Gufubað í íþróttahúsið á Egilsstöðum

Málsnúmer 201502026

Íþrótta- og tómstundanefnd - 8. fundur - 11.02.2015

Fyrir liggur hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað, dagsett 5. febrúar 2015, um að komið verði upp gufubaði við íþróttahúsið á Egilsstöðum.

Íþrótta- og tómstundanefnd telur mikilvægt að komið verði upp gufubaðsaðstöðu við íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum. Nefndin leggur til að gerð verði kostnaðaráætlun vegna gufubaðs og útiklefa við sundlaugina á Egilsstöðum. Málið verði síðan tekið upp við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 211. fundur - 18.02.2015

Fyrir liggur hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað, dagsett 5. febrúar 2015, um að komið verði upp gufubaði við íþróttahúsið á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd og telur mikilvægt að komið verði upp gufubaðsaðstöðu við íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum. Bæjarstjórn leggur til við íþrótta- og tómstundanefnd að gerð verði kostnaðaráætlun í vegna gufubaðs og útiklefa við sundlaugina, í samráði við umhverfis og framkvæmdanefnd. Málið verði síðan tekið upp við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 18. fundur - 25.02.2015

Fyrir liggur hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað, dagsett 5. febrúar 2015, um að komið verði upp gufubaði við íþróttahúsið á Egilsstöðum. Íþrótta- og tómstundanefnd fjallaði um málið á fundi þann 11.02.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela starfsmanni að láta gera kostnaðaráætlun og koma með tillögu að útfærslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 212. fundur - 04.03.2015

Fyrir liggur hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað, dagsett 5. febrúar 2015, um að komið verði upp gufubaði við íþróttahúsið á Egilsstöðum. Íþrótta- og tómstundanefnd fjallaði um málið á fundi þann 11.02.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og samþykkir að fela starfsmanni nefndarinnar að láta gera kostnaðaráætlun og koma með tillögu að útfærslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 19. fundur - 11.03.2015

Fyrir liggur hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað, dagsett 5. febrúar 2015, um að komið verði upp gufubaði við íþróttahúsið á Egilsstöðum. Fyrir liggur tillaga að útfærslu á gufubaði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Hugmyndin lögð fram til kynningar.
Starfsmanni falið að afla upplýsinga um frekari útfærslur og staðsetningu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 40. fundur - 10.02.2016

Lögð er fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað dagsett 30.01.2015 þar sem fram kemur hugmynd um að setja upp laust gufubaðshús á lóðina við Íþróttamiðstöðina. Fyrir liggja gögn um málið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að sett verði upp laust gufubaðshús við Íþróttamiðstöðina samkvæmt framlögðum gögnum um gerð og staðsetningu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 232. fundur - 17.02.2016

Lögð er fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað dagsett 30.01.2015 þar sem fram kemur hugmynd um að setja upp laust gufubaðshús á lóðina við Íþróttamiðstöðina. Fyrir liggja gögn um málið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að sett verði upp laust gufubaðshús við Íþróttamiðstöðina, samkvæmt framlögðum gögnum um gerð og staðsetningu.
Framkvæmdin verði fjármögnuð af Eignasjóði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.