Áhugahópur um umhverfi Egilsstaðaflugvallar

Málsnúmer 201602058

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 40. fundur - 10.02.2016

Erindi í tölvupósti dagsett 03.02.2016 þar sem áhugahópur um umhverfi Egilsstaðaflugvallar óskar eftir að yfirstandandi breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs geri ráð fyrir göngustíg allt umhverfis flugvöllinn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd óskar eftir því við áhugahópinn að tilnefndir verði fulltrúar úr hópnum til að vinna með fulltrúum úr nefndinni að gerð þemakorts um gönguleiðir við og í þéttbýlinu við Fljótið.
Það kort yrði svo notað við gerð framkvæmdaáætlunar um uppbyggingu göngustíga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 232. fundur - 17.02.2016

Erindi í tölvupósti dagsett 03.02. 2016 þar sem áhugahópur um umhverfi Egilsstaðaflugvallar óskar eftir að yfirstandandi breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs geri ráð fyrir göngustíg allt umhverfis flugvöllinn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og óskar eftir því við áhugahópinn að tilnefndir verði fulltrúar úr hópnum til að vinna með fulltrúum úr umhverfis- og framkvæmdanefnd að gerð þemakorts um gönguleiðir við og í þéttbýlinu við Fljótið.
Það kort yrði svo notað við gerð framkvæmdaáætlunar um uppbyggingu göngustíga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu, en 1 var fjarverandi (GJ)

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 42. fundur - 09.03.2016

Erindi í tölvupósti dagsett 03.02.2016 þar sem áhugahópur um umhverfi Egilsstaðaflugvallar óskar eftir að yfirstandandi breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs geri ráð fyrir göngustíg allt umhverfis flugvöllinn. Málið var áður á dagskrá 10.02.2016. Fyrir liggur tilnefning áhugahópsins.

Málinu frestað til næsta fudnar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 43. fundur - 22.03.2016

Erindi í tölvupósti dagsett 03.02.2016 þar sem áhugahópur um umhverfi Egilsstaðaflugvallar óskar eftir að yfirstandandi breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs geri ráð fyrir göngustíg allt umhverfis flugvöllinn. Fyrir liggur tilnefning áhugahópsins. Málið var áður á dagskrá 09.03.2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að tilnefna Árna Kristinsson og Þórhall Borgarsson í vinnuhópinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 235. fundur - 06.04.2016

Erindi í tölvupósti dagsett 03.02. 2016 þar sem áhugahópur um umhverfi Egilsstaðaflugvallar óskar eftir að yfirstandandi breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs geri ráð fyrir göngustíg allt umhverfis flugvöllinn. Fyrir liggur tilnefning áhugahópsins á fulltrúum í vinnuhóp´um málið. Málið var áður á dagskrá 09.03. 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að tilnefna Árna Kristinsson og Þórhall Borgarsson í vinnuhópinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.