Umhverfis- og framkvæmdanefnd

40. fundur 10. febrúar 2016 kl. 17:00 - 19:40 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ragna Einarsdóttir aðalmaður
  • Þórhallur Borgarson varamaður
  • Ómar Þröstur Björgólfsson
Fundargerð ritaði: Ómar Þröstur Björgólfsson
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta tveimur liðum við dagskrána, sem er afgreiðslufundur byggingarfulltrúa og Galtastaðir Fram, móttaka ferðamanna og verða þeir liðir númer 14 og 15 í fundargerðinni.

1.Gatnagerðargjöld tímabundinn afsláttur

Málsnúmer 201601068

Til umræðu er sá möguleiki að gefa tímabundinn afslátt af gatnagerðargjöldum á óbyggðum lóðum á tilteknum svæðum. Bæjarstjórn samþykkti að fela umhverfis- og framkvæmdanefnd að fara yfir málið og gera tillögu að mögulegri málsmeðferð. Málið var áður á dagskrá 13.01.2016. málið var áður á dagskrá 27.01.2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að nýtt verði ákvæði í lögum um lækkun gatnagerðargjalda á völdum svæðum í sveitarfélaginu. Ákvæðið er ekki afturvirkt.

Nefndin samþykkir að fela skipulags- og umhverfisfulltrúa að taka saman upplýsingar um lóðir sem ákvæðið gæti átt við og leggja fyrir næst reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Galtastaðir Fram, móttaka fyrir ferðamenn

Málsnúmer 201602080

Erindi í tölvupósti dagsett 10.02.2016 þar sem Guðmundur Luther Hafsteinsson f.h. Þjóðminjasafns Íslands óskar efitir samþykki sveitarfélagsins fyrir móttöku ferðamanna í íbúðarhúsinu að Galtastöðum Fram.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd fagnar framkvæmdum við Galtastaði Fram um leið og hún samþykkir erindi umsækjanda.

Nefndin felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að senda Þjóðminjasafni Íslands yfirlýsingu þess efnis.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.1.Steinholt, umsókn um breytta notkun

Málsnúmer 201407113

Lagt fram til kynningar

2.2.Umsókn um byggingarleyfi breytingar

Málsnúmer 201512001

Lagt fram til kynningar

2.3.Umsókn um byggingarleyfi, breytingar á Flugstöð

Málsnúmer 201512057

Lagt fram til kynningar

2.4.Umsókn um byggingarleyfi 2 frístundahús

Málsnúmer 201511013

Lagt fram til kynningar

2.5.Umsókn um rekstrarleyfi/umsögn

Málsnúmer 201601175

Lagt fram til kynningar

2.6.Umsókn um endurnýjun rekstrarleyfis/Umsagnarbeiðni

Málsnúmer 201601182

Lagt fram til kynningar

3.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 145

Málsnúmer 1601014

Lagt fram til kynninar

4.Áhugahópur um umhverfi Egilsstaðaflugvallar

Málsnúmer 201602058

Erindi í tölvupósti dagsett 03.02.2016 þar sem áhugahópur um umhverfi Egilsstaðaflugvallar óskar eftir að yfirstandandi breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs geri ráð fyrir göngustíg allt umhverfis flugvöllinn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd óskar eftir því við áhugahópinn að tilnefndir verði fulltrúar úr hópnum til að vinna með fulltrúum úr nefndinni að gerð þemakorts um gönguleiðir við og í þéttbýlinu við Fljótið.
Það kort yrði svo notað við gerð framkvæmdaáætlunar um uppbyggingu göngustíga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Lagarfell 3, msókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201602051

Erindi dags. 04.02.2016, þar sem Björn Sveinsson f.h. eiganda íbúðarhússins að Lagarfelli 3 óskar eftir byggingarleyfi, fyrir viðbyggingu við íbúðarhúsið. Aðalteikningar eru unnar af Verkis kt. 611276-0289 undirritaðar af Birni Sveinssyni kt. 160265-4189.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að setja málið í grenndarkynningu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Skipulags- og umhverfissvið. Tillaga að skipulagi, verkefnum og verkaskiptingu

Málsnúmer 201602050

Lögð er fram tillaga að skipulagi, verkefnum og verkaskiptingu á skipulags- og umhverfissviði. Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnir tillöguna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar Birni Ingimarssyni fyrir kynninguna.
Nefndin samþykkir að auglýsa stöðu skipulags- og byggingarfulltrúa laust til umsóknar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Beiðni um nafnbreytingu á jörðinni Hleinargarður II

Málsnúmer 201601201

Erindi dagsett 04.01.2016 þar sem Davíð Þór Sigurðsson f.h. Dos Samsteypunnar ehf. kt. 541113-1180 óskar eftir leyfi til að breyta nafninu á jörðinni Hleinagarður II í nafnið Davíðsstaðir.
Málið var áður á dagskrá 27.01.2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda.

Já sögðu 4 (EK, GRE, ÞB og ÁK), einn sat hjá (PS)

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Endurnýjun á gervigrasvöllum

Málsnúmer 201510135

Fyrir liggja ýmis gögn varðandi málefni gervigrasvalla og fyllingarefna í þeim. Íþrótta- og tómstundanefnd óskar eftir því að umhverfis- og framkvæmdanefnd taki sparkvellina þrjá á Fljótsdalshéraði til skoðunar m.t.t. ástands á grasmottum þeirra og líftíma.
Málið var áður á dagskrá 25.11.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela starfsmanni að kalla eftir úttekt á gerfigrasvöllunum, með tilliti til viðhalds og kostnaðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Breytingar á byggingarreglugerð

Málsnúmer 201601216

Erindi dagsett 22. janúar 2016 þar sem Hafsteinn Pálsson f.h. Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins óskar eftir umsögn um framlögð drög að breytingu á byggigarreglugerð nr. 112/2012.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við drögin. Nefndin leggur áherslu á að haft verði samráð við hagsmunasamtök fatlaðra varðandi breytingar á aðgengismálum þeirra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Gufubað í íþróttahúsið á Egilsstöðum

Málsnúmer 201502026

Lögð er fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað dagsett 30.01.2015 þar sem fram kemur hugmynd um að setja upp laust gufubaðshús á lóðina við Íþróttamiðstöðina. Fyrir liggja gögn um málið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að sett verði upp laust gufubaðshús við Íþróttamiðstöðina samkvæmt framlögðum gögnum um gerð og staðsetningu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Göngustígur umhverfis flugvöll

Málsnúmer 201602003

Lögð er fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað dagsett 01.01.2016 þar sem lýst er áhuga á að fá góðan göngustíg utan girðingar umhverfis flugvöllinn á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd vísar í bókun nefndarinnar undir lið nr. 13 í fundargerðinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Lýsing við gangstétt á Egilsstaðanesi

Málsnúmer 201602004

Lögð er fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað dagsett 01.01.2016 þar sem óskað er eftir að bætt verði lýsing við göngustíginn yfir Egilsstaðanes.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar ábendinguna en þar sem ekki er gert ráð fyrir fjármagni í lýsingu við göngustíga þá sér nefndin sér ekki fært að verða við þessari beiðni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Tjarnarbraut 3, umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201511079

Erindi dagsett 09.11.2015 þar sem Ívar Ingimarsson f.h. Ferðaþjónustunnar Óseyri ehf. kt. 430912-0540 óskar eftir byggingarleyfi fyrir íbúðarherbergjum á lóðinni Tjarnarbraut 3. Gert er ráð fyrir að byggingin verði með svipuðum hætti og bílageymslan Tjarnarbraut 7, sem breytt var í íbúðarherbergi. Málið var áður á dagskrá 25.11.2015. Fyrir liggur yfirlitsuppdráttur af fyrirhugaðri framkvæmd.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela skipulags-og umhverfisfulltrúa að setja málið í grenndarkynningu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Eyvindará 2 deiliskipulag

Málsnúmer 201601236

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Eyvindará II, sem afmarkast eins og fram kemur á tillögunni. Tillagan ásamt greinargerð er sett fram á uppdrætti dags. 27.01.2016. Breytingin felur í sér afmörkun byggingarreits fyrir eitt lítið hús, gistiálmur og tengingu vð eldri þjónustuhús og stækkun skipulagssvæðisins til norðurs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til við bæjarstjórn að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan verði auglýst samhliða auglýsingu um breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, sem samþykkt var í bæjarstjórn 05.11.2014.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Eyvindará II, aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 201301254

Lögð er fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, tillagan felur í sér að skilmálum er breytt þannig að verslunar og þjónustusvæði V26, Eyvindará II: Ferðaþjónusta með gistingu í smáhýsum í gildandi aðalskipulagi verði V26, Eyvindará II: Ferðaþjónusta með gistingu.
Tillagan hefur verið kynnt skv. ákv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123 2010.
Skipulagsstofnun gerir ekki athugasemd við að tillagan verði auglýst.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 verði auglýst skv. 31.gr. skipulagslaga
Tillagan verði auglýst samhliða auglýsingu um deiliskipulag svæðisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

Fundi slitið - kl. 19:40.