Tilkynning um nýræktun skóga

Málsnúmer 201503042

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 19. fundur - 11.03.2015

Erindi dagsett 20.02.2015 þar sem Ólöf I.Sigurbjartsdóttir f.h.Héraðs- og Austurlandsskóga, tilkynnir um tvo samninga við Guðmund Aðalsteinsson kt.300352-7669 um nytjaskógrækt á jörðinni Brekkusel á Fljótsdalshéraði.
Óskað er eftir afstöðu nefndarinnar hvort framkvæmdaleyfis sé krafist eins og heimilt er samkvæmt reglugerð nr. 772/2012.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki kröfu um framkvæmdaleyfi samanber bókun bæjarstjórnar 05.11.2013.

Nefndin vekur athygli á að með tilkomu framlagðra samninga eru áætlanir um ræktun nytjaskóga í landi Brekkusels orðnar 545 ha. að stærð í þremur samningum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 213. fundur - 18.03.2015

Erindi dagsett 20.02. 2015 þar sem Ólöf I.Sigurbjartsdóttir f.h. Héraðs- og Austurlandsskóga, tilkynnir um tvo samninga við Guðmund Aðalsteinsson kt.300352-7669 um nytjaskógrækt á jörðinni Brekkusel á Fljótsdalshéraði.
Óskað er eftir afstöðu nefndarinnar hvort framkvæmdaleyfis sé krafist eins og heimilt er samkvæmt reglugerð nr. 772/2012.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og gerir ekki kröfu um framkvæmdaleyfi samanber bókun bæjarstjórnar 05.11. 2013.
Vakin er athygli á að með tilkomu framlagðra samninga eru áætlanir um ræktun nytjaskóga í landi Brekkusels orðnar alls 545 ha. að stærð í þremur samningum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 21. fundur - 08.04.2015

Erindi dagsett 20.03.2015 þar sem Ólöf I.Sigurbjartsdóttir f.h.Héraðs- og Austurlandsskóga tilkynnir, að Einar K. Eysteinsson kt.250981-4149 og Kristján Már Magnússon kt.070572-4279, eigendur jarðarinnar Stóra-Steinsvað landnr. 157219, hafa fengið samþykki fyrir samningi um nytjaskógrækt á 88 ha. lands á jörð sinni. Meðfylgjandi er afrit samningsins og mynd sem sýnir afmörkun fyrirhugaðs skógræktarsvæðis. Bent er á að fyrir er á jörðinni 67 ha. samningur sem nánast fullplantað er í og hefur árangur verið með ágætum.

Lagt fram til kynningar.