

Erindi dagsett 01.04.2015 þar sem Þröstur Stefánsson f.h.Þ.S.Verktaka kt.410200-3250 sækir um lóðina miðás 39 sem geymslulóð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda. Nefndin samþykkir að fela umhverfis- og skipulagsfulltrúa að tilkynna þeim, sem hafa nýtt lóðina sem geymslulóð, um niðurstöðu nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Tjarnarland, urðunarstaður 2015

Málsnúmer 201501124

Til umræðu er möguleg samvinna við Seyðisfjörð og Fljótsdalshrepp um úrgangsmál (sorphirðu). Fyrir liggur tölvupóstur dagsettur 11.02.2015 frá Vilhjálmi Jónssyni Seyðisfirði og tölvupóstur dagsettur 11.03.2015 frá Gunnþórunn Ingólfsdóttur Fljótsdalshreppi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að höfð verði samvinna við Seyðisfjarðarkaupstað og Fljótsdalshrepp um úrgangsmál. Nefndin bendir á að við gerð útboðsgagna vegna sorphirðu þarf að liggja fyrir með hvaða hætti þessi sveitarfélög komi að verkefninu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Hringrás Endurvinnsla, boð um samstarf

Málsnúmer 201503146

Erindi dagsett 24.03.2015 þar sem Hringrás hf.kt.420589-1319 lýsir yfir áhuga á að upplýsa sveitarfélagið um starfsemi fyrirtækisins, með möguleika á samstarfi í huga.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur jákvætt í erindið og mun hafa fyrirtækið í huga þegar verkefni liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Tilkynning um nýræktun skóga

Málsnúmer 201503042

Erindi dagsett 20.03.2015 þar sem Ólöf I.Sigurbjartsdóttir f.h.Héraðs- og Austurlandsskóga tilkynnir, að Einar K. Eysteinsson kt.250981-4149 og Kristján Már Magnússon kt.070572-4279, eigendur jarðarinnar Stóra-Steinsvað landnr. 157219, hafa fengið samþykki fyrir samningi um nytjaskógrækt á 88 ha. lands á jörð sinni. Meðfylgjandi er afrit samningsins og mynd sem sýnir afmörkun fyrirhugaðs skógræktarsvæðis. Bent er á að fyrir er á jörðinni 67 ha. samningur sem nánast fullplantað er í og hefur árangur verið með ágætum.

Lagt fram til kynningar.

11.Milliloft í Grunnskólann á Egilsstöðum

Málsnúmer 201503039

Fyrir liggur bókun fræðslunefndar þar sem vísað er til fyrri umfjöllunar og óskar eftir að framkvæmdin við umrætt milliloft verði kostnaðarmetin. Með þessu fengist betri starfsaðstaða í húsnæðinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að kallað verði eftir kostnaðaráætlun frá arkitekt hússins fyrir milliloftið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Landsvirkjun staða mála

Málsnúmer 201503038

Til umræðu er hvernig samskiptum við fulltrúa Landsvirkjunar um hin ýmsu mál skuli háttað.

Árni Óðinsson frá Landsvirkjun sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis-og framkvæmdanefnd þakkar Árna fyrir komuna og samþykkir að fulltrúi Landsvirkjunar mæti á fund nefndarinnar að lágmarki tvisvar á ári þ.e. vor og haust til að fara yfir stöðu mála.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Breyting á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar til umsagnar

Málsnúmer 201503189

Erindi í tölvupósti dagsett 25.03.2015 þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027.
Óskað er eftir að umsagnir berist fyrir 8. apríl næstkomandi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Hrægámar

Málsnúmer 201503187

Til umræðu er að staðsetja hrægáma í sveitarfélaginu. Fyrir liggur tilboð frá Íslenska gámafélaginu í leigu á gámum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að taka tilboði Íslenska gámafélagsins og kostnaður vegna þessa verði tekinn af lið 13290 önnur landbúnaðrmál.

Jafnframt samþykkir nefndin að fela starfsmanni að taka saman upplýsingar frá öðrum sveitarfélögum um söfnun dýrahræja.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Tilnefning svæða í norræna skipulagssamkeppni

Málsnúmer 201503156

Lagður er fram tölvupóstur frá Skipulagsstofnun dags.26.03.205 þar sem Sveitarfélögum og öðrum forsvarsaðilum svæða, svo sem fasteigna- og þróunarfélögum, gefst nú kostur á að tilnefna svæði til þátttöku í norrænni skipulagssamkeppni, Nordic Built Cities Challenge. Samkeppnin er hluti áætlunar sem Norræni nýsköpunarsjóðurinn vinnur að á árabilinu 2015-2018 um sjálfbærni og nýsköpun í skipulagi norrænna bæja og borga. Markmið samkeppninnar er að styðja nýsköpun og þverfaglegar lausnir í norrænni skipulagsgerð og stuðla að sjálfbæru bæjarskipulagi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis-og framkvæmdanefnd samþykkir að fela umhverfis- og skipulagsfulltrúa að afla frekari upplýsinga um málið. Að öðru leyti er málinu frestað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Deiliskipulag Miðás(suður)og Brúnás

Málsnúmer 201412031

Lögð er fram leiðrétt tillaga að deiliskipulagi fyrir Miðás (suður) og Brúnás, vegna ábendingar frá Skipulagsstofnun.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögu og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að senda Skipulagsstofnun samþykkta deiliskipulagsbreytingu og auglýsa breytinguna í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.Tjarnarland breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 201503183

Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir urðunarstaðinn á Tjarnarlandi. breytingin er sett fram í greinargerð dags. 31.02.2015 og felur í sér eftirfarandi breytingu: Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir 2000 tonnum af úrgangi til urðunar á ári, en breytist í 2500 tonn á ári. Við breytinguna mun líftíminn styttast um 16 ár og svæðið verða fullt 2076 en ekki 2092. Texti í kafla 3.3.1 og tafla 1, Urðun og tafla 1 Stærð og líftími urðunarhólfa, er breitt.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði metin óveruleg og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að grenndarkynna breytinguna skv.2.mgr.43.gr.Skipulagslaga nr.123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

18.Ylströnd við Urriðavatn, deiliskipulag

Málsnúmer 201501002

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi Ylströnd við Urriðavatn sem afmarkast af Urriðavatni til norðurs og vesturs en Hróarstunguvegi til austurs og landbúnaðarlandi, skv.aðalskipulagi, til suðurs. Tillagan er sett fram á uppdrætti ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu dags.02.01.2015 og felur m.a. í sér skipulag fyrir ylströnd og byggingar henni tengdar.
Brugðist hefur verið við þeim athugasemdum sem bárust við tillöguna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til við bæjarstjórn að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan verði auglýst samhliða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

19.Ylströnd, breyting á Aðalskipulagi

Málsnúmer 201408036

Lögð er fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, Sveitarfélagsuppdráttur B. Tillagan er sett fram á uppdrætti ásamt greinargerð dags.1.apríl 2015 og felur m.a. í sér að við greinargerðina er bætt kafla 9.22 afþreyingar og ferðamannasvæði AF1 baðstaður við Urriðavatn, jafnframt er breytt landnotkun eins og fram kemur í tillögunni. Tillagan hefur verið kynnt samkvæmt 30.gr.Skipulagslaga nr.123/2010.
Brugðist hefur verið við þeim athugasemdum sem bárust við tillöguna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til við bæjarstjórn að hún verði auglýst skv.31.gr. Skipulagslaga nr.123/2010, geri Skipulagsstofnun ekki athugasemd við tillöguna skv.30.gr.Skipulagslaga.
Tillagan verði auglýst samhliða tillögu að deiliskipulagi fyrir Ylströnd við Urriðavatn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

20.Uppsalir í Eiðaþinghá Aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 201411045

Lögð er fram skipulagslýsing fyrir Uppsali, Fljótsdalshéraði vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og gerð deiliskipulags fyrir sama svæði, samkvæmt 30.gr.skipulagslaga nr.123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða skipulagslýsingu og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að kynna hana samkvæmt 30.gr.Skipulagslaga nr.123/2010

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

21.Miðbæjarskipulag, hönnunarteymi

Málsnúmer 201409113

Fyrir liggja hugmyndir sem innlegg í endurskoðun deiliskipulags fyrir Miðbæ Egilsstaða. Anna María Þórhallsdóttir, Steinrún Ótta Stefánsdóttir og Bylgja Lind Pétursdóttir,kynna hugmyndirnar.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar kynninguna.
Nefndin er hlynnt því að hugmyndirnar verði nýttar í vinnu við endurskoðun deiliskipulags Miðbæjar Egilsstaða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 21:06.