Umsókn um byggingarleyfi, breytingar á Flugstöð

Málsnúmer 201512057

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 145. fundur - 08.02.2016

Erindi dags. 07.12.2015, þar sem Böðvar Bjarnason f.h. Ísavía kt. 550210-0370 óskar eftir byggingarleyfi, fyrir breytingum á brttfararsal í flugstöð Egilsstaðaflugvallar. Breytingarnar felast í því að setja upp felliveggi og nýja útgönguleið út í flugvél, svo hægt sé að taka á móti minni flugvélum í millilandaflugi án þess að truflun verði á innanlsndsfluginu. Aðalteikningar eru unnar af Verkfræðistofuni Eflu. Teikningar eru dags. 03.11.2015.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindi umsækjanda.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 232. fundur - 17.02.2016

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.