Fyrir liggur hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað, dagsett 5. febrúar 2015, um að komið verði upp gufubaði við íþróttahúsið á Egilsstöðum.
Íþrótta- og tómstundanefnd telur mikilvægt að komið verði upp gufubaðsaðstöðu við íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum. Nefndin leggur til að gerð verði kostnaðaráætlun vegna gufubaðs og útiklefa við sundlaugina á Egilsstöðum. Málið verði síðan tekið upp við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016.
Fyrir liggur hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað, dagsett 5. febrúar 2015, um að komið verði upp gufubaði við íþróttahúsið á Egilsstöðum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd og telur mikilvægt að komið verði upp gufubaðsaðstöðu við íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum. Bæjarstjórn leggur til við íþrótta- og tómstundanefnd að gerð verði kostnaðaráætlun í vegna gufubaðs og útiklefa við sundlaugina, í samráði við umhverfis og framkvæmdanefnd. Málið verði síðan tekið upp við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016.
Fyrir liggur hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað, dagsett 5. febrúar 2015, um að komið verði upp gufubaði við íþróttahúsið á Egilsstöðum. Íþrótta- og tómstundanefnd fjallaði um málið á fundi þann 11.02.2015.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela starfsmanni að láta gera kostnaðaráætlun og koma með tillögu að útfærslu.
Fyrir liggur hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað, dagsett 5. febrúar 2015, um að komið verði upp gufubaði við íþróttahúsið á Egilsstöðum. Íþrótta- og tómstundanefnd fjallaði um málið á fundi þann 11.02.2015.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og samþykkir að fela starfsmanni nefndarinnar að láta gera kostnaðaráætlun og koma með tillögu að útfærslu.
Fyrir liggur hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað, dagsett 5. febrúar 2015, um að komið verði upp gufubaði við íþróttahúsið á Egilsstöðum. Fyrir liggur tillaga að útfærslu á gufubaði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Hugmyndin lögð fram til kynningar. Starfsmanni falið að afla upplýsinga um frekari útfærslur og staðsetningu.
Lögð er fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað dagsett 30.01.2015 þar sem fram kemur hugmynd um að setja upp laust gufubaðshús á lóðina við Íþróttamiðstöðina. Fyrir liggja gögn um málið.
Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að sett verði upp laust gufubaðshús við Íþróttamiðstöðina samkvæmt framlögðum gögnum um gerð og staðsetningu.
Lögð er fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað dagsett 30.01.2015 þar sem fram kemur hugmynd um að setja upp laust gufubaðshús á lóðina við Íþróttamiðstöðina. Fyrir liggja gögn um málið.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að sett verði upp laust gufubaðshús við Íþróttamiðstöðina, samkvæmt framlögðum gögnum um gerð og staðsetningu. Framkvæmdin verði fjármögnuð af Eignasjóði.
Íþrótta- og tómstundanefnd telur mikilvægt að komið verði upp gufubaðsaðstöðu við íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum. Nefndin leggur til að gerð verði kostnaðaráætlun vegna gufubaðs og útiklefa við sundlaugina á Egilsstöðum. Málið verði síðan tekið upp við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.