Umhverfis- og framkvæmdanefnd

19. fundur 11. mars 2015 kl. 17:00 - 21:14 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Þórhallur Borgarson varamaður
  • Ómar Þröstur Björgólfsson
Fundargerð ritaði: Ómar Þröstur Björgólfsson
Ágústa Björnsdóttir var í símasambandi við afgreiðslu eftirtaldra liða:
Nr. 2, 16 og 22.

1.Landsvirkjun staða mála

Málsnúmer 201503038Vakta málsnúmer

Til umræðu er hvernig samskiptum við fulltrúa Landsvirkjunar um hin ýmsu mál skuli háttað.

Málinu frestað.

2.Umhverfis- og framkvæmdanefnd starfsáætlun 2015

Málsnúmer 201502037Vakta málsnúmer

Lögð er fram starfsáætlun fyrir árið 2015. Málið var áður á dagskrá 25.02.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða starfsáætlun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Viðhaldsverkefni fasteigna 2015

Málsnúmer 201501259Vakta málsnúmer

Lagður er fram verkefnalisti á vinnslustigi fyrir fasteignir sveitarfélagsins. Málið var áður á dagskrá 25.02.2015
Umsjónamaður fasteigna kynnti viðhaldsverkefnin.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar umsjónamanni fyrir upplýsingarnar. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Viðtalstímar bæjarfulltrúa 2015

Málsnúmer 201502122Vakta málsnúmer

Nemendur í Tjarnarskógi lögðu fram hugmyndir að úrbótum á ýmsum sviðum í sveitarfélaginu.
Fram kom í viðtalstíma bæjarfulltrúa hugmynd um að eldri borgarar væru fengnir til að sjá um ýmiskonar umhirðu í þéttbýlinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur jákvætt í hugmyndirnar og felur starfsmanni að vinna frekar úr þeim m.a. athuga hvort eldri borgarar eru reiðubúnir að taka að sér einstök verkefni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Gufubað í íþróttahúsið á Egilsstöðum

Málsnúmer 201502026Vakta málsnúmer

Fyrir liggur hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað, dagsett 5. febrúar 2015, um að komið verði upp gufubaði við íþróttahúsið á Egilsstöðum. Fyrir liggur tillaga að útfærslu á gufubaði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Hugmyndin lögð fram til kynningar.
Starfsmanni falið að afla upplýsinga um frekari útfærslur og staðsetningu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Vöktun Náttúrustofu Austurlands 2014.

Málsnúmer 201503009Vakta málsnúmer

Lögð er fram vöktun Náttúrustofu Austurladns 2014 og tillaga um veiðikvóta og ágangssvæði 2015.

Lagt fram til kynningar.

7.Fjósakambur 6 a, nýting forkaupsréttar

Málsnúmer 201503007Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27.02.2015 þar sem Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir kt.050963-3659, óskar eftir að nýta forkaupsrétt á Fjósakambi 6a, Hallormsstað.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fresta afgreiðslu og felur starfmanni að afla frekari upplýsinga um málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Nýtum hreina íslenska vatnið

Málsnúmer 201503005Vakta málsnúmer

Fyrir liggur hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað, um að ýta enn frekar undir heilbrigðið og gera út á hreina, íslenska vatnið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að vísa málinu til Hitaveitu Egilsstaða og Fella, sem fer með rekstur vatnsveitunnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Niðurfelling vega af vegaskrá

Málsnúmer 201502018Vakta málsnúmer


Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir með bréfritara. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Fjarvarmaveitan á Eiðum

Málsnúmer 200902083Vakta málsnúmer

Lagt er fram minnisblað frá Mannviti vegna ástandsskoðunar fjarvarmaveitunnar á Eiðum. Málið var áður á dagskrá 23.07.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd vísar til bókunar nefndarinnar 23.07.2014. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

Nefndin felur starfsmanni að boða til fundar með notendum við fyrsta tækifæri.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Íbúðarhúsnæði til skammtímaútleigu

Málsnúmer 201501228Vakta málsnúmer

Til umræðu er skammtímaleiga á íbúðarhúsnæði þ.e. gisting í flokki I og II. Skráning þess rýmis sem leigt er út, umsóknarferli og afgreiðsla. Málið var áður á dagskrá 28.01.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela starfsmanni að gera drög að auglýsingu, þar sem vakin er athygli á að gisting í íbúðarhúsum verði skráð í gjaldflokk C, sem er atvinnurekstarflokkur og leggja fyrir fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Umferðaröryggi í sveitarfélaginu

Málsnúmer 201503041Vakta málsnúmer

Erindi í tölvupósti dagsett 02.03.2015 þar sem Hörður Bjarnason hjá Mannvit vekur athygli á mikilvægi þess að sveitarfélög taki umferðaröryggi föstum tökum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að hafin verði vinna við gerð umferðaröryggisáætlunar fyrir Fljótsdalshérað.
Nefndin samþykkir að Umferðaröryggishópurinn stýri verkefninu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Samfélagsdagur 2015

Málsnúmer 201503040Vakta málsnúmer

Erindi í tölvupósti dagsett 05.03.2015 þar sem Óðinn Gunnar vekur aghygli á að á fundi hjá Þjónustusamfélaginu hafi verið spurt hvort ekki yrði samfélagsdagur í vor eins og undanfarið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að samfélagsdagurinn 2015 verði með sama sniði og 2014 og felur starfsmanni að taka saman verkefni sem vinna á og leggja fyrir seinni fund nefndarinnar í apríl.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Beiðni um uppsetningu vegvísa vegna Egilsstaðastofu

Málsnúmer 201503036Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 05.03.2015 þar sem Magnfríður Ólöf Pétursdóttir kt.241076-3429 f.h. Austurfarar ehf. óskar eftir að settir verði upp vegvísar á Egilsstöðum sem vísa á Egilsstaðastofu-upplýsingamiðstöð Fljótsdalshéraðs, bílastæði og almenningssalerni, sem staðsett eru í Kaupvangi 17.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykir erindi umsækjanda og felur starfsmanni að koma upp vegvísum í samráði við umsækjanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Umsókn um styrk úr styrkvegasjóði

Málsnúmer 201503035Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23.02.2015 þar sem Magnús Karlsson, Hallbjarnarstöðum Skriðdal, óskar eftir að sótt verði um styrk úr styrkvegasjóði vegna slóðar um Stafsheiði, einnig að umsókn um slóðina frá Öxi að Hornbrynju verði haldið inni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd bendir á að slóðinn um Stafsheiði og slóðinn frá Öxi að Hornbrynju hafa þegar verið settir inn á verkáætlun 2015 ásamt fleiri verkefnum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Snjóhreinsun innan Egilsstaða

Málsnúmer 201503033Vakta málsnúmer

Erindi í tölvupósti dagsett 22.02.2015 þar sem Sigríður Auðna G. Hjarðar kt.120189-2479 gerir athugasemd við snjóhreinsun.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar bréfritara ábendingarnar. Nefndin samþykkir að fela starfsmanni að láta gera verklagsreglur fyrir snjóhreinsun og hálkuvarnir á gangstéttum og göngustígum.

Tekið verði tillit til þessara verklagsreglna við gerð nýrra útboðsgagna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.Tilkynning um nýræktun skóga

Málsnúmer 201503042Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20.02.2015 þar sem Ólöf I.Sigurbjartsdóttir f.h.Héraðs- og Austurlandsskóga, tilkynnir um tvo samninga við Guðmund Aðalsteinsson kt.300352-7669 um nytjaskógrækt á jörðinni Brekkusel á Fljótsdalshéraði.
Óskað er eftir afstöðu nefndarinnar hvort framkvæmdaleyfis sé krafist eins og heimilt er samkvæmt reglugerð nr. 772/2012.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki kröfu um framkvæmdaleyfi samanber bókun bæjarstjórnar 05.11.2013.

Nefndin vekur athygli á að með tilkomu framlagðra samninga eru áætlanir um ræktun nytjaskóga í landi Brekkusels orðnar 545 ha. að stærð í þremur samningum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

18.Ráðstefna um úrgangsmál.

Málsnúmer 201503028Vakta málsnúmer

Lögð er fram auglýsing um ráðstefnu um úrgangsmál sem haldin verður í Reykjavík fimmtudaginn 19.mars 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd beinir því til kjörinna fulltrúa og nefndarmanna, sem sjá sér fært að sækja ráðstefnuna, að nýta sér tækifærið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

19.Frumvarp til laga um stjórn vatnamála

Málsnúmer 201502073Vakta málsnúmer

Erindi í tölvupósti dagsett 09.02.2015 þar sem Kristjana Benedikstdóttir f.h. Umhverfis- og Samgöngunefndar Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um stjórn vatnamála 511. mál.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd bendir á að Samband Íslenskra sveitarfélaga hefur þegar gert athugasemdir við frumvarpið og tekur nefndin undir þær athugasemdir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

20.Uppsalir deiliskipulag 2015

Málsnúmer 201502061Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Uppsali Fljótsdalshéraði. Tillagan er sett fram á uppdrætti dags.08.11.2014 og greinargerð dags.12.11.2014. Tillagan felur m.a. í sér skipulag fyrir 15 íbúðahúsalóðir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögu og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna samhliða breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028.
Vísað er til bókunar nefndarinnar 26.11.2014 um að láta gera breytingu á aðslskipulaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

21.Sorphirða útboð 2015

Málsnúmer 201503034Vakta málsnúmer

Til umræðu er útboð á sorphirðu á Fljótsdalshéraði 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Vísað er í bókun nefndarinnar 26.11.2014.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

22.Flugvöllur aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 201503010Vakta málsnúmer

Lögð er fram hugmynd að breytingum við Egilsstaðaflugvöll.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að hefja undirbúning að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, til samræmis við hugmyndir Isavía.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 21:14.